Nafn skrár:SteSig-1868-05-18
Dagsetning:A-1868-05-18
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 8 Juli Hraungerði dag 18 Maí 1868

Elskulegi Föðurbroðir!

Loksins á nú blað þetta að færa yður innilegt þakklæti mitt fyrir heldur tvö en eitt kærkomið tilskrif það fyrra fekk jeg sama daginn og jeg skrifaði yður seinast en það seirna er jeg að kalla nýbú =inn að fá það hafði nl leingi hvílt sig á Bakkanum._ það er víst og satt að mjer er altaf að fara aptur með að nenna nokkurntíma að skrifa enda hefur mjer fundist jeg lítið hafa að skrifa meðan ekki sást nokkurnveiginn fyrir endan á því hvurninn þessi vetur mundi fara með okkur hjer Þjóðólfur greinir frá tíðarfari og sképnuhöldum víðast hvar nema hjá okkur, Maðurinn minn seigir þetta vera þann besta vetur sem verið hafi síðan hann kom híngað og segir það sjeu alt slóðar sem verði heylausir í öðrum eins vetri hjer í flóan=

um þarsem aldrey sje að ætla uppá Jóri hann seigist aldrey hafa sett eins djarft á einsog í haust því hann hafi þá settá hvurn kapal og á það gamla líka en nú seigist hann muni firna 5 faðma, og hefur hann aldrey átt svo mikið gamalt, þó hefur hjer verið kír að, síðan fyrir vertíð og líka látið í burtu hey, hjer er alstaðar almenn ótugt í fje einkum lömbum, og held jeg að 7 heytollar sjeu dauðir úr ímsu þessháttar og ein ær líka mistum við úr einhvurri ótugt trippi á annan vetur fleig i vakurt sem jeg hafði ætlað mjer fyrir reiðhest þá þar jeg nú að fara með syður í Fjósið þar er að sönnu alt feitt en það sjer ekki á mjólkinni kírnar báru fjórar með einmán= uði en þó má jeg nú heita Mjólkurlaus þírnar kírnar sem áður hafa komist í 12 merkur komust nú í 8 1/2 en kvígan mín sem nú er að öðrum kálfi varð bezt hún komt í 8 nl: eirni meir en í firra eptir þessu er smjerið, og hvurnin þær halda á sjer, því þetta litla datt strax að kalla úr þeim, svona reinast nú heyin þó eru

þau heldur í góðri verkun Annar vinnumðr er nú komin heim úr vorinu hann hefur 80 til annars hundraðs hinn er ekki kominn en það mun vera nálægt því hjá honum líka._ Jeg fjekk mikið af brjefum að norðan í vetur Systir minni Björgu líður vel hún er en hjá Sehan á Húsavík hann giftist nú aptur í haust Elínu dóttir sjera Einars í Vallanesi hún var áður hjá Þorsteini Syslumanni okkar tilvonandi líka giftist í haust Vilhja= lmur Oddsen (sem var ekkjumaður eptir Björgu Guttormsdottir frændkonu okkar) Guðlaugu frændstulku okkar dóttir (Þorst= eins Guðmundsonar, og Guðríðar Sigurðardottir frá þ Krossavík líka giftist bróðir hennar Þórður frændstúlku sinni og okkar Guðlaugu Sigurðardottir frá Beinárgerði hann hafði beðið hennar fyrir 14 árum síðan þá vildi hún ekki sjá hann en nú er ekki annars getið en hann hafi verið góður, og líka er trúlofuð Systir þeirra Stefanía Þorsteinsdottir hún var orðin ekkja fyrir einum tvemur árum en og bjó í Krossav: en ætlar nú að Boðvarsdal að eiga þar mann ungan af nafni Runólfur sonur Magnúsar Hannessonar er þar hefur

búið vel og leingi og en er trúlofaður bróðir þeirra Guttormur stúlku ættaðri þar úr Vopnafyrðinum Birgittu Jósepsdóttir þetta er nú orðin mikil romsa af þessu frændfólki okkar en jeg hugsaði það gæti skeð að þjer hefðuð gaman af því líka var mjer skrifað að Amtmaður Havstein væri mjög slæmur og geingi það mest útyfir konuna, hún hafði átt tvíbura í haust og hafði hann þá orðið mjög vondur við hana því hann sagðist ekki eiga nema annað en hitt hefði hún átt með einhvurjum öðrum, bræður hennar höfðu ætlað að taka hana frá honum með valdi en hvurnin það hefur farið veit jeg ekki._ blaðið er þá á enda og þjer kannski orðin leiður á öllu þessu Maðurinn minn biður kærliga að heilsa yður og berið húsbændum yk yðar kæra kveðju okkar hjóna það er vísast við sjáumst einhvur tíma á götonum hjá ykkur þar í Borginni í sumar ef guð lofar forlátið mjer nú blaðið jeg er yðar elskandi brdóttir

St Siggeirsdóttir

Myndir:12