Nafn skrár:SteSig-1869-10-06
Dagsetning:A-1869-10-06
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Hraungerði dag 6 Oktober 1869

Sv 20 Oct. sent blonsturkarfa

Elskulegi Föðurbóðir!

Mikla ókind eigið þjer fyrir bróður dóttur þarsem þjer eigið mig að jeg ekki skuli hafa sent yður eina línu í alt sumar, þjer haldið víst að þetta sje alt hirðuleisi og leti úr mjer en þó er það ekki alveg (án þess mjer þó detti í hug að geta með nokkrumóti afsakað mig í þessu til liti) því það hefur verið með oft snúnínga samt fyrir mjer í sumar framar venju, þarsem Jón Olafson var hjer í 6 vikur og Hans Thorgrím sen í aðrar 6 vikur og nú ætla jeg að biðja yður forláta mjer nú sem fyr allan trassa skapin og láta mig ekki gjalda hanns._ Þá fer jeg nú að

birja á að seigja yður eitthvað af hokrinu og er það fyrst að seigja af því að ærnar voru með flesta móti í sumar nl. milli 60 og 70 og mjólkuðu með betra móti, og í sumar höfðum við 7 kír; því eitt kotið hjer lagðist í eiði í vor því kallin í því dó svo við tokum það undir og bættist því eirn þessi tala 7da við, sem nú verður skorin en við keiptum aptur únga kú, F jeg hafði málnitu í mestalagi í sumar og er því í bestalagi undir veturin búin hvað skirið snertir, heiskapur inn gekk líka í betra lagi og nítingin góð bæði á töðu og útheii, í alt kom í garðin 150 hestar og talsvert var fyrir af gömlu svo garður in má heita heldur fallegur núna heimtur eru allgóðar hjá okkur, jeg man ekki hvurt jeg nokkurntíma hef sagt yður að hann hefur verið að reina að koma upp sauðum, og á nú í fyrsta sinni að skera 3 vetra sauð i 14 með okkar eigin marki, að undan

förnu hefur hann nl: keipt sauði til að skera, (öllum úngum fer fram!!!) Jeg er nú fyrir þremur dögum komin heim jeg fór austur að Móeiðarhvoli og Breiðabst: að finna frændfólkið og leið því öllu vel það lifir alt einsog blóm í eggi jeg sá fyrst fátækt mína þegar jeg sjá bú og allar birgðir þeirra frændkona, minna Systir yðar var glöð og kát hún á líka skenti legt að hafa dætur sínar hjá sjer í þessum góðu kríngum stæðum, hún var nú að stínga uppá að þið mælduð ukkur mót hjer hjá mjer að sumri, þið hefðuð þá álíka mikið fyrir bæði færuð yfir sitt sundvatnið hvurt og mættust svogott sem á miðri leið og þó ekki sjeu stór húsakinnin get jeg þó vel híst ykkur bæði, og væri mjer mikil ánægja í því, og í þeirri von að þjer komið til mín að sumri ætla jeg að reina að geima yður

hnakkaspik af hrút sem var skorin í gær og hvurs hufuð vóg 10 pund þessi hrútur var í fyrra keptur ofanúr hrepp hann hafði mark hvatt bæði og var fæddur með því svo var hann brúkaður í vetur til ánna hjer, en í vor þegar lömbin fæddust var víst helm= =íngurin af hanns afkomendum með markinu hvatt, og var hann því dæmdur til dauða._ Nú held jeg þú að jeg sje búin að tína flest til og vona jeg þjer forlatið þó það sje sumt smásmuglegt, okkur líður öllum vel við erum heilbrigð nema hvað tannpínan ætlar annað slægið að drepa mig, Nú hef jeg einsog þjer víst vitið nog kvennfólk til að vinna svo ef þjer þörfnuðust einhvurs ættuð þjer að láta mig vita það svo jeg kæmist úr þeirri skuld sem mjer altaf finst jeg ver í við yður siðan í firra Maðurinn minn biður kærlega að heilsa yður og heilsið kærlega húsbændum yðar og forlatið mjer alt, bullið og skrifið sem fyrst yðar elskandi brdóttir

StSiggeirsdott.

Myndir:12