Nafn skrár:SofDan-1901-05-30
Dagsetning:A-1901-05-30
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

5/6'01.r 8/7'01.

Skeggjastöðum 30. maí 1901.

Hjartkæru foreldrar mínir!

Ástar þökk fyrir brjefin með Gróu og það sem þeim fylgdi, sem allt kom sjer mæta vel þó mjer þætti á hinn bóginn leiðinlegt, að þú elsku mamma mín sjert að leggja á þig fyrir að tæta handa mjer, jeg ætti sannarlega ekki að láta þig vera að stríða lengur fyrir mjer Buxurnar og sokkarnir urðu að hátíða fötum handa Ossu, og hafa slíkir sokkar ekki sjeðst á henni síðan hún kom til min þeir eru nú samt of leggja þröndir fyrir hana því hún er svo holdug og hvöttótt, en þeir eru ágætir fyrir Andrjes bara heldur frameísta landir.

Blessuðu fólkinu er farið að fjölga hjer hjá okkur. VIð er um samt ekki búin að fá nema tvær kaupakonur, og var jeg svo heppin að önnur þeirra er skreiðara og er því sestniður að

sauma uppá okkur. jeg held að hún sje bæði flót og myndarleg. Gróa er nú ekki mjög stirð við mig auminginn, hún segist hafa verið beðin fyrir að ljetta undir með mjer og ættlar víst ekki að svíkjast um það, en hún hefir ekki verið ve frísk, ekki samt fengið neitt verulegt kast, hefir haft þraut í baki Hjer eru allir nú sem stendur með bæril. heilsu. Gróa bað mig að geta þess að hjer hefði gengið vel ferðin, nú er hún komin í anninnar hjá mjer og því ekki tími til að skrifa eg veit ekki hvort jeg fæ tíma í dag til að bæta við þessar línur í dag því þær þurfa að sendast fyrir kveldið. Ossa var ekki lítið hrifin af sendingunni frá litlu stúlkun. Jeg bið kærl. að heilsa Björgu með þökk fyrir hana og bið hana að fyrirgefa lötu frænku að hún ekki skrifar henni Náttúrlega bið jeg að heilsa öllu góðu fólki en bezt er að þið elsku foreldrar kvödd af okkur hjónunum mælir ykkar elsk dóttir Fía

Myndir:12