Nafn skrár:SofDan-1895-07-21
Dagsetning:A-1895-07-21
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

2/8 95. 1. 3/8 95.

Skeggjastöðum 21. júlí 1895.

Elskulegu foreldrar mínir!

Óskir um góða heilsu og beztu líðan í alla staði eiga þessa línur að færa ykkur. Hjeðan er allt bærilegt að frjetta Heilsan má heita góð og það er nú fyrir miklu. Gunna er nú sjálfsagt búin að koma til ykkar og segja ykkur mikið nákvæmar um heimilis hag okkar hjer en jeg get skrifað, og hafi hún hermt allt rjett þá stendur allt við það sama og hún hefir sagt það er að segja ekkert breist síðan. Jeg hef setið í ullinni nú síðustu daga að sortjera hana svo hún færi ekki öll í no2 eða 3 þeir eru sagðir mjög vandlátir þessir Tyrer á verzlunarskipinu frá Vopnafirði sem færa okkur vörurnar og móttaka hinar nl. fiskinn og ullina. þeir steipa úr ullar pokunum á dekkið og setjast svo allir (skipverar) utan að krúnni og tína úr og sortjera Hjer er ull

Hvaða ógnar klessa!

fremur ljót allstaðar á Strönd, sandurinn og moldin er svo mikil að það hefst ekki úr við parttin, en er ógurleg yfir lega að eiga að hrista hvern lagð útaf fyrir sig, sem þó þarf að gjöra ef bjart á að vera yfir ullinni. Olgeir - svo heitir "spekulantinn" til vonandi tengda sonur Sigfúsar borgara - er nú væntanlegur í miðri þessari viku og verð jeg þeirri stundu fegrust sem hann fer aptur, því þá vona jeg að jeg verði búin að fá dótið mitt og verða af með ullina, sem jeg er ekki hálfnuð að sorjera enn. Piltar eru birjaðir að slá, Jóhanna og litlu stúlkurnar hafa rakað. Sandra og jeg við búverkin og klárum við okkur nokkurn vegin við innan bæjarstörfin og eptir vinnuna úti við þegar Guðný kemur, vona jeg

Með síðasta pósti kom frá Vopnafirði tilvísunar brjef, frá þjer elsku pabbi minn, og stendur á því að kassi fylgi 60 kr virði Jeg furðaði mig hálfpartin á að engin lína skildi fylgja með, jeg veit því ekki hvað hann hefir að innihalda sem að það

var með og spilaði, því hjer vantar organista, hann spilaði svo fljótt að við landa ættleiðinn að verða aptur úr. Í næstliðinni viku giptusig hjer hjón, organistin frá Sauðanesi var þá með, hann spilaði svo hægt að við nentum valla að bíða eptir honum.

23 júl. Sjera Jón biður mig að flytja eða láta brjefið flytja ykkur kæra kveðju sína, hann er heldur latur að skrifa blessaður karlinn hann er líka hálf þreyttur af vinnunni sem hann leggur á sig, jeg er hræddum að hann gjöri heldur mikið af henni því opt kemur það fyrir að hann er svo eptir sig að hann sefur illa á nóttunni fyrir feber

þetta er stutt og ómerkilegt brjef samt læt jeg hjer staðar nema að sinni, og bið ykkur kæru foreldrar að fyrirgefa mjer það, sem fleira ófullkomið frá minni hendi. Heilsið fólkinu frá mjer, jeg nenni ekki að skrifa stúlkunum þær eru svo margar, en skrifi jeg einni fornemast hinar. Kveð jeg ykkur þá ástkæru foreldrar með öllum mínum beztu óskum já góður guð gæti ykkar biður ykkar elskandi dóttir

Sofía.

sje leirtauið mitt. það er svo dýrt að fara hjer á milli, svo jeg hef ekki getað látið vitja hans og bíður líklega þess að vitj að verðí Guðnýar. Hvað sem i kassanum er þá þakka jeg ykkur hjartanlega fyrir han og sömuleiðis sTóra brjefið sem Jóhannes sendi með Lausu hvenær sem það verður brúkað. Jeg hef hugsað um 12 agúst en þó er ekki hægt að fast setja neitt um það af því maður er ögn upp á Thyrn komin sem ekki er að vita að komi á annan um degi. Peningana sem þið gáfuð mjer brúkaði jeg til að kaupa maskínu fyrir í eldhúsið og ímislegt henni til heyrandi, sem alls muni kosta um 150 kr. og svo var pantað frá Jakob fyrir 70 kr. Jeg hlakka mjög til að fá vjelina, ef jeg verð þá svo heppin að fá einkvern til að múra hana upp eins og á að vera, en það verður vandfenginn maður sem hefur vit á því. Ef til vill kemur hún nú með Thyru næst, en jeg þó 1 2 3 get ekki fengið hana fyr en í vetur að akfæri kemur Hjer var messað í dag þó lítill væri söfnuðurinn Orgel spilarinn Ýdá Vopnaf

Myndir:12