Nafn skrár:SteSig-1872-xx-xx
Dagsetning:A-1872-xx-xx
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 26 Nov. 72 sendt nota parta af 0jaltast bref og Bref Gudl. Guttorms

Hraungerði

Elskulegi föður bróðir!

Loksins herði jeg þá upp hugan að skrifa yður, og þakka fyrir yðar góða brjef í sumar, jeg seigi að herða upp hugan því þjer settuð svo mikið ofaní við mig fyrir seinasta brjefið mitt, fyrir hvað það hefði verið lángt að lesa í kvefinu, í sumar en nú vona jeg að alt kvef sje búið, og jeg sje búin að hvíl bæði yður og mig eptir þann pistil og því hlífi jeg nú hvorugu okkar leingur. það er þá fyrst að birja á því að okkur hjer líður vel, við erum öll frísk, og heyskapurinn mátti heita góður, þó stundum

hafi meira komið í garðin, en í sumar þá hefur það skjaldan verið betra sem í hann hefur komið þavið nýtíngin var svo einstaklega góð, enda reini jeg það daglega hvað mjólk snertir, því þó ekki sje en borin nema 1 ein nl: kvíga að fyrsta kálfi þá hefi jeg þær mjólkur birðir nú sem jeg aldrey hef áður haft um þetta leiti, og kemur það til af því að kírnar geldmjólku h geltust ekkert heldur græddust eftir að þær komu inn, kvígan komst reindar ekki nema í sjö merkur, en henni hánkaðist líka á um burðinn svo mjer þótti þetta gott sem hún komst í, líka hafði jeg því láni að fagna í haust sem jeg ekki hef áður haft nl: að Róur og kartöflur spruttu með láng besta móti og þikir mjer það ekki lítil

búdryindi, þjer heyrið nú að jeg er hálf drjúg yfir búskapnum og jeg neita því heldur ekki en þó dregur nokkuð af mjer montið þegar jeg huxa til hvað illa jeg hefur heimst hjá okkur það vantar nl 11 af fjalli, þaraf 4 fullorðnar, og er haldið að Tóa hafi skamtað þær fyrir mig._ Almennt má heita heilbrigði manna á meðal, nema hvað bólgusóttin er að stínga sjer hjer og hvar niður einkum á Eyrarbakka, og er nú eirn búðar maðurinn Asgrímur að nafni ný lagstur._ Nú er þá blessaður veturinn kominn, og hefur sínt sig bæði heitan og kaldann að mun, þjer getið valla ímindað yður hvað mig lángar til að þjer bæðuð mig um eitt hvað, sem þjer þyrftuð með, yður til skjóls og varnar á móti kuldanum

svo jeg ætla að biðja yður að hlífa mjer ekki væri það nokkuð er yður vantaði til þess heldur láta mig vita það sem fyrst það er þá alt efni þrotið og brjefið orðið töluvert lángt, Jeg á að bera bera yður ástar kveðju frá Mann inum mínum, (með besta þakklæti fyrir þann partinn af brjefinu yðar síðast sem til hanns var við biðjum líka kærlega að heilsa húsbændum yðar, Jeg vona nú einsog fyr að þjer ekki breitið við mig eptir maklegleikum heldur lofið mjer að sjá línu frá yður, heldur fir en seirna, hætti jeg svo og bið yður forláta þetta blað sem er skrifað við ljós og innanum suðuna úr dreingum mínum, Guð gefi yður goðar nætur og lati yður altaf líða einsvel og ann yðar heittelskandi broður dóttir

StSiggersdotir

E.S. Meðfylgandi brjefi biður maðurinn minn yður fyrir að gerasvo vel að koma á póst eða ef önnur ferð kinni að falla viss og svo að borga undir það því hann veit ekki hvað á að borga undir svona brjef og láta sig svo vita hvað það er mikið yðar elsk St

Myndir:12