Nafn skrár:SofDan-1904-07-25
Dagsetning:A-1904-07-25
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

30/7'04.

Skeggjastöðum 25. júlí 1904.

Hjartkæru foreldrar mínir!

það er bágt að heyra hvað ykkur leið illa síðast er Holar komu að sunnan. Guð gefi að ykkur líði betur þegar þið fáið þessar línur í höndur.

Ef jeg ætti nú heiman gengt brygði jeg mjer niður til ykkar kæru foreldrar mínir en það er ekki svo vel því auk þess að jeg hef engann til að gegna mínum sama daglegustörfum hefir þetta óhræris hvef bæzt í bæinn og eykur það talsvert við mín verk. Enn þá hefir samt Jón minn ekki fengið þettað nú yfir standandi hvef, en hann hafði það nóg fyrir. Jeg hef verið

stoppuð af hvefinu og hefátt bágt með að skrifa fyrir hósta en það er ekki vant að vera lengi í mjer

Hjeðan fátt að frjetta Fyski afli mjög misjafn, Sumir hlaðaog seila sem það kallar meðan aðrir aðrar hafa slatta neðaníbáðlnum Meðal þeirra síðar nefndu eru okkar menn. Við höfum 4 kaupa menn stöðugt, þann 5. af og til, tveir af þeim eru 70 og 75 krona menn, 2 kaupa konur höfum við líka, önnur þeirra er frænka okkar pabbi minn hún er systir Messíönu sem var hjá Kristni á Söndum, heitir þóra þuríður

Heyskapurinn hefir gengið heldur stirt vegna ó þurka Fyrstu baggarnir voru bundn

inn á laugardaginn og svo nokkuð í dag

26 Hjer nam eg staðar í gær kveldi en nú liggja Hólar á höfninni er því tvísýnt að þetta brjef ná i þeim

Góður guð annist ykkur elsku foredrar mínir og gjöri langtum betur við ykkur en beðið getur ykkar heitt elskandi dóttir

Fía

Myndir:12