Nafn skrár:SofDan-1906-10-XX
Dagsetning:A-1906-10-XX
Ritunarstaður (bær):Sauðanes
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Þing.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

1/11'06.

Sauðanesi október 1906.

Hjartkæru foreldrar mínir!

Beztu þökk fyrir blessuð brjefin í sumar, sem og allt annað gott og elskul.

það er nú ærið langt síðan jeg hef haldið á penna, og er það ótætis taugaveikinni að kenna, hún lagði okkur fjögur undir sig, okkur hjónin, Ossu og kaupakonuna aðra. Jeg vona að hún sje nú útdauð, það er næstum hálfur mánuður síðan sá síðasti klæddist nl. kaupak. og er orðin vel stirk, hún er nú að sótt hreinsa rúmfötin og Ossa með henni það er ljóta masið við það, læknirinn sagði að baka allt fiðrið þar til það væri orðið brennd heitt svo leggjum við verið í sterkt kreólínblöndu. þið getið nærri hvort það tekur ekki tíma að sótthr. þannig 4ar yfirsængur 5 undirsængur og marga kodda. Veikin lagðist ljettast a

Jón minn, hann hann hafði lengstaf dálitla fótaferð, en hann hefir verið lengi að ná sjer, er ekki jafn góður enn líkl. fyrir það að hann hefir reynt of snemma á sig. Jeg lúrði nú lengst og er máttlítil enn og gjörir það að líkindum þessi kraptlitla fæða sem jeg verð að hafa, maginn þolir helzt ekki nema hafrasúpu og mjólk til samans og á þeirri fæðu er jeg búin að nærast síðan jeg lagðist í júni Já það hefir margt gengið öðruvísi en til var ættl ast, það er til d. ekki farið að hreinsa duninn enn, það var svo lengi verið við heyskapinn til þess að þurfa ekki að fella bústofninn og svo hefir enginn afbæamaður fengist í dúnvinnu, eða til neins, húsið þarf þá að gjörðar með, maður minn pantaði á það járn þar er hamingjan veit hvort það gefur

elskandi dóttir Fía

Jeg hef bara gaman af að þið fáið einusinni í bollanum (undirstrik/frá mjer/), fyrst jeg fæ alldrei þá ánægju að þið fáið í honum hjá mjer

Jeg man nú ekki eptir neinum frjettum að segja ykkur, því við erum hjer líka eins og í óbyggð, við förum ekkert og enginn kemur hingað. Gróa okkar gamla skrifar að hún sje búin að eignast son, sem hún ljet heita Sigurð, ekki er hún samt komin í hjónaband enn.

Jeg bið kærl. að heilsa hjónunum og börnunum. Jeg þakka Ínu kærl. fyrir tilskrifið í sumar lofa annaðkvort að skrifa seinna, eða fá Ossu til að borga fyrir mig, nú hefir hún ekki tíma til þess, jeg þorði ekki að láta aðra vera við þessi pestar rúmföt en þá sem búnir voru að liggja í henni

Fyrirgefið þetta ljóta brjef elsku foreldrar mínir og meðtakið síðan hjartans innilegustu kveðjur og þar-

til að koma því hjer eptir, þó veikin reynist að vera útdauð. Við erum búin að sótthreinsa okkur öll og íbúðarhúsið.

Nú eruð þið víst ánægð elsku foreldrar mínir yfir því hvað pokinn er lítill sem þið fáið frá mjer jeg er samt ekkert ánægð yfir inni haldi hans, þetta litla sem í honum er er alltöðruvísi en jeg hefði viljað hafa það. Jeg held að ullin sje ekki góð, jeg get annars ekki sagt að jeg hafi sjeð hana, jeg ljet sækja hana út, og ljet hana nú við ljós í pokann Jeg hef verið framkvæmdarlaus með að útvega ögn af góðu Caói og tvíbökum, sem jeg veit að væri hollara í magan en kex og þessháttar sem jg á til, og eins er cacó sem við eigum frá Tomsen óttalega vont, svo jeg ljet ekki nema sína ögnina af hverju

sældaroskir frá okkur hjónunum, svo mælir ykkar

Myndir:12