Nafn skrár:SofDan-1904-09-18
Dagsetning:A-1904-09-18
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

9/10'04.r 9/2'05

Skeggjastöðum 18 septemb. 1904

Hjartkæru foreldrar mínir!

þó litið sje um tíma má jeg til að hripa nokkrar línur itl ykkar til þess að láta ykkur vita að okkur líður (J. nl.) bæri lega.

það er bágt að frjetta að heiman frá ykkur, hvað mikið þið hafið af heilsubresti að segja. það hefir verið mikið um þessa óhræsis lungna bólgu; jeg vona að guð gefi að sír Jóhann hafi getað yfirunnið hana. Vel máttu fátæklingarnir sakna frú Túlimíusar og jeg samhryggjast blessuðum karlinum, mjer fynst hann hafa mist mikið, Hvernig berst hann af? Rakel fær líklega ekki að sleppa. Jeg sá Ásgrím fyrir

Tengda sonur biður hjartanl. að heilsa

þrem vikum síðan, þá reið jeg til Vopnafjarðar með manni mínum, sem messaði þá á Hofi og tók sír Rjurð til altaris. mig hefir alltaf langað til að sjá æsku stöðvar hans, og nú loksin varð þá af því, en túninn var svo naumur að jeg gat ekki skoð að mig einsvel um og jeg vildi VIð komum þangað á laugardagskveðld í mirkri, bæði fyrir það að við tókum á okkur krók útá kaupstaðinn og svo af því mið komumst ekki nógu snema á stað að heiman. það voru 5 nætur gestir hjá okkur nóttina fyrir, Jóhannsen verzlunarstjóri á Vopnafirði tveir synir hanns, búðarpiltur hans og pósturinn sem allir urðu samferða og drengirnir heldur til tafar.

verið sjálf guði falin af ykkar elskandi dótti Fíu

í þeirri von að eitthvað bætistúr fiski leysinu Gömlu mennirnir fara nú með Hólar. þessir nýju eru ráðnir uppá 50. kr um mánuðinn. Jeg man ekki hvort jeg hef getið um 8. barnið okkar nl. 8, barn Sigurðar sem Gróa er nú hing að kominn með, sem kaupakona þessa tvo mánuði Sept. og okt. svo má hhamingjan vita hvort hún verður lengur Jeg á von á stúlku af Eyjafirði, bregð ist hún verð jeg fegin að hafa hana fyrir vetrar stúlku eða árstúlku. Annars er jeg orðin hálf leið á stórulund hennar, Hún fer nl. ekki suður með kærasta sínum fyr en hún fær vissu fyrir því að þau fái að giptast, það er spámanna að sú vissa fáist alldrei. Segir hún að það verði þa í síðast sinni sem hún bindi sig við karlmann!!

Fyrirg. elsku foreldrar þetta leiðinlega brjef Skilað kærri kveðj

Næsta sunnudag hefir sír Sigurður lofað okkur að messa hjer

Síðastliðinn sunnudag skipti um tíðina hjer. síðan hafa verið vindar og þurkar á hey, en fiskur hefir ekki þornað, það hefir verið svo mikill kuldi í veðrinu um hádaginn þetta 5-6 og 7 gráð ur þar til í gær og í dag eru 19 gr. og hefir annareins dagur ei komið síðan í vor, við vorum farin að halda að við mættum liggja með þennan litla fisk 12 skippund er fiskað á að hann sje eptir sumarið. það hefir ei gefið á sjó síðast liðna viku vegna vinda og svo var hvergi afli síðast þó róði var. Samt voru ráðnir 3 nýir menn til þess að halda út til sjáfar þennan síðast mánuð

til tendabr. og hvoru tveggja systranna nl. frú G. og Astu og Inu og Möngu

Myndir:12