Nafn skrár:SofDan-1906-02-13
Dagsetning:A-1906-02-13
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

Skeggjast. 13. febrúar 1906.

Hjartkæru foreldrar mínir,

Jeg veit að þið fyrirgefið mjer þó jeg skrifi ekki langt í þetta skipti. Aðeins vil jeg láta ykkur vita að okkur hjónunum líður bærilega hvað heilsuna snertir. Við erum ekki enn búin að fá vesöldin sem er hjer á bæ og viðar. Fólkið kast ast niður með hitasótt og tak sting, liggur í einn og tvo dag

og er talsvert lengi að ná sjer aptur. Hjeðan er lítið annað að segja, heima læknirinn okkar var á ferðinni hann var sóktur til Snæbjarna á þórshöfn sem hafði meitt sig á fæti í haust og ekki viljað gróa síðan, Fóturinn var skorinn upp og tekin út bein flýs, og nú liggur hann og á að verða góður eptir lítinn tíma. Á leiðinni til baka varð læknirinn

að þau fóru heim í tuglsljósi og bezta veðri.

Jeg vildi að þessar línur mættu sækja vel að ykkur elsku foreldrar mínir og að ykkur mætti ætíð líða betur en beðið getur ykkar elskandi dóttir

Fía

E.S.

Vinur minn biður kærl. að heilsa ykkur og sumt af krökkunum Tíminn leyfir ekki meir ykkar sama

Fía.

hjer hríðteptur í tvo daga seini daginn reið Jón min með honum útí Höfn það birti upp seinni part dagsins en þá var of seint að leggja á heiðina. Fyrra laugardag kom Halldór í Höfn ásamt tveimur búðarmönnum sínum ráðs kon unni sinni og Stefáni Runólfs syni (syni Runólfs sem Jóhannes sál dó hjá) þau voru svo við mess u á sunnudagin og spiluðu til klukkan eitt um nóttina

Myndir:12