Nafn skrár:SteSig-1870-01-03
Dagsetning:A-1870-01-03
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Hraungerði 3 Janúar 1870

sv 12 Jan 70

Elskulegi föðurbróðir!

Það er nú mjög lángt síðan að jeg hafði ætlað mjer að þakka yður yðar góða brjef í hust og Blómstur=körfuna, jeg hafði ekki ætlað að skrifa yður fyr en jeg væri búinn að útvega yður nokkra kaupanda að þessari fallegu bók, en mjer vill ekki gánga það, hvurki við hreppstjöra konuna nje aðrar konur, en þar a hafa mikið viljað fá hana til að lesa hana, en eingin hefir viljað kaupa, jeg hef optar en einu sinni nefnt það við sóknarkonur mínar þegar þær hafa virið inni hjá mjer á sunnudögum að drekka

hjá mjer kaffi, þær hafa þá sam= sint mjer með að bókin f væri falleg en þó hafa þær ekki orðið svo hrifnar að þær hafi viljað kaupa hana, svo hef jeg nú verið að reina að fá Þórðarbænir það má að vísu fá þær víða en ekki litaðar í merkilegu bandi og eru þessar þær skástu sem jeg hef getað feingið, og eru þær þó ekki í góðu standi, þó eru þær ekki mikið skemdar að bundinu frá= dreignu, Það er nú lítið að frjetta hjeðan frá okkur í Flóanum nema harðindin nóg alt fje á gjöf síðan í vikunni fyrir Jóla föstu svo maðurinn minn biður mig að seigja yður að hann sje nú hræddur um að hann gefi upp firningarnar ef þessu fari fram, hann seigir líka

að þjer munið hafa tikið skagt eptir sjer í sumar, og tekið faðm af heyi fyrir kín kírfóður, og þegar þjer nú hugleiðið það mun koma bísna mikill bakreikníngur hjá yður, Jeg get nú hreint ekkert sagt yður af kúnum mínum því eingin hefur borið síðan jeg skrifaði yður seinast en nú eiga þær að fara að stálma hjer í kríng eru að stínga sjer niður veikindi, á einum bæ hjer nærri mistu hjónin 4 börn á 5 vikum og áttu eitt eptir sem nú kvað þó vera veikt það er víst orðið mál að enda þetta brjef sem svona hefur lítið inni að halda Maðurinn minn biður kærlega að heilsa yður og við óskum yður allrar lukku og blessunar á þessu ny birjaða ári forlatið svo þetta blað yðar elskandi brdóttir

StSiggeirsdóttir

Myndir:12