Nafn skrár:SteSig-1867-07-27
Dagsetning:A-1867-07-27
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 1 Sept Hraungerði dag 27 Julí 1867

Elskulegi föðurbróðir!

Það er ekki í fyrstasinni að jeg verð mjer til mínkunar við yður, fyrir liti mína og trassaskap, með brjefaskuld þjer hefðuð fulla orsök til að íminda yður að mjer ekki hefði þott eins væntum brjefið yðar seinast og það sem því fylgdi, einsog þó var tilfellið því mjer þótti sannarlega vænt um það einkum 5tu mindina og er jeg yður mikið þakklát fyrir hana hún er líka að okkar álíti svo vel lukkuð og lík, þjer meigið ómugulega yðrast eptir að þjer ljetuð þetta eptir mjer af því okkur þótti svo væntum það, hinar mindirnar þikja mjer ekki goðar og er jeg hrædd um að það komi af því að glasið aldrey hafi verið tekið frá hinni mindinni sem mindirnar voru teknar af._ Ekki er það nú altaf leti og hirðu

leisi sem jeg hef dreygið svona leingi að skrifa yður það kom líka af því að mig lángaði til að kírnar mínar yrðu full græddar, en það ætlaði nú seint að verða, og svo líka að túnið yrði sprottið, en nú er þetta hvurutveggja orðið þó illa sje, ærnar hafa heldur mjólkað í betra lagi þær eru liðugar 50 og þegar best ljet var úr þeim hálfur= annar fjórðúngur öllum af mjólk í mál er úr öllum kúnum er það ekki nema einum þriðjúngi meyra, en í ánum er nú farið að mínka en kírnar eru þetta í sumu nit síðan þær komust í þetta litla, þegar best ljet eptir frá færuna fjekk jeg sexmarka málsköku en þetta var ekki nema fáa daga og síðan hef jeg mátt láta mjer nægja með að hún væri 4 og 5 eptir því sem mjer hafa innhentst margir kaffigestir á dag kvígan mín sem jeg sagði yður frá í vetur varð að mjer þótti ekki ein hámjólk sem hún er há áleggjum, hún komst í liðurgar 8 merkur og aldrey hefur hún

náð að komast í það í sumar þá er að minnast á túnið, það er bæði kalið og mjög mögt Maðurinn minn seigir að það aldrey hafi verið nærri svo vont sem nú síðan hann kom híngað Nú liggur þá Bjarna grey upp alfarin suður í blessaðan hufuðstaðin hamíngan gefi að honum verði ekki hált í honum, einsog svo mörgum, jeg er mikið búinn að prjedika honum í því tilliti og lofar hann og heitir öllu góðu, mig lángar til að biðja yður að áminna hann og aðvara ef þjer komist að einhvurju því sem ekki á að vera hann er únglíngur og hefði því gottaf að honum væri leiðbeint af einhvurum sem vildi honum vel._ Jeg vona að þjer við og við skrifið mjer hvurn= inn það muni gánga fyrir honum það er ekkert hjeðan að frjetta okkur líður öllum vel Maðurinn minn biður kærlega að heilsa yður og svo líka hjónonum og líka þeim bið jeg kærlega að heilsa, forlatið svo þennan ómerkilega miða yðar elskandi brdóttur

St Siggeirsdóttir

Myndir:12