Nafn skrár:SofDan-1889-02-23
Dagsetning:A-1889-02-23
Ritunarstaður (bær):Söndum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):V-Ís. ?
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

8/5 89.1 14/5

Söndum 23 febrúar 1889

Elskulegi pabbi og mamma mín!

Guð gefi að þessar línur megi hitta ykkur glöð- og heilbrigð Mjer þótti slæmt að heyra að ólukk ólukku tannpínan skyldi fara að heim sækja þig elsku pabbi minn, Jeg vonast eptir að það hafi ekki verið og verði ekki nema ein stutt "visit" sem hún gjörir til þín Jeg veit egin lega ekki hvað jeg á að skrifa ykkur, hjer er allt svo tíðinda lítið. Við Ída fórum með Kristni niður á þingeyri þann 11. þessa

mánaðar Hann fór til að húsvitja þá það yrði nú litið af því í það skiptið því hann var strags tekin fastur til að spila lamber um hveldið. Við vorum náttulega boðin óll að vera um nóttina, við semekki spiluðum lombr. spiluð um hálf Tólu með nuðum sem iaetovinn færði okkur í stórum poka Fröken Svestrup kunni ekki vist svo við urðum að spila halftólf þessi fr. S. er dönsk dama sem Wendil hefir tekið fyrir barna kennara í tvö ár. það var svo haft heil mikið kveld matur dildi fyrir okkur, og svo dagin eptir var fæðingardagur elstu

Jeg vík nú að þingeyrar túrnum apt ur við fórum á sleða hálfa leiðina Kristinn K reið og dróg sleðan, og þótti Ídu það góð skemtan, hún hafði alldrei fyr komið á sleða.

Jeg er nú hreint að sofna eins og þið getið víst sjeð á þessum miða áður verð eg þá að minnast eitt hvað á Daníel littla. Hann heldur áfram viðstöðu laust að vasta og vitkast nú er hann búinn að fá fjórar tennur og segir pabbi og mamma og afi sumir segja reyndar að hann viti ekki hvað hann meini með því, amma hefir hann einn ekki sagt. Fyrirgefið nú kæru foreldrar þennan pum miða, síðan bið eg góðan guð að gefa ykkur góða nótt og allar ólifaðar æfi stunda það mæli ykkar elskandi dóttirSofia

dóttur Wendils og vorum við boðin aptur til miðdags upp á ulpu og steik og Cocolaði búðing. Jeg get raunar ekki sagt að jeg skemti mjer nema rjett á meðan jeg var að jeta og drekka sem var ekki svo skjaldan því við vorum alltaf að því að borða og drekka eitt hvað gott. þið megið nú búast við því að það verði ekki neitt gott að fæða mig þegar jeg kem heim því jeg er orðin svo fjarska lega kræsin, en jeg skal lofa ykkur því að jeg skal krydda fyrir ykkur alls lags rjetti og góðgæti, bara að þið pasið að hafa til nóg af kruðurinu í forða búrnu þegar þarað kemur

Myndir:12