Nafn skrár:SteSig-1870-02-13
Dagsetning:A-1870-02-13
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Barometer 14: Febr. 29,6. hefr ekki komist svo hátt í mörg ár

Hraungerði dag 13 Febrúar 1870

sv 26 febr. send 000 0 þordbænir

Elskulegi Föðurbróðir!

Loksins á þú þetta blað að votta yður þakklæti mitt fyrir tilskrifið seinasta er að öllu var gott að öðru leiti en því að mjer fannst þjer heldur þúngur í hug til sóknar konanna minna, (því leingra gátuð þjer ekki látið misþók =nun yðar gánga en til þeirra, en þær eru minstur hluti allra flóa kona, en mjer heyrist þjer gramur við þær allar) og verð jeg því að reina að mika yður við þær nokkuð, skuldin er víst að mikluleiti hjá mjer, að því leiti að jeg var búin að lána hanna svo mörgum, og það áður en þjer skrifuðuð mjer og senduð mjer þessa, því Bjarni var búin að senda Ola litla eina áður og um hana voru svo margir búnir

að biðja um, en einsog þjer getið nærri mun jeg ekki neita sóknar konum mínum um svo lítin hlut ensog t.d. það, margir hafa og það sett útá bókina að hún ekki sje barnabók sakir þess f hvað þjett og smátt er á henni prentið, og er það víst að hún er óútgeingilegri fyrir það, en eingin getur neitað að bókin er einkar falleg að efninu til, jeg hræðist yður í Þjóðolfi fyrir okkur hjerna konurnar, en þiki yður ómaksins verðt að geta okkar í ensku blaði þá festir það ekki á okkur því við skiljum það ekki, enda væri það ekki ólíkt oss flóafíblonum að þika 00ra í að láta minnast okkar á Ensku hvað það snertir að þær geingu svo vel út hjá systir minni á Bblst, þá hefði það ekki verið nema fjöður á fati hennar, að kaupa sjálf þessi fáu Exenklór til að gefa vinkonum

sínum, og jeg tala ekki um, hefði henni dóttið í hug að gefa nokkrum barna= börnum sínum þá hefði það ekki hrokkið lángt á milli þeirra allra._ Að fara úti að tala um heyfaðmin treisti jeg mjer ekki en Maðurinn minn seigist skuli færa yður heira sannin ef hann lifi og finni yður í sumar. Nú báru þá loksins 4ar kírnar mínar á þorranum, og hefur eingin komist í meyr en 9 og 10 merkur og er jeg dável ánægð með það því allir kvarta heldur yfir að kír sjeu gagnslausar í vetur og einkum smjer litlar, en þegar mjólkin fær að halda sjer úr þessum kúm sem nú báru gera þær nærri smjer mörk á dag og má það heita í meðallægi, nú er aðeins ein eptir óborin og er talið hennar, komið en hún ekkert kemur undir hana og erum við rjett vissum að hún muni gjóta

Jeg er nú farinn að búa til skir en það verður að líkindum ekki lengi því á morgun ætlum viða að lána burtu eina kúna okkar, manni hjer skamt frá sem hefur 7 menn en aungva björg í bænum, og tala jeg ekki um hvað mjer þikir bágt að verða að missa hana._ Já þá er að tala um skruddurnar þessar bænir sem þjer nefnið í brjefi yðar, hef jeg ekki getað fundið eða feingið Þórðar bænir vil jeg biðja yður að bora einsog yður þikir sanns= synilegt, því jeg hef ekki vitá því jeg fjekk þær hjá fátækum manni hjer skamt frá en hann vildi ekki verðlegga þær, en um hin kverin er það að seigja að þau eru hjeðan og lángar mig að smá bæta við þartil ef jeg gæti feingið aptur sálmabókina sem útá að koma en þá má jeg víst herða mig betur, mig lángar að vita hvurt yður hefur nokkuð þótt kom til þess er þjer eruð búnir að fá forlátið nú blaðið yðar elsk brdóttir StSiggerdottir

Jeg á að bera yður kæra kveðju frá Manninum mínum og berið kveðju mína Húsbændum yður, yðar Ste

Myndir:12