Nafn skrár:SteSig-1864-04-14
Dagsetning:A-1864-04-14
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn. ?
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 9 Mai 64 Breiðabólstað 14 April 1864

Elskuleigi Föðurbróðir!

Hjartans þakklæti á brjef þetta að færa yður fyrir yðar góða brjef, og umsjónina á norðanbrjefum mínum Af brjefi því er systir mín nú skrifar yður, sjáið þjer að mestuleiti kríngumstæður mínar og vandræði Jeg fyrirverð mig mikið, ad gera yður ómak og áhiggu þá er jeg að likindum abla Yður með bón minni en það fyrsta og helsta er drífur mig til þessa, er að jeg hjer í þessari útlegð minni þarfnast nú mjög vina og ráðgjafa, og meira en jeg hafði hugsað að ráðlegga mjer hvað jeg nú á að gera einsog ástaðt er fyrir mjer, Þegar jeg í sumar fyrir orð systir á Hildi ljet tilleiðast að fara híngað hafði jeg ætlað mjer norður þángað aptur, sem jeg var, en nú með pósti fjekk jeg brjef þaðan, og hafa kríngumstæður húsbónda míns breitst svo að jeg ekki get farið

þángað þetta ár, en alstaðar annarstaðar fyrir norðan er nú ofseint að hugsa um, að legga upp aðra einsleið einsog norður, útibláin synist mjer nokkuð ísjárverdt Hjer hefur mjer liðið vel í vetur, en hvorki jeg eða aðrir hafa talað um leingri tíma Jeg fyrir mittleiti gerði mig ánægða með að vera kjur, ef jeg ætti kostá því og ef jeg ekki findi, að jeg ekki er husbændum mínum eins þjenanleg einsog jeg vildi vira, þau þurfa í eingan máta meir en tværstúlkur, og er önnur þeirra sjálfsogð nb: sonardóttir hanns, sem er nú 000um ynni við, og vil jeg í aungvann máta að hún víki eða hafi lakari vinnu, eða atlæti, fyrir mína skuld en svo hina vilja þau hafa, til frammiverka og í drösld, og gjarnan í kaupavinnu á sumrum, og getið þjer af þessu sjeð, að þau ekki geta haft hag af að halda mig, í stað þerrar stúlku sem bæði kann að slá og raka, en n um mig má víst seigja að seint sje að kenna gömlum hundi að sitja, en jeg tek mjer mikið nærri, ef jeg þarf að vera Sira Sigurði til þínsla, eða óhags til leingdar

þetta alt knír mig til að leita ráða yðar, og ef unt væri hjálpar, mjer datt í hug af því húsbmóðir yðar er á þeim aldri sem hún er, að jeg kinni að geta þjenað henni til snúninga, ef jeg bæri heppni til að hún þirfti þess með, Af meðfylgjandi skjali getið þjer sjeð að smá útgifir mínar get jeg sjálf sjeð um, og fyrir þetta næsta ár meðan jeg betur hugsa mig um held jeg að jeg vildi gera mig á nægða ef jeg gæti unnið fyrir mat mínum, í góðum stað, og garnan borga með mjer dálítið ef mín ekki þirfti svo við að jeg kæmist hjá því, Þetta alt ætla jeg nú að biðja yður svo vel gera, og yfirvega og virða mjer til vorkunar þó bæði sje fávíslega hugsað, og meðtalað, sem fyrst lofa mjer að heira meiníngu yðar í þessufalli, og fer svo að hætta og biðja yður að heilsa húsbændum yðar og fyrirgifið svo þetta alt yðar elskandi bróðurdóttur

St Siggeirsdóttir

000ök 0i0 er við seigum Yður til þess ei jeg ekki fer norður get jeg ekki sagt yður greinilega fyr en ef jeg sje yður þaði brjefum er ekki trúandi yðar StS

Eptirrit

!"Jeg undir skrifuð Björg Guttormsdóttir nú " til heimilis að Húsavik lofa fra með að géfa " frændstúlku minni Júmfrú Stefaniu Siggeirs " dóttir 1000 " er eitt þúsund rikisdali, svoleiðis, " að hún meðan eg lifi megi leita til min um 500r " er fimhundruð rikisdali, en hinn helming Rds hún eptir mig látna, en skyldi eg mó0 utan lifa hana þa fellur alveg bli00ir af þessari gjöf minni " það sem hún þá ecki héfur mottekið. I dag sel eg " henni 100rd er eitt hundrað rikisdalir, og eru þá " eptir als 900rd" "Husavikurverslunarstað 18da Aug 1863

"Björg Guttormsdottir" "(S S)"

"vottain "S Laxdal" "L, F, G, Sohan"

Myndir:1234