Nafn skrár:SofDan-1905-05-30
Dagsetning:A-1905-05-30
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

5/6'05 6/10'05.

Skeggjastöðum 30. maí 1905.

Hjartkæru foreldrar mínir!

þótt Hólar færðu mjer ekkert skeyti frá ykkur, verður hann að fara með nokkrar línur frá mjer til ykkar, sem eiga að fræða ykkur um líðan okkar hjer. það er þá fyrst að geta um heilsuna. Jón minn er nokkuð betri, en langt frá að vera vel frískur, hann treysti sjer ekki norður með Hólar um daginn til að fá af gjört hvort við flyttum í sumar, eða ekki, hann skrifaði þvi bara Snæ byrni, en hann fjekkst ekki til að svara fyr en maður minn kæmi sjálfur, hann reynir því að fara strags eptir ferming

una sem á að fram fara nú á uppstigningardag. Jeg hef mikið að stafa í dag og á morgun til d. að straua tvo hvíta kirtla í dag auk annars strautaus undirbúa einhvern til halds mat handa heima fólkinu í til efni af fermingu heimabarnanna, auk vana legs fermingar til halds með brauð bakningar handa messufólki það er nú farið að verða miklu rólegra heima í bænum á daginn, síðan allt fólkið fór að vera úti, það var smalað og rúið í gær, það er búið með túnið fyrir nokkru, en svo standa garðarnir yfir sem ekki hefir verið hægt að hugsa um að sá í fyrir frosti í jörðinni það er munur hjer eða á suðurlandi

getað skotist til ykkar fyrí vor ef við þá strags hefðum geta af ráðið að sitja hjer kyr þetta árið. Hjónin á Hólmum hefðu þá fengið að vita af því að þið eruð hjá þeim ef þau hefðu þurft að sitja undir öllum krökkunum ykkar, Alldrei er hugsan legt fyrir mig að sam mælast við bræður minar, því eitt hlýtur að koma þó annað fer.

Nú eru Hólar komnir og líklega að jg missi af þeim. Heilsið hjartanl. öllum heilogum og verið guði falin alla tíma af ykkar elskandi dóttr

Fíu.

Bóndi minn biður sjálfsagt að heilsa, þó hann sje ekki vaknaður

yknar sama Fía.

þar var búið að koma niður í garða þegar Hólar fóru að sunnan. Búfræðingurinn, var hjer eins og hann er vanur á vorin, en varð að fara heim til sín, þegar hann var búinn að skera ofan af af þýði stóru þúfurnar voru ekki orðnar þýðar. Jeg gat náð í sauma konu einn viku tíma, og er hún nú að enda við fermmingarföt Geira.

Halldór skrifar mjer að þeir bræðurnir sjeu búnir að sammælast til að heimsækja ykkur, þó leggur hann eforð á að hann fái tíma til þess frá embætti sínu. það er nú ekki frítt um að jeg öfundi þá, en það stoðar ekki, því nú er ekki til lit fyrir mig að koma heim. Jeg hefði kanski

Myndir:12