Nafn skrár:SteSig-1869-01-02
Dagsetning:A-1869-01-02
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 11 Janr sendi 50l

Elskulegi Föðurbroðir!

Fyrst á blað þetta að færa yður mitt besta þakklæti fyrir tilskrifið, seinast og þar næst á það að færa yður okkar hjartans óskir um gott og gleðilegt Nýár; það hefur í dag og í gær heilsað okkur hjer með ofsa stormi og krapahríð= og reiðarslögum, en kanski það hafi farið vægi= =legar að við ykkur þar siðra, líka er hvítá á leiðinni að gera hjer alt að hafsjó í kríng= um okkur hjer ekki er samt farið að gefa hjer en fyrir alvöru._ Það er nú naum= ast að jeg þori orðið að skrifa yður fyrir þessir herra Nafna yðar sem altaf reinir að klófesta brjefin mín þó mjer þiki líklegt að öllu sje nú óhætt eptir sam ræður ykkar seinast um það efni Maðurinn minn seigir að þjer hafið haft á rjettara að standa, nema ef hann kanski líka sje orðin svo gamall (eptir mein= íngu Nafna yðar) að hann ekki geti borið um hvað rjett sje þess vegna:_ jeg vil í öllu falli

láta þennan góða Pál þekkja signifið og höndina hjeðanaf, og því ekki missjá sig oftar._ Af okkur hjer er ekkert að frjetta við fjögur hofum góða heilsu en altaf er hálsveikin hjer á höttonum í kríngum okkur og eru er jeg altaf hálf hrædd við hana að öðru leti er hjer heilbrigðt manna á milli, en nóg bágindi hvað björg snertir._ Nú loxins sendi jeg yður vaðmálspjötlu í búxur, og þó þjer í sumar bæðuð mig um að hafa það ekki fínt heldur sterkt þá er jeg nú hálf hrædd um að jeg hafi nú gert of mikið að því, og yður kanski þiki það af svirgulslegt, og ef svo er þurfið þjer ekki annað en senda mjer það aftur því jeg get þá skift um og látið yður fá annað nokkuð fírna en jeg hef von með að þetta þoli nokkuð, og mig minnir þjer tækuð fram að það væri svoleiðis, jeg hafði ætlað mjer að koma því til yðar fyrir Jólin og fría yður með því frá að fara í Jólaköttin, en það gat ekki lánast, enda fer líklega eingin í Jóla= köttin sem er svona innanum búðirnar jeg bið yður því þiggja af mjer pjötluna ef þjer getið brúkað hana og forláta hvað hún er ruddaleg, jeg dreg hvítan spotta í rjetthvorfuna

og ef þjer komið þvi útí bæin til að láta yður sauma það þá vil jeg láta yður gif geta þess að það eigi að snúa út, þvi komist hef jeg að því, að það sem er innfæðt kaupstaðar fólk þekkir ekki rjetthvorfu og ránghvorfu á vaðmáli, og lætur kanski aðra skálmína vera rjetta en aðra ránga á buxum er það saumar, þetta þætti þeim nú kanski horfð heyra en þetta er samt satt._ Nú er þá víst málkomið að hætta Maðurinn minn biður kærlega að heilsa yður og við bæði húsbændum yðar forlatið mjer svo þetta blað og skrifið sem fyrst þjer getið yðar elskandi bróður dóttur

StSiggeirsdóttir

Myndir:12