Nafn skrár:SofDan-1901-03-31
Dagsetning:A-1901-03-31
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

5/5'01.r 18/5'01.

Skeggjastöðum á pálma s 31/3'01.

Hjartkæru foreldrar mínir!

Jeg ættla nú að byrja nögu snemma á línum til ykkar, sem eiga að sendast með Lauru þar jeg er nú búin að sleppa af öllum hinum skipunum, fyrir leti og ann ríki samanbland að, hjer hefir verið gesta gangur, og jeg hef verið að reyna að láta stúlkurnar spynna ögn af fyrirvafi í tvist, svo jeg hef verið stundum meira niðri en jeg er vön, samt er agi verður spuninn okkar á vetrinum ekki meira en 30-40 hespur, því nú fer hátiðin í hönd og þorbjörgu fæ jeg hreint ekki lengur en til sumarmála, en eptir er að prjóna pögg. Jeg man ekki hvort jeg gatum fjárkláðann sem fannst á einum bæ hjer á Ströndinni af þvi leiddi að Karl dýra læknir var hjer á ferð til að sjá um að rækilega yrði baðað á þeim bæum sem fjeð af þeim bæ (og náttúrlega bænum sjálfum) gengi saman við. Skoðunar mennirnir eptir að þeir höfðu fundið þessa kind, sendu hrúður á Vopnaf og þeir svo þar rannsökuðu og sögð þann rjetta kláðamaur vera, síðan kom dýral. Hann var hjer dag um kyrt, því við höfðum biðið hann í haust þegar hann var þá á ferðinni að rannsaka kýrnar okkar, hvort þær væru berklaveikar þá hafði hann ekki neitt hjá sjer til þess, hann sprautar undir húðina á hálsinum á þeim einhverju lítilræði að kvöldi, mælir svo hitann í þeim 4 sinnum daginn eptir með vissra tíma milli bili, vaxi hitinn ekki við inn sprautinguna eru þær hraustar, og svo reyndust allar okkar kýr óberklaveikar, svo ykkur er óhætt að heimsækja mig uppá það að þið fáið heilnæmu mjólk hjá mjer.

Groða í Saurbæ dóttir Ólafs hefir verið hjer síð

ast liðna viku að sauma handa sjer peysu.

Nú er kominn skírdagur og talsverð breiting á tíðinni talsverður snjór kominn með 10-12 gráða frosti undan fornu daga, aðeins 7 í dag. Sagt er að hafísinn sjáist af hálsinum hjer fyrir ofan bæinn, og er þá eigi við betra að búast. Jeg man nú ekki eptir neinu markverðu þessa viku, nem þorbjörg hifir verið mjög lasinn og er enn, við rúmið helzt. Gerða fór heim til sín í dag eptir að uppbirti Allt kvenn fólk í bindindisfjelagin, heldur ball fyrir karlmennina í því, er svo sem að borga þeim ballið 3. jan í vetur reyndar er jeg nú ein bindindishetjan þó jeg sje ekki með í ball kostnaðinum, jeg er bara í boði svo sem eins og heiðursgestur! ekki held jeg samt að jeg verði að fara. Ballið verðr haldið í Höfn í ný reystu tveggja etagiu húsí þar. það má segja Gróu það að hún geti fengið ball við og við. Jeg er annars búin að skrifa henni fyrir nokkru, vona jeg því að hún sje búin að fá það nú og komin því í sátt við mig. Jeg man ekki hvort jeg hef getið þess að jeg er búin að fá aðra stúlku að 3/4 næsta ár. Maður er hjer á heimilinu sem er fæddur á laugardaginn í 4. viku sumars 1872 q). Villtu segja mjer babbi minn næst og þú skrifar hvaða mánaðardagur það er. eg hef sagt honum frá hver mörg almanök þú egir og hann þv´ði beðið mig að leita hjá þjer upplýsingar. Pósturinn sem skírði hann hefir vanræktað umfæra hann í kirkjubækurnar. en foreldrar hans haldið uppá vikudaginn Ossa biður að heilsa ykkur og Ínu hún er alltaf að tala um hvað sig langi til að sjá ykkur. Jeg bið líka að heilsa fólkinu mínu, svo eruð þið elsku foreldrar mínir af okkur hjónunum bezt kvodd og í anda kysst af ykkar elskandi dóttur

Fíu.

q) laugard. í 4. vþ sumar 1872 var 13. maí; þá laugard. fyrir hvítasunnu

Myndir:12