Nafn skrár:SteSig-1865-04-11
Dagsetning:A-1865-04-11
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 23 Apr.

Hraungerði dag 11 Apríl 1865

Elskulegi Föðurbroðir!

Nú einusinni ætla jeg þá ekki leingi að draga að þakka yður, kærkomið brjef af 11 mMarts, hvort jeg meðtók ásamt hinum brjefonum á Afmælisdaginn Konúngsins og Biskupsins, svona vildi þeim til með að komast til mín; líka þakka jeg yður innilega fyrir umönnunina á þeim brjefum jeg veit ekki hvað úr þeim yrði ef þjer ekki tækuð yður af þeim, jeg fjekk líka núna þrjú brjef að norðan annari Þjóð= ólfi, sem voru frá því í fyrravetur og hafði sjera Olafur Thorberg á Breiðabólsst í Vesturhópi sint þau til Jóns guðmundssini og biðið hann að auglísa þeim í Þjóðólfi svona fara nú brjefin á stundum og líklegt þikir mjer að einhvornveigin svona standi á því að jeg ekki síðan í fyrravetur skuli hafa sjeð eina línu frá Stebba og hafa skrifað honum þó svo opt einsog jeg hafi gert

Núna frjettum við að Sjera Baldvin Jónsson á Skakkalæk sje á Rángar= völlum sje ný dauður hann hefur leigið í brjóstveiki St

og sjáið þjer því að það ekki var um skör fram að þjer sögðuð mjer helstu atriðin að brjefi hanns, og er jeg yður mikið þakklát fyrir það, þvi mjer hefði þótt heldur 00a0 ðlegt að heyra ekkert af honum, mjer þikir gott að heyra af heilsu hanns og fjárhöldum því þau nl fjárhöldum eru í ást agóðum veigi, líka var hvalurinn góð blessun fyrir hann jeg öfunda hann af því búsilægi því hvalur er víst eitt með bestu búsílögum og svo kemur vatn í munninn á mjer að hugsa til hvað gott er reingið uppúr súru Ekki skrifaði Stebbi fr: mjer heldur mjer þikir gott að heyra að hann er heldur yðinn sjer vonandi er að yðnin með tímanum vinni það fyrir honum Þórun systir hefði nú þörf á að bærilega geingti nú fyrir St: sem er nú hann hennar eina barn sem hún getur haft von um að hafa skemtun af, því ekki er Benidikt henni nema til margfaldrar mæðu, Ekki get jeg sagt yður neitt úr brjef: mínum að Norðan því þau voru öll frá kven fólki, en við kvennfólkið fáum ekki orð fyrir að skrifa brjef sem verulegar frjettir hafi ynni að halda, öllum lyður vel á Húsavík Systir gamla Björg er frísk og lætur mikið vel

af sjer. Mikið þikir mjer þjer vera dyrin á fylga sjá svo að jeg ekki vildi fá yður til fylgdar norður á land, því það yrði dyrt eptir reikningi yðar við frændk. Sigr. því nokkur mætti erfða hluti yðar verða fyrir götonum hennar einusini tók hún sig samt til og fór að láta mig njóta frændsemi og gefa mjer, og gjöfin var hvít hún minnir á þæfð, og svoleiðis ur garði gerð að jeg ekki gat brúkað hana og neiddist því til að gefa optar þennan minjagrip sem jeg þó hefi átt, að eiga í minníngu hennar svo þjer sjáið að jeg einsog þjer hef líka nokkuð til hennar að seyga, mig minnir annars að jeg hefði heyrt að hún hefði ætlað að 00fleiða þá systur= syni sína Þórarin og Stefánsyni Elsu og Jóns heitins frá Klaustri, en þessu hefur hún máski ekki verið búinn að koma í verk Ekkert hefur borið hjer til tíðinda syðan jeg skrifaði yður seinast okkur þikir slæmt að heyra fiskileisið að sunnan við hofum einn mann i orlákshöfn og er hann buinn að fá til hlutar hálft annað hundrað af heldur vænum þorski og þikir okkur það bærilegt ef þeir fyrir sunnan gerðu eins við höfum feingið dálítið af fiski og slógi þó við sjeum leingra frá sjónum, jeg get vel verið án sjómatarins fyrir mig

sjálfa en báara á Maðurinn minn með það jeg er svo norðlendsk að jeg er öll við salta kjötið Hjer er nú vonsku niður sem stendur en það verður væntanlega ekki leingri jeg seigi að það sje hrafnahvitið, en fólk hjer kannast ekki við það það þekkist líklega ekki nema fyrir norðan, Ennþá legg jeg hjer með brjef sem jeg ætla að biðja yður að reina að koma norður ef einhv: ferð skildi falla jeg veit að Norðanpóstur er fyrir laungu farin * norður en ef svo kinni að bera til að einhvur ferð yrði norður á bógin þegar póstskipið væri komið bið jeg yður að hafa það í hyggu því mjer liggur á að það kæmist sem allrafyrst norður Eptir er að minnast á að mjer og okkur hjer líður mikið vel, heyin verða nóg og skymur= nar í heldur góðustandi, satt er það að lítið er jeg búin að reina hjer landsgæðin kirnar mjólka jeg held næstum í meðallagi, en minna finnst mjer smjerið að sinuleiti, en nú er almennt kvartað yfir lítilli mjólk í vetur afhvurju sem það á að koma, Blaðið er þá á enda Maðurinn minn biður hjartanlega að heilsa yður sömuleiðis biðja kærlega að helsa húsbændum yður og Stebba þegar þjer sjáið hann, forlátið mjer svo brjefið og kvabbið jeg oska yður góðrar og gleðilegrar hátíðar og er yðar elskandi bróðurdóttir

St Siggeirsdóttir

gott væri að þjer lofuðuð mjer að vita hvonar þjer gætuð sent brjefið ef þú getið það mig lángar líka til að sja línu frá yðar sem fyrst yðar St

Myndir:12