Nafn skrár:SofDan-1888-12-28
Dagsetning:A-1888-12-28
Ritunarstaður (bær):Söndum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):V-Ís. ?
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

18/3 89.

Söndum 28. desember 1888

Elskulegi pabbi og mamma mín!

Jeg man ekki hvort eg hef óskað ykkur gleðilegs nýárs, en hvort sem er, og þó þið ekki fáið þá nýár ósk sem nú er framborin fyr en undir var, þá óska jeg ykkur nú hjer með allrar sannrar gleði á komanda ári, og þakka fyrir gamla árið, þó það sje nú með minsta máli í ár, sem jeg hef af ykkur að segja. alltjend mynnist og sé blessaðra brjefanna og sendinganna að heiman og er það ei neðst á blaði hjá mjer, því það er það sem jeg var mest alt að til síðan að jeg fór að heiman, að sjá þytta

undir postinn, enda þótt það hafi verið misjafnar frjettir sem hann hefir fært mjer, einkum í seinni tíð.

þá eru nú blessuð jólin liðin, og liðu burt alveg messu laus hjer hjá okkur á Söndum, veðrið var svo óblytt hjer við okkur að það leyfði ei fólki að komast til kirkjunnar, og urðum við að reyna að gjör allt svo hátíðlegt sem hestur vará fyrir okkur heima fólkið, og var það gjört á þann hátt að presturinn las yfir okkur góða lestra og allir sungu einum rómi jóla sálmina, prests konan ljet ekki sitt eptir liggja meðað tragtera svo sem hver vildi hafa, af hátíðlegum rjettum svo sem steikum, buffi, rabbarbaragraut og þesskonar, og svo gáfu þau öllum jólagjafir, sinn lítinn hlutinn hverjum nema mjer stóra og marga, þau gáfu mjer skrif möppu, gull kafsel, og

VIð urðum nú reyndar fegin í aðra röndina að meira komst hjer ekki á um jólin því Kristinn hefir ekki verið góður af tann pínu um tíma og því ekki gott fyrir hann að standa úti í kulda og tala,

2. janúar Allt er við það sama og þá jeg byrjaði þetta brjef, nema Daníel náði í það og bögglaði því fyrir mjer, hann hefír víst viljað láta afa sinn og ömmu frá ein kver skeyti frá sjer, alltjend fingra förin á meðan að hann kann ekki að skrifa sjálfur. Við höfum stundum óskað að hann væri herfum í kjöltuna á henni ömmu, svo þau gætu sjeð hann. Frú Friðsriks son segist nú vera búin að sjá öll sín barna börn nema Daníel og segir að Ída eigi að koma með hann í sumar, hvort sem það getur nú látið sig gjöra eða ekki, þau senda henni þá líklega fargjald, þín þau vita að efni þeirra eru ekki svo, að þau leyfi margar listúra, annars væri Kr víst búinn að koma heim fyrir nokrku.

Nú er blaðið búið og kveð jeg ykkur því kæru foreldrar með mínum beztu óskum, það mæli ykkar elskandi dóttir Sofía.

þrjár milli treyjur úr hvítu piki, og svo pappír og umslög ásamt möppunni. Jeg ættlaði að gefa þeim var utanum dún inn frá ykkur, því jeg hef vitað að þau hafa langað til að koma sjer henni upp, en ekki átt hægt með að fá sjer verin, jeg pantaði það því frá Reykjavík en gat ekki verið búin að fá það, því brjefin hafa vafalaust ekki náð í póstinn á Ísafirði, eins og þið sjáfsagt hafið orðið vör að því þið hafið efálaust ekkert brjef feng ið með þeirri ferð heldur, og keypti Krið inn þó mans gagn gjört með þau á Ísaf en mann tekið hefir stungið þeim fjórum krónunum í vasa sinn, án þess að hugsa um að brjefin kæmust á hentugri tið Svona gegnur það að koma brjefunum hjer. þessi maður var staddur á þingeyri, úr Onundarfirði, og því kostaði það er nema 4 annars 6 kr. þegar senter hjeðan úr Dýrafirðin

Myndir:12