Nafn skrár:SteSig-1871-05-19
Dagsetning:A-1871-05-19
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Hraungerði 19 Mai 1871

sv. 22 Mai sendt 1 qv. af Berkum 18 Aug sendi salmol. nya 000 100 uppi 000sendan sk0000

Elskulegi föðurbróðir!

Hjartans þakklæti fyrir yðar góða brjef af 5 þ.m: með innlögðu brjefi frá systir minni á Husavík, er aungvar frjettir hafði inni að halda utan bágindi no og skort í norður landi það var skrifað 10 Apríl og þá seigir hún að fólk sje farið að skera hálf horaðar ær sjer til bjargar, og matarlaust á kaupstaðnum og kaupstöðum þar yfir höfuð svo geta má nærri hvað fólk þar á nú bágt fyrst hafísinn líka kemur til að stoppa skipinn, því valla mun hann farinn en, hún er nú á fyrsta árinu yfir sjötugt, hún hefur í vetur verið hálf lasin en þegar hún skrifar seigir

hún sjer sje batnað, hjeðan er nú ekkert að frjetta nema kalsa og gróðurleisi og skepnu höld hin vestu, nú í dag kom skúr svo litaskipti sjást á túninu, fái maður fleyri af þeirri sort er vonandi að alt fari að hjarna við, Við sendum nú staðarbúonum gridda sem okkur lángar til að þeim smakkaði, jeg sje mest eptir að missa á honum höfuðið því það er einhvur sá stærsti haus er menn þikast hafa sjeð á ekki stærri skepnu hann kemur nú líklega of seint nl: að allir sjeu orðni saddir af natuaketi, í Reykjavík, en við hjer í sveitinni erum orðinn aptur sarleið af bara að sjá horketið Maður huxar nú valla um neitt hjer nema að bólusetja bólusetjan og er hún nú fyrst orðin lifandi hjá okkur, ekla var hjer á bólusetjurum svo jeg birjaði, á meðan eingin var, og til lukkaðist vel, en nú er annar

birjaður, en jeg ætla nú að gefa frá mjer, montin af að hafa verið bólusetjar um tíma, Maðurinn minn biður að heylsa yður kærlega, og seigist hafa sent brjef til yðar, yfir á Laugardals ferjustað sj0 7 þ.m. er hefði inni að halda alt viðvíkandi því er þið hafið verið að skrifast á um nl: blöðinn Mig lángar til að bijða yður gera svovel og reina að koma meðfylg brjefi til systir minnar í þeiman þíngeyíng ef hann skildi ekki vera farinn en sje hann farinn, og það liggi leingi nokkuð án þess ferð falli þá skuluð þjer senda mjer það aptur forlátið nú blaðið Ma berið húsb yðar kæra kveðju okkar hjóna guð gefi yður góða nótt jeg er farinn að hálf dótta en er samt yðar elsk brdóttir

StSigg.

Myndir:12