Nafn skrár:SteSig-1866-12-13
Dagsetning:A-1866-12-13
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 16 Dec. send dagur 51 Rvk med Gudm a S0lholti

Hraungerði dag 13 Desenbr 1866

Elskulegi Föðurbróðir!

Jeg hafði altaf ætlað mjer að þakka yður með laungu og snjöllu brjefi fyrir yðar elskulega tilskrif frá í haust, því það var svo góðra gjalda vert en nú fer þetta öðruvísi því maður kemur nú hjer rjett eptir að komið er á fætur og seigir okkur að maður hafi verið hjá sjer í nótt sem ætlar niður í dag, og vill hann því ekkert bíða því hann er hræddur um að hann verði farinn aður en hann kemur heim aptur, það er þá að geta þar sem jeg veit að þjer helst viljið vita sem er að okkur hjer öllum líður vel, við höfum að sönnu verið að fá snert af þessari ólukku

háls iltu sem hjer er að gánga og börn að deygja úr Maðurinn minn er ekki heima hann fór í gær að grafa barn frá a Armóti og var þar í nótt, hann var mikið búinn að tala um eitthvað hj jeg held í tilliti til bókanna gömlu sem jeg átti að skrifa yður en jeg verð að sleppa því öllu í þetta sinn jeg ætla að skrifa bráðum aftur, því jeg mínkast mín fyrir þetta blað, jeg ætla aðeins að geta þess að það fjölgaði heimilis fólkið hjá mjer í haust, mjer var nl: send systir mín yngsta Palína Malena (þjer ráðið víst í nöfnin) hún er á 16 árinu jeg held heldur greind en heilsu lítil og þiki mjer það ekki litið bágt bringspalirnar eru útgeingnar og hún hefur og opt verk fyrir þeim hún hefur

mestann hluta æfi sinnar verið hjá Mad: Þorbjörgu, en þegar hún fór suður fór hún til Páls og Þórun= ar systir hún hafði áttað fara til Pabba ef hann hefði lifað en svo var tekið fyrir að send mjer hana, og af því hún fjekk svo gott þá króknaði hún ekki, ann ars held jeg hún hefði gört það af klæðleysi, Nú kemur það sem girir brjefið verst af öllu og það er að jeg ætla að biðja yður stórrar bónar og það er að gera svo vel og kaupa fyrir mjg mig fjögur Sterínlys og einar særdínu öskur eða dósir, jeg bið um þetta af því að þessi nyi Syslumaður okkar ásamt Thorgrímsen ætla að gera okkur heimsókn eptir nyárið en ekki sumt mjer til ánægu, en af því Maðurinn minn er ekki

heima þá verð jeg nú líka þó skömm sje að, að biðja yður gera svo vel og borga þetta fyrir mjg mig því maðurin lætur mig ekki hafa peníngana undir hendi en mjer þikir það tortrigni við mig sínist yður það ekki líka? gerið svo velog lofið mjer að vita með þessu hvað það kostar því með fyrstu ferð skal jeg, borga það því jeg ek er ekki skuld seig._ það er þá mál að enda þetta leiðinda blað og biðja yður fyrir gefningar á því frá upphafi til enda líka bið jeg yður ekki að láta mig gjalda þess hvurninn það er úr garð gört og lofa mjer að sjá línu frá yður með þessum mönnum heilsið hjartanlega Húsb: yðar frá yðar heitt elskandi bróður dottir

St Siggeirsdottir

Myndir:12