Nafn skrár:SofDan-1905-08-23
Dagsetning:A-1905-08-23
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

30/8'05 r 6/10 05

Sk. st. 23. ágúst 1905.

Hjartkæru foreldrar mínir!

Nokkrar línur ættla jeg að hripa til þess að láta ykkur vita hvernig okkur liður, sem sje heldur bærilega, heilsa mans míns ekki uppá það lakasta, þó slök það kom nú loksins með síðasta landpósti hing að þetta sæla veitinga brjef, og eptir það bótaði Jón minn til messu á Sauðanesi síðast liðinn sunnudag. Jeg fór með honum, og hafði ánægju af turnum, þó veður væri hreint ekki gott Kuldastormur á móti á laugardaginn regn á sunnudaginn, suldra og þoka á mánudaginn þá fórum við heim. Söfnuðurinn tók okkur vel og einveginn þeir sem voru fyrir kosningum sír Árna buðu okkur vel komin, svo sem Sæmundur á Heiði og Vilhjálmur á Brekku. fr. Ásta þekkir það Mjer leizt vel á húsið að öðru leiti en því að jeg held það allt of smávaxið fyrir margt fólk. því er spáð að það muni ekki verða endinga gott, líklega ekk frítt við fúa sumstaðar

Mig undrar að jeg hef ekki fengið brjef að heiman með tveimur síðustu Hólar ferðum og hef sett það í sam band við mislingana sem Austri getur um að sjeu á Hólum og Sómastöðum, en nú með landpósti

fjekk jeg brjef frá Kristni br. sem hefir kom ið með skipi á Vopna fjörð og gat ekki um kvöld hjá ykkur Aðal efni brjefsins var að segja mjer frá heim för hans til ykkar kæru foreldrar. það hefði verið ánægjulegt að vera komin í hópinn, en slíkt gat ekki látið sig gjöra, þar sem þeir komu úr suður átt en jg hefði komið úr norðri. eitt hlaut að koma þá annað fór. það var betra en ekkert fyrir ykkur að fá að sjá Halldór og Gunnu þó stutt væri koman. það fór þó alldrei svo að þú fengir ekki að sá tengda dæturnar elsku mamma mín, þær hafa líka lengi langað til þess að sjá þig einkum Ídu. þessar línur geta nú ekki orðið fleiri í þetta skipti. Bóndi minn er á förum útí Hólar. Allt fólkið komið á engjar það gengur stirt með heyskapinn, ekki komin inn öll taðan, og enginn út heija baggi, vonandi að gangi skár hjá ykkur Berið beztu kveðjur hjónunum, Ástu og litlu systrunum. Svo hveð jg ykkur með hjartans beztu óskum á árinu sem þú byrjaðir í þess um mánuði elsku pabbi minn, já! Guð veri ykkar skjól og skjöldur í lífi og dauða

ykkar elsk dóttir

Fía.

Myndir:12