Nafn skrár:SofDan-1900-10-18
Dagsetning:A-1900-10-18
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

þykir hann, stirður stundum þegar hann var hjer í síðasta skipti, hvesti þegar verið var að skipa upp og fram, hann skipaði þá að hætta og fór samstundis án þess að hinkra nokkuð við eptir því að kyrði sem varð þá hjerum bil strags svo að hægt hefði verið að halda á fram nei hann rauk frá vörum emð vörur í sjer þar á meðal er ullar pokinn ykkar hann situr í Höfn enn

ættla að senda henni lísin ef Guð lofar Heilsið öllum heilögum og verið ávalt Guði

Skeggjastöðum 18. okt. 1900

Elskulegu foreldrar!

Eina línu með Hólar ættla jeg að senda ykkur til þess að láta ykkur vita hvernig okkur líður og svo til þess að þakka þjer elsku pabbi bæði brjefin þín með tveim síðustu ferðum Hólars, því fyrra skiluðu þeir ekki fyr en í þeir komu að norðan það er ekkert gaman að eiga mikið undir gamla Jakopsen, okkur

Bóndi minn biður sjálfsagt að heilsa hann sefur nú

falin af ykkar elskandi dóttur

Fíu

þetta getur víst ekki orðið lengra jeg hef svo mikið að gjöra þessa viku, jeg var svo heimsk að tokað mjer að baka i stærðar veizlu, það er að segja smá kökur tertu og jóla br þessar sortu úr 25 U af hveiti og tvær bakningar rúgbrauð Jeg á eptir jóla br og það baka jeg á morgun og á fostud. ein hver ósköp af brauði fyrir mig, því hreppsmótin verða á laugard máske messa á sunnudagin og gipting á manudaginn

á hvolfi: þá jeg ættlaði að láta ykkur vita að okkur líður all vel þá ekki sje nú nema ein vinnukonu hræðan

og má hamingjan vita hvort hann getur nú komist þó karl hafi lofast til þess að koma inn mjer þykir verst ef búið verður að hnysla ullinni mikið. Með kartöfl ur sem Jóh. br. sendi okkur fór hann til Vopnafj. og var ófáanlegur til að taka þær aptur núna, gat hann þá hafa lofað þeim að liggja í skipinu þau goð til að hann kem ur að norðan

á hvolfi: en þó þrír sjeu vinnumennirnir og umæli. Jeg bið að heilsa Gróu með þökk fyrir síðasta brjefið jeg

Myndir:12