Nafn skrár:SteSal-1870-01-12
Dagsetning:A-1870-01-12
Ritunarstaður (bær):Skjaldarvík
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3527 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Salómonsen
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Skjaldarvík, dag 12 Janúari 1870

Elskada góda frændsystir!

fyrst af öllu eíga línur þessar ad færa þjer mitt innilegt þakklæti fyrir allt gott mjer og mínum í tje látid, og fyrir sendínguna í fyrra vor sem jeg fjekk med gódum skilum, þad hefur dreig =ist of leíngi fyrir mjer ad pára þjer línu ef þjer hefdi verid nokkur þagd í því; atti mjer ad vera kjært ad senda þjer mida, og jeg vona ad þú þekkir mig svo ad þú hugsir ekki ad þessi dráttur á því hafi komid af tilfinningarleisi fyrir kríngumstædum þínum heldur er það orsökinn ad jeg fann mig aldrei færa um og finn mig ekki enn ad tala vid þig med pennanum eínsvo jeg vildi, Gud veit best hvad innilega hlutdeild, jeg tek í þínum kríngumstædum, enn ad hafa þar um mörg ord er ekki til annars enn íta þad sárid sem ennþá blædir, jeg er búinn ad heyra hvad þid hjóninn hafid verid þolinnmod og stillt í ykkar sáru reínslu, eínsvo vid var ad búast af ykkur; og jeg veit mín elskulega ad hugur þinn hvilir ekki vid gröf og dauda, enn heldur vid vonina um sæla samfundi í betra heymi, þettad er eína hugguninn fyrir okkur sem sjá verdum á bak hjartkjærum ástvinum enn vid fáum ekki vid því gjört ad okkur finst ánægt svo lángt og þúngt ad lifa þegar þeír eru horfnir oss ad synilegum návistum sem ofar 0n0ind

svo heytt, enn til hvers er jeg ad þessu; jeg gjet ekki nema med skjálfandi hendi komid neinu ordi á pappirinn. Gud minn godur gefi ad þettad nýbirjada árid meygi verda þjer og þínum, gledilegra enn þad rettlidna var ja svo gledilegt sem audid er eptir því sem hin sára enndur minning hins lidna gjörir það mögulegt. jeg er ad þrjueptir enn gjet þó ekki feíngid ad vita med vissu hvernig líður. hjá þjer í vetur, mig lángar til ef Guð lánar mjer líf og heilsu ad sjá þig eínhvötina í vetur og þá gjet jeg talad meira vid þig enn með pennanum sem ætíd ferst mjer svo illa. jeg gjet ekki annað sagt enn ad mjer og mínum lídi bærilega l s G, jeg veit ad þú ert búinn að heyra ad Jacob brodir minn kom i sumar með konu sínar hann hafdi mikla laungunn eptir ad rída frameptir frá Kaupstaðnum enn vegna þessa ad heymili þitt var þá ad0ður bædi sorgar og sjukdóms fór hann ekki hann var svo hræddur um ad hann kinni ad hitta svo á ad sá sem þá leid kinni ad verda nýskilinn vid, hann bad mig ad færa þjer og öllum þínum hjartkjæra kvedju sína, ekki gjet jeg sagt þjer hvernig breíting ef til vill kann ad verda í vor. þó vid lifum sem Guð eírn veit jeg fer ekki ad hvíla neínn fyrenn jeg sje að jeg lifi það og ekki heldur þá því jeg vona ad sá

sanni fadirinn sem hingað til hefur alid önn fyrir mjer og mínum munu gjöra það fram veigis, ef jeg finn þig í vetur gjet jeg kannskje sagt þjer eitthvað greinilegra hvað helst verdur, ef þá verdur komið brjef frá Jacob, mjer finst ad jeg í þetta sinn ekki vera upplögd til ad skrifa neitt sem fréttir heyta, þó verd jeg ad seígja þjer ad Hildur eignadist stúlku barn 7 þ m hún er enþá óskírd hjer innan í bladid læt jeg íngstu brjefinn sem jeg á frá Madömu Sigrídi ef þú kinnir ad hafa gamann af ad lesa þaug, og atla jeg ad bidja þig ad geyma þaug hjá þjér þartil G l f okkur ad finnast, Bína fjekk brjef med sídustu postfeð þann 26 August eígnadist Madama S stulku sem af sæng lagdist hún í taugaveikinni og lá í mánuð Hálfdán litlu hafdi legid í 3 vikur, og vinnukonann þeírra í 10 vikur, nú er mál ad hætta þessu klori sem jeg margsinnum vil bidja þig ad fyrirgefa heilsadu hjartannlega manni þínum og börnum frá mjer og mínum, enn þig kyssi jeg í anda bidjandi Gud ad hugga þig og gledja

þín skuldbundin elskandi frændsystir

Stephanía

Myndir:12