Nafn skrár:SofDan-1902-12-XX
Dagsetning:A-1902-12-XX
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

17/1'03. 17/4'03.

Skeggjastöðum á 1. sunnudag í aðventu 1902.

Hjartkær foreldrar mínir!

Jeg ættla nú að nota þessa kveldstund til þess með pennanum að skrafa svo lítið við ykkur. Við fengum bless aða messu í dag og var okkur sannarlega nýtt um það, það er að verða hjer eins og annarsstaðar að fólk kærir sig ekki um messur. það var þó fyrst eptir að jeg kom hingað opt messað en síðan að samgöngurnar jukust hefir þetta breyzt. Jeg gat ekki skrifað ykkur með síðasta ferð Hólar, en jeg sendi með einum kaupamanni okkar sem fór suður poka anga með ull í, svo ættlaðist jeg til að niður í honum væri ögn af cocoa, Sumir láta ögn af kartöflumjöli í það og þykja það þá líkjast meir Coeslali eg ljet því ögn af k. mjöli í pokann. jeg vona að þið hafið fengið hann og um leið ósk ykkar uppfyllta með það að það sje nógu lítið af ullinni, en fyrst það var nú svona líti þá hafði það átt að vera gott en það er ekki. heldur. Jeg sendi norður öllum eyri í sumar það bezta úr ullinni minni til þess að spynna sumt og kemba sumt og ættlaði svo að senda ykkur lopa, en það fór svo að jeg hef ekkert sjeð aptur enn sem komið er, hvort sem það er nú algjörlega tapað, eða þeir blessaðir svona seinir að afgreiða það- Með síðustu ferð Hólar kom Aðalbjörg dóttir þorgerðar í Kristnesim hún er myndarleg stúlka í verkum sínum, hana langaði því til að læra eitt hvað til munnsins, mig langar til þess að hún geti notið til sagnar í þeim fögum, þó jeg sje þurfin fyrir að hún mjer, Hún hefir sent fyrir mig yfir frakka af mar

mínum og er nú að enda við að sauma handa honum utanefna föt og er, hún sjer lega vandvirk

Heimilið verður bara einn skóli í vetur Jón minn les nú dönsku með þeim Malbjogu og Valgerði dóttur Ólafs en ensku með Gunu, hún var byrjuð á henni í fyrra, Svo eru þau þrjú Geiri 11 ára sveitadrengur Tava (setafía) Ólafsdóttir og Ossa með kver bittúngur, skript, og svo segi jeg þeim litlu stúlkum ögn til handanna þessa stund sem jeg er upp á daginn, Svo í þriðja lagi eru þau með lestu Halldór Ólafsson og Sigga Sigurðardót á þessu sjáið þið að lítið verður um vinnu brögð í vetur hjer á Skeggja stöðum.

Á annan sunnudag í aðventu

Á miðvikudaginn 3. des fór Jón minn til Vopnafjarðar og ættlar að koma með Eigli sem er ókominn enn. Halld. Runólfsson kaupmaður okkar hjer á Bakkafirðing hefir fengið loforð hjá Vathore fyrir að hann Egill komi hingað inn í þessari ferð með vörur. - Við höfum nú notað þessa dag sem engin enska eð danska hefir verið lærð til sauma. Við höfum saumað 5 kjóla úr norzku ljósgráu vaðmáli óstöpuðug puntuðum þá með hárauðu flaueli, svo stelpurnar verða nú heil fínar á jólunum, þær eru 4 hjer Tapa Ossa Sigg. Oklapíu sál. og vant er að gleðja eitthvað á hvej ári hún er 12 ára, Svo förum við að sauma föt Dóra og Drjesa, jeg er langt kominn með föt handa Geira. Um tóskap er lítið, Gróa er eina spunakonan er nú búin að spynna handa öðrum þjónað

karla greiin Eg tek það aptur að ekkert sje betra að frjetta hjeðan. eg má ekki gleyma umdælu tíðinnni sem alltaf er hjer, lopt hitinn er eins og um hásum ar, sum kveldin er skafheiðrikur himin og þó snarþétt enda nota menn það við moldar verkin. Sóknarmenn eru að hækka upp kirkjugarðinn, með moldaríbuð það þykir svo slæmt að fá garðstæði fyrir stórgróði sem sje hjer mjög víða þegar farið sje að grafa, svo að prófastinum og þeim (sóknarm.) kom saman um að hafa það svona, af því að garðurinn er mjög útgrafinn Hjer eru því 3 menn nálega á hverjum degi í garðinum að akka mold í hann, sem Tekin er úr hól fast við garðin, það verða samt ákaflega mörg dagsverk við að hækka hann svona upp þó stutt sje að aka. þú elsku pabbi hefir haft allt of mikið fyrir spilabókinni og bið jeg þig að masa ekki meira fyrir útvegun á henni, með því líka að jeg heldað það sje ekki áríðandi þó jeg gjörði þetta fyrir stúlknaskepnuna

Jeg held að þettsje nú orðið nógu langt handa ykkur að lesa, til jóla, það er ekki svo læsilegt Guð gefi að þetta blað megi hitta ykkur glöð g heilbrigð og að þið megið lifa gleðileg jól

Jeg bið að heilsa kunningjunum, g sumtaf krökk unumog Anna biðja að heilsa ykkur Gróa ættlar að skrifa sjálf. Svo hveður ykkur með óskum bestu ykkar elskandi dóttir

Fía

Ossa og Jeg biðjum að heilsa Ínu

manninum með eldhúsverkunum Jeg læt okkur og krakkaruslið bíða og vita hvort Egill kemur ekki með pokann minn að norðan Ossa og Andrega brúka enn til spari sokkana sem þú elsku mama sendir af Ínu, þó þau hafi haft sokka nokkuð eptir því sem þau hafa þurft hefir tóskapurinn á þeim sokkum ekki líkst þínum tóskap. Ósköp held jeg að þið hafið náðu gaman af þessu rausi! en það er nú helzt ekki annað að (forþjena) hjá mjer eða sígt annað betra. það er sorglegt að frjetta frá Djúpalæk, nágrannabæ okka, Tvö börnin hjóanna þar liggja nú á líkbörunum þau dóu úr barnaveikinni, eitt eiga þau eptir sem varð mjög þungt haldið nú sagt í aptur bata. Tvo börn drógu snemma í vetur á Bakka næsta bæ við okkur á hinn bóginn, sem eflaust hafa haft barnaveikina líka, það varð mjög snöggt um þau. Kvenn maður í Miðfirði hjer í sókninni liggur þungt haldinn í taugaveikinni, þar dó maður fyrir 3mur árum, úr þeirri veiki, og síðan hefir hún verið þar af og til. Læknirinn var nú fyrir skemstu á ferð til þessara heimila og skriðaði hjer seðla um samgöngu bann, en því miður hef jeg litla von um að því verði hlýtt, fólk er hjer svo vantrúað á að menn geti spornað við útbreiðslu smittsamra sjúkdóma, og kyssir því hvert annað í ákafa eptir sem áður, hjer kysast karlar og konur, nema þeir hlýfa mjer af

Myndir:12