Nafn skrár:SofDan-1902-08-02
Dagsetning:A-1902-08-02
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

27/8'02. 6/10'02

Skeggjastöðum 2. ágúst 1902.

Hjartkæru foreldrar mínir!

Eina línu langar mig til að senda ykkur með Hólar, þó lítið sje næðið til brjefaskripta, Í dag á að jarðsyngja gömlu Maríu, konu Jóns, bróður Jónasar á Kjarna. Í gær var sátta fundur, í fyrra dag voru þrír gestir um kyrst hjá okkur, að vísu kærir gestir, dætur sjera Laurusar og maður Gunnu, Ástvaldur Gíslason Candidat sá sem skrifar opgt í Fríkírkju blaðið og skrifa sig þar Sigbjörn Á. Gíslason þau giptu sig í júní í sumar á þyngvöllum, keyrðu í vagni þangað og tóku leyfisbrjef og keyptu sjer þar hressingu eptir vild Gunna sagði að mamma sín hefði prjónað heila sokk hæð á leíðinni, í vagninum, hún hefir víst ekki lagt niður að

vinna þó hún sje kominn til Reyk avíkur Ungu hjónin og Valla ættluðu nú helzt alla leið til Reýkjavíkur landveg. Ástvaldur er ættaður úr SKagáfyrðinum, hafði því nóga góða hesta. Hann heldur þar til á sumrinu en í Reykjavík á vetrum, hvað lengi sem hann getur haft það svo hjer eptir, Einn daginn í þessari viku var staðfest skírnin á barni Solveigar Runólfs dóttir kripplings sem hjá mer var, hún er gipt bóndasyni hjer á næzta bæ og fer nú með Hólar til Seyðisfjarðar, hann er kominn á undann alfarinn hjeðan úr sveitinni. þegar einhverjar aukagetur koma svona fyrir þá er lítil frí sprokin, því hverjum degi nægir sín þjáning þar fyrir utan. Ámorgun átti Jón minn að messa á Sauðanesi í fjærveru sír Jóns sem er norður á Akur eyri sjer til lækninga nú verður messunni frestað til næsta sunnudags, hann treyst-

fyrri verk og dofa í höndunum, en jeg held að hún sje alveg laus við krampann. Hún vill helzt ekki koma í eldhúsið, er þar samt hálfan mánuð og Stína viku á móti henni. Hún er nú ráðin hjá okklur í 4 ár í allt hvernig sem það fer, ef ekki slitnar uppúr þessari trúlof un sem þeim næstu á undan.

Jeg hef verið beðin að útvega spilalagningarbók. mig mynnir að það fengist á Eskifirði ofurlítið kver sem hafðí á titil blaðinu Gömlu Marenar leyndardómar þetta er máskett ekki rjett nafn á kverinu, en ef það skyldi nú vera rjett og kverið fengist, langar mig til að biðja ykkur að gefa mjer eitt. (mikið vill meira.)

Jeg á að heilsa ykkur hjartanl. frá manni mínum, og jeg bið að heilsa mágur var á Vestfjörðum þá Kristinn skrifaði síðast. Góður guð annist ykkur í lifi og það biður af hjarta ykkar elsk dóttir

Fía

ir sjer ekki því hann hefir þurft að vaka við skriptir Jeg var hálfpartinn búinn að lofast til að koma norður með manni mínum, hvort sem það getur nú látið sig gjöra mig langar ekki hót, svo eg græt ekki þó jeg sitji heima en Sauðanesfólk kemur svo opt hingað og er ætíð að ala á að jeg komi norður, því getur því fundist það lítil eptir láts semi þó jeg fylgi manni mínum annanhvern sunnudaginn sem hann messar, hann messaði þ. 10 eptir trínit.

Gróa biður að heilsa ykkur og segja að nú sje hún loxins trúlofuð, einum kaupa manninum okkar, þórarni að nafni. Hann er nú sá fjórði sem hún hefir haft hug til síðan hún kom híngað því bað hún samt ekki að skila. þórarinn er heldur geðugur maður þó hann sje sköllóttur og roskinn orðinn, vest hvað Gróa greyið er útslitinn, hún er svo nú að hún þolír ekki við nótt nje dag

Myndir:12