Nafn skrár:SofDan-18XX-XX-XX
Dagsetning:A-18XX-XX-XX
Ritunarstaður (bær):
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

Rjett í þessu kom inn til mín brjálaður maður sem er nú orðinn hjer heimilismaður, hann hefir verið hafður í verki í allt sumar, hann var vinnumaður á Rabba sem er hjer næsti bær, Nú afsagði bóndi að hafa hann lengur, virkið var í hlöðu sem nú var fyllt með hey, þar þótti heldur 2 ekki forsvar unlegt að hafa hann þegar kóln aði Hjérvar smíðað virki í fjárinu, en hann hefir ekki komið í það enn þenna 1/2 mánuð sem hanner búinn að vera, það áttí að vita hvort honum batnaði ekki heldur ef hann væri hafdur laus, hann er það líka. Talsvert betri getur sofið nokkuð á nóttunni þegar

hann þreytist á daginn, hann dansar stundum þangað til svitinn rennur af honum, það er vert hrifsið í honum það þarf að læsa allt niður og hverju herbergi sem gengið er úr; hann er nú orðið- mjög svipaður Tótu þegar hún var á Holur það fylgir þessi góða oddvita standi að sitja uppi með það sem enginn vill hafa, það var haldinn fundur hanns vegna og luku allir upp sama munni með það að engínn gæti haft hann Hann héfir míklin ótta af virkínu og sefast ætið ef hon um er hótað að setja hann í það

Loksins kemst nú

skorpur

Stúlkurnar Stína og gróa biðja að heilsa ykkur. Stína vill allt annað en fara burt með krakkana, en jg er alveg að uppgefasT und ir þessari krakka kássu Ossa og jeg biðja að heilsa Ýnu og við hjónin, sír St. og frú svo tgveðjum við ykkur sjálf hinum bezta farsældar óskum alla tíma ykkar els kandi börn

Nonni og Fía

Hamingjan hjálpi ykkur þegar þið egið að fara að komast fram úr þess hrafnasparki sem jeg get ekki lesíð sjálf. Allt hjálpast að, penninn vondur, sjónin sljóf og svefninn ættlar alveg að yfir vinna mig

ykkar sana!

Fía

Kristinn bróðir frá löndum að hverju sem honum verða skipti hann fjekk yfir 100 at kvæði við kosning una; um 30 sá sem fleiri fjekk, jeg man ekki hver þeirra sír Ólafur eða Einar Jeg enda nú á því sem jeg átti að byrja nl. að þakka þjer elsku pabbi minn fyrir brjefið þitt, sem jeg gjöri hjer með hjartanlegi það gladdi mig að sjá og heyra að þú værs t kom inn á fætur aptur, en þú elsku mamma mín hvað þú átt bágt að vera svona lasin Jg er að hugsa um að skrifa konu sér Jóhanns og biðja hana sjálfs hugsa um matinn þinn, það dugar ekki að bjóða þjer sama mat og heilbrigðum eða glerharðar sígli brauðs

Myndir:1234