Nafn skrár:SofDan-1903-11-29
Dagsetning:A-1903-11-29
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

15/12'03 r 16/12'03.

Skeggjastöðum 29. nóvemb 1903

Hjartkæru foreldrar mínir!

Mig langar til að koma nokkrum línum á Egil í næsta mánuði til þess að láta ykkur vita hvernig okkur Skeggjastað búum liður Liðanin er heldur góð, heilsan í þolanlegu standi, og nóg að borða af blessuðu kjötinu sjerstaklega 4 tunnur kinda kjöt 5 hvalkjöt og nokkuð í íláti af hestakjöti sem við borðum í súpu Hætt er við að það verði ekki alveg eins mikill skurður næsta haust. Lítið er um mjólkina þó þrjár væru kýrnar minnribærar, ein þeirra var tvíkjefld og grófu frá henni hvíldarnar og komst í 3eða 4 merkur við

E.S. það er víst ekki til neins að biðja ykkur að út-

skiptum henni á kvígu sem átti að skera fyrir hey leysi hjer á næsta bæ, kvíg an á að vera af svo góðu kini og á að bera um sumar mál. Jeg hef vanalega 10 - 12 merkur úr fjósinu af mjólk og þykir mjer það lítið þegar á það er lítið að jeg er að ala upp ofur litla bú sem jeg hef skírt búbót. Bóndi á næsta bæ á af bragðs góða kú sem allir hafa sókst eptir að ala uppundan; nú af því enginn gat alið kálf bauðst okkur kálfur hennar og freist uðumst við til að taka boðinu með því líka að tvo fyrstu mán uðina er fólkið færra, það eru ekki nema 3 yngstu krakkarnir heima. 4 eru á Bakka næsta bæ, hjá umgangs kenna-

Lif vel ykkar sama Fía.

(þá kembir Sigurður) en á dagin höfum við prjónað og saum að ímislegt sem krakkana hefir vantað, svo þurfum við að þjóna þeim þó þau sjeu ekki heima.

Nú er böðunar kongurinn kossinn á Strondina, hönum var ekki vel fagnað, sumir þóttust heldur kjósa að skera niður en að láta baða þó held jeg nú aðallin hafi ráðið af að taka böðunina heldur, menn þóttust illa búnir undir svona langar inni stöður þar sem víða er ekki til nein tugga nema þessi hröktu kraptlausu hey Nú ekki meira af svo góðu. Fyrirgefð elsku foreldrar. Heilsið kærl. og meðtakið kærar kveðjur frá tengdasyni ykkar. Svo marg blessuð og guði falin af ykkar ávallt elskandi dóttur

Fíu

vega mjer vinnukonu Nú fer Gróa í húsmensku með kær-

araninn er þegar þeir tveir mánuðir eru liðnir tekur ekki betra við þá koma þessi kennarinn og 4 eða 6 krakkar þeim verri, með því lagi fá samt Bakka og Skeggjastað börn kennslu í 4 mánuði sem önn er fá ekki nema tvo, Annar hennar er norðar á ströndinni,

Mjer finnst nú eins og ofur lítill hvíldar tími meðan fólkið er ekki nema 13 á heim ili og þá má það ekki vera kvíldar tími. Jeg þyrfti að láta koma ein kverju í verk því smátt verður víst um vinnu þegar börnin koma VIð Anna höfum verið að spynna í vaf (í vefinn sem jeg gat um við þig elsku mama mín, að jeg væri búin með uppi stöðuna af). á kvöldin

-stanum að háleigu frá Skeggjast. Gr. biður að heils

Myndir:12