Nafn skrár:SofDan-1888-04-13
Dagsetning:A-1888-04-13
Ritunarstaður (bær):Reykjavík
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3527 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

Reykjavík 13. apríl 1888.

Elskulegi pabbi og mamma mín!

Þó skömm sje frá að segja þótti mjer ekkert til þess koma þegar Friðriks= sen sagði mjer í morgun að póstur inn ætti að fara á morgun, því jeg hafði glatt mig við það sem aðrir höfðu sagt mjer að enginn póstur gengi fyr en í maí, allt svo þyrfti jeg ekki að skrifa fyr, en þá kem= ur þetta uppúr kafinu að austanp. er sá eini sem fer þessa ferð og jeg með það sama má setjast á kontórinn því jeg finn að jeg hef beinlínis ástæðu til þess þarx sem jeg á óþakkað og óendurgoldið

mjer kærkomna brjefið þitt elsku pabbi minn; hið síðarnemda verður efalaust ógjört að sinni; en þakk= læti bið eg þig móttaka í fyllsta mæli. Hjeðan úr Glasskóg er allt gott að frjetta nema það einasta að litlu stúlkurn ar eru ekki fríar við hvef, það er að segja Bobba og Jóa, ína litla dafnar alltaf dag frá degi, og er þar til og með mikið fallegt barn mjer þykir hún fallegust af þeim svo er hún svo spök Hún liggur alltaf í ruggunni nema þegar hún er þvegin eða haft fata skipti á henni, og stöku sinnum þegar henni þykir standa á pelanum sínum

Það sem mest hefir verið umtals= efni hjer í bænum þessa dagana er trú lofun Hannesar Hafsteins sem hann er nýbúinn að opinbera Menn eiga svo stríðsamt með að segja með vissu hvað lengi hún muni standa og svo þarf að minn= ast á hvað þau hafi braskað hvert í sínulagi til d. að fyrri kærustuna hafi hann narrað til að svíkja sín vegna og svo náttúrl. leikið það sama sjálfur við hana, og nú hafi Ragnheiður Melsteð sem er hin lukku lega núna, einnig svikið sama manninn hans vegna. Það er einhver sjera Páll Stefansen. Sje þetta satt hefir hann ekki ástæðu

til þess að halda af Hannesi þeg ar hann tekur þær svona hverja af annari af honum. En sagt er að H. fái ekki Ragnh. skilmálala laust og Fyrst og fremst fær hann ekki að gipt= ast henni fyr en eptir þrjú ár, og svo á hann að sína að hann sje reglumaður, en á því hefir þótt misbrestur að undan förnu. Frú Havstein hefir optar en einu sinni beðið mig fyri hveðju til ykkar. Mjer þótti vænt um að þið rjeðuð fyrir mig hvar jeg á að vera næsta ár, ekki svo að skilja að mjer þætti vænna um, að þið vilduð að jeg færi til Kr. því mjer er hvergi kærara, að vera, en heima hjá ykkur kæru foreldrar mínir Blaðið er nú þrotið og penninn svo vondur að jeg get varla skrifað með honum jeg ræð því af að hveðja ykkur biðjandi

ykkur allra gæða það mælir ykkar elskandi dóttir Sofía

Myndir:12