Nafn skrár:SofDan-1900-02-18
Dagsetning:A-1900-02-18
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

22/3 '00. 1 16/4 '00

Skeggjastöðum 18. febrúar 1900.

Hjartkæru foreldrar mínir!

þó nokkuð sje af árinu liðið og jeg í byrjun þess væri í anda hjá ykkur, vil jeg samt byrja þessar línur með því að biðja Guð að blessa ykkur og farsæla það.

þar næst þakka jeg þjer brjefið þitt -elsku pabbi minn- d.s. 16. janúarþ það er nú nokkuð langt síðan jeg hef skrifað heim, því jeg varð eitthvað sein fyrir þegar pósturinn fór fyrstu ferðina. það var svo mikil ógerðar vesöld í bænum um þær mundir, og er að grassera hjer í sveitinni enn, læknirinn nefnir hana blóðkreppusótt Börnin urðu mjög slæm einkum Andrjes sem var svo hátt á þriðju viku að ekkert staðnæmdist í maganum og mánuðurinn leið áður en hann varð góður

Veikinni fylgdi mikill hiti og maga leysi svo hann tíndi niður að ganga Jeg hafði talsvert ónæði af honum á nóttunni svo jeg nenti alldrei að vaka við að skrifa, og á daginn var jeg með hann, þegar jeg var ekki niðri. Nú er hann orðinn friskur aptur og allir hjer á bæ; af þeirri vesöld. fullorðna fólkið var lengi slæmt líka, viku til þrjár vikur. Aptur eru nú allir stoppaðir af hvefi, þar á meðal er jeg, og Jón minn sömu leiðis þetta hvef held jeg að við höfum lagt okkur til á balli sem haldið var hjer um fyrri helgi og jeg varð á móti vilja mínum að stjana við fyrir yngismennina, þeir vildu hafa það á sunnudags hveld svo þeir gætu sameinað það við messuferð, því margt af ballfólkinu var langt að, og kemur því sjaldan til kirkju á veturna. Ballið byrjaði með kaffi og kökum síðan sætsúpu

Arnljótsdóttur sem er komin að því að ala barn. Hún átti voná kærastanum tymburmeistara senmma í vetur með Agli, en það kom aðeins brjef sem sagði hann veikann; síðan hefir hún ekki komið á manna mót að sögn líkt hvað standa á fyrir fósturdóttir sér Arng., Kristján sonur sjera Jóns þorsteinsson hvað vera annarsvega jafnframt er sagt að faðir hans segi að þau fái ekki að gipast á meðan að hann lifi, honum þykir hún syni sínum ekki samboðin, enda hefir hún verið uppalin sem vinnukona, en ekki sem fröken. í alvöru talað held jeg að lítið þyki kveða að stúlkunni. Kristján þessi fór suður í haust að læra skósmíði Mjer hefir raunar Skilist að hann ekki vera neitn; framúrskarandi maður, Að hann hefir ekki gengíð menta vegínn er kentum sjóndepru eða sjónveiki. Hann er einasta barn foreldra sinna og von að þau sjeu vond fyrir hann

og smörðu brauði og mola kaffi svo kaffi og kökur, smurt kjex með osti og the undir morgunin, og kaffi og kökur áður en fólkið fór

25. Lengra komst jeg ekki á Sunnudaginn var, og síðan hefir lítið næði verið út þriðjudaginn stóðum við allan daginn við þvott á miðvikudaginn var jarðsungin gömul kona. þá kom og Jón í Höfn með Katrínu dóttur sína til þess að vera í vegi fyrir lækninum með hana, hún er lengi búin að hafa illt í únliðnum sem læknirinn og aðrir hafa haldið gigt, en óðara og hann leit á únli(uppi/inn/) sagð hann að það væri berklasýki. þau máttu bíða hjer í tvær nætur eptir Pínunni og svo kom hann með fjórða mann til gistingar. Hann var á leið til Sauðaness því nú eru þeir læknislausir Langnesingar og þistilfirðingar, nema hvað Jón er settur þeim til hjálpar hann var nú sóktur til fröken Halldóru

Myndir:12