Nafn skrár:SteSig-1871-03-01
Dagsetning:A-1871-03-01
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 10 og 15 Marts

Hraungerði dag 1. Marts 1871

Elskulegi föður broðir!

þá er nú kominn sá tími að Hjálm holts bræður legga á stað í 00rið, og er jeg þá optast vön reina að vinna sigur yfir letinni og skrifa norður systir minni og fleyrum, og um leið lángar mig til að láta yður sjá línu og þakka yður fyrir yðar góða brjef af 15 sept í vetur, mjer skilst sem yður hafi þótt pjatlan koma vel snemma, en óvíst er hvurt jeg lifi svo lengi einsog þjer ætlið að láta buxurnar endast yður, hvað verð pjötlunnar snertir þá ef yður gilti það einu þá vildi jeg helst meiga senda yður þegar okkur liggur á bók og bók til að binda, því það eru okkur peningar; fyrir utan að hjer er einginn sem það gerir hjer en austur á Rángárvöllum og er opt erviðara að fa vissa ferð þángað en suður í Reykjavík

og sinist mjer því 0atað það standi það er ekki hættvið öðru en jeg vinni það alt upp það er öðru nær en jeg þurfi að stínga hend= inni í barmin til að sjá og fordæma breittni sjera Páls við Mad: Sólveigu einsog jeg líka seinast sagði yður að maðurinn minn aungvunn veigin hefði viljað breita einsog sjera Pall og margt mátti þar á milli vera að hann hefði borgað nokkuð meyra en þetta en þó yrði sjer borgið fyrir vanhöldum 00tir fr00dögn sjera Páls sjálfs þá hefði hann viljað inngánga samnín hvarí hann áskildi sjer nokkuð fyrir fyrir höfn sína og van höld, en Madme Solveig vildi ekki og vildi heldur láta löginn skéra úr á milli þeirra, einsog líka Ekkjan er var í Reykholtsbrauðini þegar sjera Þorsteirn sálugi Helgason kom þángað, hafði heldur vilja heldur en þiggja báðar boð hanns báðar hafa treist lög00 of vel

en að likindum hafði systir mín víst ekki treist þeim einsvel og Madme S000 það er öðru nær en mjer detti í hug að vilja fá samníngnum breitt því þó mikill sje 00000 á ástæðum okkar og hennar nl eptir minna þá atti okkur ekki að 00000 alt um nokkra tali; þjer seigist ekki hafa orðið varvið í sumar af 00000 hendi annað en með la000 og eptir00000 samsinnandi öllu er maðurinn minn lagði til Enn í brjefi því er hún í sumar 0000skrifaði honum um leið og hún sendi samníngin þá seigist hún vona að hann gangi inná þennann samníng það ekki sje víst að 0000 betri yrði tilbúin 00 og af fleiru í því brjefi má ráða að hún heldur Manninn minn vera óvitann um þann samníng þángað til þá að hun sendir honum hann þetta er þá orðið altof lángt um þetta efni enda ætla jeg að láta það verða í seinasta sinni. 00ðan er svarta flóanum er nú lítið að frjetta, því ekkert hjer

til tíðinda einlægt má heita besta tíð en lítið fiskast hjer austan fjalls, og er manni farið að leiðast að smakka aldrey fisk, Kyrnar mínar eru sem óvæst að bera núna, en eingin kemst í meir en 9 merkur, og er það reindar náttúrlegt eptir heyonum, því sumir kvarta yfir að þeir ekki geti látið geld= ar kýr halda holdum af tuðunni frá í sumar, við höfum verið venju framar heppin með kindurnar í vetur, því þær eru með ollu móti, að drepast bæði úr pest og lárka, bráðapestin hefur annars verið hjer mjög skæð á ymsum bæum og nú er farið að bridda á skitapest víða, að öðru leiti líður okkur öllum vel við höfum öll góða heilsu, og það þikir okkur mest í varið, Prófasturinn okkar sem fjekk slörkulstaðina lángar nú mest af öllu til að vera þjævan þá er mál að hætta með kærri kveðju frá Manninum mínum og hana biður yður gera svovel og skrifa sem fyrst þegar póstskip sje komið

því þjóðólfur er opt seirn á sjer á vertíðinni berið kæra kveðju kærl: yður og forlátið blaðið yðar elskandi brdottir St Siggeirsdóttir

Myndir:12