Nafn skrár:SteSig-1872-07-23
Dagsetning:A-1872-07-23
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 26 Juli

Hraungerði dag 23 Júlí 1872

Elskulegi föðurbróðir!

Þó jeg taki nú penna og blað til að reina að votta yður þakklæti mitt fyrir yðar goða brjef af 16. þ.m. og sem jeg með tók í rúminu, um morgunin þann 18 da þ.m., þá verð jeg að seigja það einsog er, að mjer fynst alt þakklatþ kalt og dauðt á papírnum hjá því sem, mjer bír í brjósti, fyrir bæði það og brjefið og það er því fylgdi jeg las brjefið með stírurnar í augunum (því jeg er morgunsvæf) og síðan rjetti jeg manninum mínum því jeg gat ekki trúað sjalfumri mjer, en jeg vissi að betur sjá augu, en auga, jeg man aldry eptir að nokkur hlutur hafi komið mjer eins óvart einsog þetta, og fyrst jeg nú er búinn að seigja yður svona greinilega frá hvurninn alt gekk til þá er jeg fjekk brjefið

verð jeg að seyja yður, (þó mjer verði það ekki til sóma) hvað mjer svo varð fyrst fyrir er jeg vel var búinn að lesa ofaní kjölinn, nl: að verða vond við mannin minn, fyrir gáleisi hanns og vankunnáttu í því, ekki að hafa "transportjerað" þessu brjefi, og var hann fljótur að jata það yfir sjón, af sjer, og van kunnáttu því hann hefði verið óvanur að með höndla þess háttar, hluti, og mundi því ekki hafa tekið sjer til þó þjer hefðuð minnt sig einhvurntíma á það þegar fundum ykkar hefur borið saman og því hafið þjer ekki gert það? mjer finnst einsog þetta gáleisi okkar ergja mig, þá jeg viti að það ekki muni hafa verið aðal ástæðan til að blaðið aptur lenti hjá mjer, heldur yðar einstaki goðvilji til mín, og nærgætni með að gera Möllu úr garði dálítið bærilega og mjer ekki eins tilfinnanlega einsog það annars hefði orðið, því jeg fyrir nokkru var farinn að kvíða fyrir því

því þó hún nú sje orðin stór og efni leg, og að likamanum allvel vinnandi úti og inni hjá mjer, og meigi heita vel fífuð að fötum til, hjá því sem hún var þegar hún kom, vantar hana sumt margt sem jeg kinni betur við hún ætti þegar hún færi frá mjer, semsje rúm og einhvurja hirslu og jafnvel eitt= hvað lifandi, en aptur á hinn bógin fannst mjer ekki að jeg geta verið heimtu frek við manninn, minn, sem svona tók við mo Möllu, sem beinlínis var send uppá hann án þess að það hefði verið nefnt með einu orði áður, að jeg ekki tala um Mömmu og sömuleiðis hef jeg í ímsu hjálpað Bjarna einkum með föt og þessháttar, og svo líka Tótu systir dáltið, þessu mínu fátæka fólki hefur hann með svo undur góðu lofað mjer að hjálpa, en alf alt fyrir það, hef jeg fundið að það ekki var hanns skilda að legga öllum mínum systkin= um stírk, og því sem sagt, átti jeg bágt með að y uppá standa alt sem

mjer fannst að mig lánga til að Malla ætti þegar hún færi frá mjer, en nú hafð þjer bætt úr þessu öllu, og hvurnin á jeg að þakka yður það? það er sjálfsagt að Bjarni nýtur af en j mjer finnst sumt að Malla verða að gánga fyrir, en Bjarni heldur að mæata afáng, en blaðinu lángar mig að sleppa ekki aptur, heldur láta Manninn minn reina að hafa einhvur ráð með að frelsa það, svo jeg geti átt það í mn minn= =ingu um yður, af því líka að nokkur timi er enn þángað til að Malla fer þar en vantar bæði Jörð og fólk, það sem þjer, talið um heilsufar Möllu þá er hún nú orðin frísk all heilsugóð, P Sparibók Johannesar er komin til skila og Bjarni er búinn að fá að vita að peningarnir hanns eru með heilu og höldnu komnir í spari=sjóðinn, kírnar mínar mjólka nú svo illa að jeg rjett skammast mín að seija frá því, þær eru 6 að tölu en 2 eru kvígur að fyrsta sem voru að fyrsta kálfi í vetur sem leið, 2 kírnar eru nuna í 9 morkum 2 í 8 og 1 í 5 og 1 í 4 mrk, en úr ánum er liðug fjórðung, fata í mál, en dags smjerið er 10 merkur alt

Túnið er í betra meðallagi sprotið en túnið míri í vestalagi, hjer er ekkert farið að hirða, en því við forum með þeim seirni að slá, en aptur á móti er bíð að hirða Móin svo jeg á nú alt fult af vel þurum mó, og þikir mjer nú ekki svo lítið í það varið, jeg ætla ekki neitt að tala um plátsið í heygarðinum, heldur að láta það bíða þess ef svo hinni að vera að þjer kæmuð svo þjer sjálfur gætuð sjeð að ekki mindi bresta pláts í honum, jeg ætla nú að óska biðja að þetta blað hitti yður frískari, en þá er þjer skrifuðuð mjer, seinast, og að þetta kvef ekki hitti yður sem jeg og flestir hjer eru mjög slæmir af, einkum litli Jón minn sem er sárveikur og er búinn að vera nú í 3 daga og ekkert í apturbata, Jeg fer þá að hætta þessu og biðja yður að forláta þetta sem jeg skrifa kvefdrukkin

mjer þætt ógn væntum ef þú þegar þjer gætuð lofuðuð mjer að vita hvurnin yður líður, og hvurt þetta blað kemur til skila, berið húsbændum yðar kæra kveðju mína, liði yður eins vel og ann og óskar yar

elskandi brdóttir brennið þetta blað

StSiggeirsdóttir

Þó jeg yfir höfuð að tala sje samþykkur því, sem að framan er sagt um það, hvernig verja eigi andvirði blaðsins, verð jeg að geta þess, að jeg að einu ley0eim vil ekki missa það framan úr eigu minni, en á hinn bóginn sje jeg mjer ekki fært að útleysa á vori komanda nema það sem Madomu er ætlað_ Er annars nokkuð á móti því, að B. bíði enn eitt ár í þessu auma landi, svo hann geti lagt upp og komist svo, að næstu fyrir eigin tilstyrk, til sem Can000 vorið 1874? Jeg ætla ekki að hafa við mörg orð, en get þó ekki látið vera að minnast þess að jeg þeim til þessarar síðustu velgjörðar yðar við okkur hjónin (hví við tvö erum eitt) einsog til heima undan_ gengnu og að jeg fyrir þær allar er til dauðans yðar þakklátur

SæmJónsson

Myndir:1234