Nafn skrár:SofDan-1900-09-19
Dagsetning:A-1900-09-19
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

26/9'00.1 6/10

Skeggjastöðum 19. septemb 1900

Hjartkæru foreldrar mínir!

Aðeins fáar línur áður en augun lokast alveg aptur ættla jeg að hripa til ykkar og láta ykkur vita að okkur liður bærilega lof s.g. Heilsa Jóns míns er með lang bezta móti í sumar og hefir hann þó opt lágt töluvert á sig

Jeg saknaði að fá enga línu að heiman með síðustu ferð Hólar, jeg vona að ekkert hafi gengið að þar hjáykkur

Ekkert markvert að frjetta hjeðan af Ströndinni nema það að enginn maður fór hjeðann á þennan mikla þing kosningar fund, þará móti riðu 10 kjósendur ur Vopnafirðinum

til þess að kjósa Jón lækni ekki vegna þess að þeir beri svo mikið traust til hanns sem þingmans; nei aðeins vegna þess að hann er ekki Valtíringur kusu þeir hann. þegar þessi hópur rieð af stað úr Vopnaf töldu allir Jón litla sjálfsagðar sem þingmann, en Seyðfirðingar fjölmentu ekki að síður fundinn og urðu yfir sterkari með Jóhannes Eitthvað kemur líklega í blöðunum um þetta fundarhald þeirra Vopnf. voru ekki ánægðri, það voru líka hrakinn 12 atkvæði þeirra greianna Nú er sumar fólkið okkar að fara og hef jeg haft mikið að gjöra í dag við að of gærða það, en svo hlakka jeg til að losast við það þó það allt sje gott fólk, það fer 6 Jeg hef líka verið útá skemmlopti í dag að

ykkar í nótt og allar ólifaðar æfi stundir, mælir ámeðan lifir og heitið ykkar elskandi dóttir Fía

Jón minn biður að heils og fyrirgefið mjer klórið

Fíu

að belja ull handa þjer elsku mamma mín, en jeg fann helst ekkert sem mjer líkaði handa þjer, Jeg gat svo lítið verið við ullar sorjeringu í vor. Jeg ljet í pokta opið ofan af tekna ull sem R. sál ættlaði sjer í sjal jeg hef á hverjum vetri ættlað að minna þess vel en alldrei orðið neitt úrr jeg held því rjett ast að þú vinnir það elsku mama mín, það getur þá helst orðið einhver ærlegur spotti úr henni

það er ómögulegt að þið getið lesið þetta ógnar þeí sem jeg hef klósað með aptur agunn og alltof dottað við og við jeg má því til að fara að hætta og biðja góðann guð að gæta

Myndir:12