Nafn skrár:SteSig-1867-10-07
Dagsetning:A-1867-10-07
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Hraungerði dag 7 Oktober 1867

sv 12 Oct.

Elskulegi Föðurbróðir!

Besta þakklæti á blað þetta að færa yður fyrir tilskrifið seinast, það er lángt síðan að mig hefur lángað til að láta yður vita hvurnin okkukr liði hjer síðan jeg skrifaði yður seinast höfum við eignast son, hann fæddist fyrsta Septimb hann heitir Geir Stefán, það var helsta orsökin til þess að fyrra nafnið var stíft að Mann= inum mínum þókti það heldur fallegra en seirna nafnið er sama nafnið sem mitt þó ekki í höfiðið á mjer heldur vildi jeg gjarnan eiga nafnið af því jeg hafði haft svo gott af því og ef skje mætti ef þessi dreingur feingi að lifa að hann þá hjeldi því betur uppi en jeg Jeg vildi annars helst hafa mátt hafa sál líka en það þorði jeg ekki því jeg mundi hvað þjer

skrifuðuð manninum mínum hjerna um sumarið, Geir er stór og þriflegur eptir aldri og heilbrigður, í miðallagi spakur, og jeg held aungvum líkur nema sjálfum sjer, Jeg er nú líka orðin frísk og jeg held Jafngóð þó jeg væri nokkuð leingi lasin á eptir þá er nú að minnast á hvurnin heyjast hefur og er það þó valla til að minastá það eru 30 til 5. hdr í staðin fyrir háttá sjötta í fyrra, og verð jeg að gjalda þess og missa eina kúna mína, og hefði víst mátt missa 2 ef ekki hjálpaði hálft hey sem var til frá í fyrra, Maðurinn minn bað mig að seigja yður svo þjer gætuð sannfærtum að hann ekki væri búsmaður, að hann ætlaði nú að setja á firníngar nar sem eingin búmaður mundi þó gera það er nú annars ekki efnilegt fyrir mjer með kúabúið því af þessum 6 kúm á nú ekki nema 1 að bera þángað til þorra og góu svo jeg er hrædd um að jeg einhvurtíma ekki verði mjólkur rík í vetur, Alsstaðar vantar hjer óskup mikið á heimtur því eptirleitar menn hafa ekki kommist á afrjett fyrir snjó,

og illveðrum, Ef annað hvurt nú með þessu blaði eða seirna kann að berast til yðar brjef frá mjer til B. systir minnar á Húsavík þá vil jeg biðja yður gera svovel og og sjá um að það komist einhvurtíma komist norður með pósti, við vitum aldrey hvenær þessi góði norðan póstur geingur, því það er aldrei auglíst Nú eruð þjer þá búnir að sjá og kinnast nafna yðar og Magi nokkuð en við hjer feingum nú ekki að sjá annað en hestana hanns sem við þó betur hefðum aldrey sjeð því jeg er hrædd um við höfum ekki getað farið með þá einsog þeim hæfði getið því sem mjer hefur skilist af brjefum Páls og jeg hef heyrt eptir honum, ekki sagði Stefán í Arnanesi að hann hefði verið fjölorður á Alþíngissalnum, en hann hefur kannski hugsað sem svo að fæðst orð hafa minsta ábirgð, jeg var líka að leita í Þjóðólfi hvurt hann ekki væri kosin í neina nefnd en það var ekki

þetta er þá orðið helst of lángt og leiðinlegt en þjer eruð ekki öðru vanur frá mjer, og jeg vona þjer ekki látið mig gjalda þess og lofið mjer að sjá línu frá yður þegar þjer eigið hægt með, berið kæra keðju mína husbænd= um yðar, og Maðurinn minn biður kærlega að heilsa yður, forlatið svo þetta omerkilega blað yðar elskandis bróðurdóttur

St Siggeirsdóttir

Myndir:12