Nafn skrár:SofDan-1905-06-26
Dagsetning:A-1905-06-26
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

3/7'05. 6/10'05.

Skeggjastöðum 26. júní 1905

Hjartkæru foreldrar mínir!

Beztu þökk fyrir brjefið þitt elsku mamma mín, sem þú skrifar 13. þ.m.- Aðeins örfáar línur verð jeg að senda ykkur til þess að lata ykkur vita um liðan okkar og að við erum hjer enn veitinga brjefið er lika ó komið og þegar maður vill helzt ekki þurfa hreifa sig í ár flýtir maður sjer ekki til þess fyr en það kemur. Við höfum samt heyrt að söfnuðurinn sje óánægður yfir því að fá ekki þann rjetta prest strags, og ef söfn uðurinn lætur það uppskátt veit jg ekki hvað við gjörum við víkjandi flutningi í ár

ekki er nú gott að byrja með því að styggja hann.

Lítill varð friðurinn við brjefa skriptir í gær. það var messað og börn boðuð til bólu setningar eptir messu svo það var komið hveld þegar búinn var mið dags matur fyrir mína 22 heim amenn og þrjáfimm gesti að auk. Á laugardaginn voru hreppaskilin og safnaðarfundur sem ekki gat komist á fyrra sunnudag þeir voru við þá fundargjörð allan dagin, svo jeg varð að skenkja þeim tvisvar kaffi, og rjett þegar þeir voru að fara kom Hansen (jeg man ekki hvaða titil hann hefir) sá sem er að kynna sjer leiðina hvar ritsímið á að liggja hann fór svo kl. 11 í gærmorgun.

Rjett í þessari svipan kom brjef frá Snæbyrni sem til kynnir frá prófasti að úttektin egi fram að fara á morgun svo hann verður að leggja af stað í kveld. þegar hann fór norður fyrir þ. 5 þ.m. kom prófastur ekki svo sú ferð varð ekki til annars en að hann hefir verið svo vesæll að hann hefir rjett fylgt fötum, nú ögn betri en engan vegin góðar Ja þá er nú ekki tími til að skrifa meira.

Jeg bið kærlega að heilsa jg þarf ekki að telja upp hverjan Guð annist ykkur alla tíma elsku foreldrar minir þess bíður af hjarta ykkar elsk. dóttir Fía

Myndir:12