Nafn skrár:SofDan-1905-04-30
Dagsetning:A-1905-04-30
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

19/5'05. 10/7 05.

Skeggjastöðum 30. apríl 1905.

Hjartkæru foreldrar mínir!

Jeg varð of sein að koma brjefi á Hólar af því það þurfti að senda það á þórshöfn eða Vopnafjörð. Ættla nú samt að skrafa við ykkur nokkra stund þar til jeg fer að skamta það er búið að lesa húslestur og jeg síðan að skenkja öllum kaffi. það er nú aðeins þrír dagar sem jeg á eptir að skenkja og skamta þessum blessuðum barna hóp, jeg tel tímana þar til Prófið á að vera næsta miðvikudag, til þess eiga öll útarsveita börn in líka að koma, þó þau hafi ekki verið á þessum skóla Prófastur lagði svo fyrir við visitatein í sumar sem leið

að öll börn frá 10-14 ára kæmu til vorprófsins. það er búist við að prófið komist ef til vil ekki af á dag og þá veit jeg ekki hvernig jeg fer með rúm fyrir alla, þar sem 9 að komandi er fyrir

10. maí lengra komst jeg ekki fyrra sunnudag, en nú þarf jeg að herða mig því Vesta sem á að koma hjer inn til þess að taka fisk hjá Halldóri í dag eða morgun, á að færa ykkur snefilinn. Prófið er afstaðið og komu alldrei nema tvö börn af útsveitinni, mjer þótti það alveg nóg að hafa 18 krökkum að skamta þann daginn, svo varð jeg að sjöra ofur lítinn daga mun inni við borðið, því kaupmaðurinn var annar prófdom arinn, hann er alltaf í tölu okk-

vissi jeg ekki fyr. Jeg sendi þeim tvo rófnaa poka til Eski fjarðar í haust, þeir hafa víst farið í slangur. Jeg vildi að Jónína dóttir þeirra hefði hirt þá. Jeg gerði þetta að gamni mín af því jeg hef allt af legið uppá þeim þegar jeg hef komið á Eskifjörð, þó það væri svo sem engin börgun á þessum róf.

14. Maí Í þriðja skipti tek jeg til við þennan miða. það var timbur skip til Halldórs sem kom þ. 12 svo þið sjáið að jeg er ekki vel heima í áættlun strandskip anna. Í gær kom brjef frá Snæbyrni sem segir að Skeggjastaða presturinn hafi hlotið lögmæta kosningu, hann fjekk 42 atkv. sír Árni 12 sír Jón á Stafaf. 1. Ekki er neitt afráðið hvort við flytjum á þessu vori eða bíðum þess næsta það er ekki

ar beztu gesta

Jón minn hefir verið mjög lasinn síðan á sunnudag, jeg vona samt að það sje ekki nema þetta gamla hvef sem ætíð fer svo illa með hann, hann hefir samt klæðst alla dagana Jeg er alltaf hrædd við þessi köst hanns, mjer finn þau hegða sjer svo líkt og á þessu berklaveikis fólki, með því að á milli þessara kasta er hann helst alldrei hita frí eða mat listugur. Jeg má ekki gleyma elsku mamma mín að þakka þjer blessað brjefið þitt síðast með Hólum ritað 11. apríl. Jeg fjekk líka fyrr í vetur brjef frá þjer sem kom með góðum skilum en þú hafðir gleymt að dagsetja það. Í því brjefi segir þú mjer að Möller hjónin sjeu komin til Akureyrar það

svo gott að hlaupa frá jörðinni (Skeggjast) ef enginn fæst á búandinn og egia svo að skila henni í standi að vori t.d. tún., með á burði. Sjera Jón á Sauða nesi sem hefir lofast til að þjóna Skeggjast. brauðins ef til kæmi er skepnulaus maður, og treystir sjer ekki til að taka jörðina hann vill helst koma sjer fyrir sem kostgangari. Hann er vist mjög fátækur aumingja maðurinn og getur víst lítið keypt af þvíð sem við eigum hjer á jörðinni og sem liggja talsverðir peningar í en verður að engu ef rífa á. T.d. Timburhúsið, skemma sem er þyljuð í hálf og gólf með kjallara undir og skilrúmi uppi á loptinu

og einn niðri hún er á móta og litla tymburhúsið sem fór í flóðið, g svo fjárborg fyrir 200 fjár g svo eitthvað fleira. Maður fæst nú ekki um það ef ekki er eins fyrír norðan að þar þurfi að kaupa svo og svo mikið. það var líka bygg ur skúr víð endann á tymbur húsinu í fyrra vor, sem ekki er staðarhús, Jeg held að það sje nú bezt að hætta þessu rugli. Jeg legg hjer innaní stórt skjal frá Oddnýu, sem hún krítaði uppá rúminu hálftíma, það á að ganga til Jakobínu

Skilið kveðju til kunningjanna og verið beztu óskum kvödd af ykkar ætíð elskandi dóttur

Fíu.

kær kveðja frá manni mínum

ykkar sama

Fía

Myndir:1234