Nafn skrár:SofDan-1903-01-01
Dagsetning:A-1903-01-01
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

17/1'03. 17/4'03.

Skeggjastöðum 1. janúar 1903.

Hjartkæru foreldrar mínir!

Sökum þess að pósturinn var svona langt á eptir tímanum og veður teptur hjer í dag, hef jeg nú góðan tíma til þess að hripa ykkur fáar línur á meðan sumt af fólkinu skemtir sjer við dans og sumt við spil.- Ekki vorum við svo lánsöm að fá messu um þessar blessaðar hátíðar því tíðin hefir verið svo stór nú um tíma, reyndar var veðrið ekki svo slæmt í dag en í nótt kom talsverður lausa snjór sem nn hafa verið hræddir víð af kversti og fir hann verið dimmur. Bless a tíðin var lengi búin að , það snjóaði fyrst lítið eítt ngadag jóla. Við sáum nýgræð linginn sem við ljetum

rífa til að binda á jólatrjeð okkar við höfðum heilstórt trje sem allir glöddu sig við ekki síst börnin, sem dönsuðu í kringum það á meðan ljósin entust svo gáfum við eins og við erumm vön öllu fólkinu sitt lítil ræðið hverju svo sem handstúkur, skæri sápustykki, tvinna kefli vetlinga o.s.frv. Gróa fjekk mest vaðmáls buxur, hún gekk á undan í fyrra með að gefa mjer það sem verð var í (lítin blikketil og mjólkurkönnu) reyndar var það nú af því að hún þóttist vera búin að brjóta nokkuð fyrir mjer, slisin fylgjanú opt með dugnaðinum, Aðalbjörg fjekk silfur skúfhólk þær og Aðalb. sugju til G fir, kreimer hús og poka litinn brjefum sem með og Mesli

alla tíma af ykkar elsk. börnum

Nanna g Fíu

Anna sendir Ínu kveðju sína og innaní lagðar myndír

Eins og vanter fór mig að sifja þegar jeg tók pennan svo jeg veit ekkert hvað jeg skrifa og man ekki eptir neinu til að skrifa. Heilsan er viðunanleg lofs. g. og líðan í það heila Tekið, g það er nú eginlega aðalbrjefs efnið að láta ykkur vita það g svoaðþakka ykkur elsku brjefin ykkar. Jeg hugsa að sír Jóh. hafi valið vel, og jeg vona og óska að hún gjöri sjer fær um að láta ykkur líða vel Jeg bið ykkur skila blessunar óskum mínum til mága

Svo enda jeg línurnar með því að biðja himna föðurinn að farsæla ykkur þetta ný byrjaða ár, berið sír Jóh. Ínu. Jóhö. (etseTera) kæra kveðju mína og verið guði falin

Myndir:12