Nafn skrár:SofDan-1887-11-10
Dagsetning:A-1887-11-10
Ritunarstaður (bær):Reykjavík
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

21/12 87

Reykjavík 10. nóvenber 1887

Elskulegu foreldrar!

Það er mín innilegasta ósk, að þegar þetta blað kemur heim til ykkar verði allt í bezta gengi, allir glaðir og heilbrigðir, og það megi vara sem lengst Mjer er nú farið að þykja nokkuð lang ur tími sem jeg veit ekki hvernig líður heima hjá ykkur, það sem það er kom ið á fimmtu viku síðan jeg fór að heim an; jeg hjelt kanski það gæti látið sig gjöra að við fengjum línu að heiman með síðasta pósti, og hlakkaði mikið til, en það brást bogalistin sú, en nú er jeg farin að hlakka til þegar hann á að koma næzt, hvað sem hann þá færir okkur. Mjer líður hjer mæta vel, á helzt til of gott, ef nokkuð er útá setjandi, jeg til dæmis fer alldrei á fætur fyr en klukkan langt gengin átta og þá er ætíð orðið bað heitt í herberginu sem jeg sef í, og

svo er stranleikinn eptir því á daginn; það er ekki laust við að jeg sjái eptir tímanum, hvað jeg brúka hann óhóflega, til hvíldar fyrir sál og líkama.

Jeg skýst stöku sinnum upp til Guðrúnar systur, að vita hvernig Eigli líður, hann er búinn að taka mikið út, og er þó ekki útsjeð enn hvenær það tekur enda fyrir honum; Scherbeck hefir nefnil. verið að reyna að ná ein hverju stóru beini úr kjálkanum, sem hann er búinn að losa um, en náði ekki, hann hætti því við það, af því að hann hefi von um að það sje lifandi, og er nú að græð það við aptur, og segist að hálfum mánuði liðnum, fá vissu sína um hvort það sje lifandi, og verði grætt við eður ekki, verði það ekki, þarf hann að svæfa frænda minn, og pinta hann á ný; hann hefir enn ekki svæft hann, og má nærri geta hvort hann hefir ekki þurft að vera nokkuð harður til þess að þola að láta klýpa útúr lifandi beininu, því læknirinn vill trúi jeg sem minst skjera, heldur klípur og slítur allt í sundur, hann segir þá að ferð hætta minni. Jeg hef sjeð beinin eitt

son, hann ber sig ósköp illa er sagt eptir missinn. Hann er nú að flytja barnið til foreldra hennar, ríkra bænda hjóna á AUðnum á Vatnsleysuströnd, bóndinn heitir Guðmundi og átti ekki annað barn en þá einu dóttir. Það fylgdi mesti fjöldi við jarðarförina, eins og vandi er til við slík tækifær, og ættlaði hreint að ryðja hvað öðru um koll af troðningunum, mjer alveg blöskrar að sjá hvernig fólk ber sig að hjer, og liggur við að halda að það sje ekki í rjettum tilgangi sem það kemur saman þegar um guðsþjónustusamkomur er að tala.

Halldór litli og Sofía eru nú bæði komin hjer að borðinu hjá mjer, og biðja mig að skrifa afa og ömmu á Hólmum eitthvað um sig, og hef jeg ekkert betra að segja, en þau eru vel frísk nú sem stendur, af því jeg get ekki sagt þau eru ósköp þæg og frísk, og þó er það einnig henni hefir farið ógnvel framm síðan jeg kom, samt er hún hvorki farin að ganga njer tala, en það kemur nú vonum við allt i einu, því nú safnar hún óðum fjöri og kröptunum Jeg er nú búin að mála út heila örk sem jeg ættla að senda til ykkar elsku foreldr

arnir mínir og verð eg að biðja ykkur að taka það gilt sem sendi brjef. Jeg á að skila kveðjum til ykkar frá hini Guðrúnar systir

þeirra er nærri hálf fingur hæð á lengd Jeg hef farið í kirkju á hverjum sunnudegi síðan jeg fór að heiman. Á sunnudaginn var komst víxlan loksins á, það hefir veirð sagt á hverjum sunnud. að nú yrði vígt í dag. Blöðin segja frá því hverjir prestarnir voru, og hvaða brauð þeir fengu. þessi Jón Steingríms verður samt aðstoðarprestur hjer í vetur; Hann er trúlofaður Sigríði fósturdóttur rektorsins. Kirkjan var svo full á sunnudaginn að jeg var að því komin að fara úr henni aftur þá lánaði stúlka mjer sætið sitt, sem var næzt við krókbekk, svo jeg sá ekki mikið hvað fram fór inni í kirkjunni, og heyrði heldur ekki grand til biskupsins, það gat heldur alldrei staðið kjyrt blessað fólkið semtróð sjer saman á ganginum á milli sætanna þar var hver inn í öðrum, inn að kóng fram að hurð, það er í fyrsta skipti sem jeg hef setið í tóbaks reykjar likt í kirkju, það hefir sjálfsagt einhver upi á loptinu verið að reykja um messu tímann.

Hjer hefir mikið verið talað um þann sorg lega atburð að Páll Briem misti konuna sína þrem vikum eptir að hún hafði fætt honum

síðan hveð jeg ykkur sjálf biðjandi ykkur allra gæta fyrr og síðar meir, það mælir af alhug ykkar elskandi dóttir Sofía.

Myndir:12