Nafn skrár:SteSig-1873-02-17
Dagsetning:A-1873-02-17
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 22 Marts

Hrg 17 Febr 1873

Elskulegi Föðurbróðir!

Nu eru þá vinnu menn mínir að fara á stað í verið (garðin) til ef unt væri að reina að ná í eitthvað af þessum mikla fiski sem ferðamonnonum að sunann seigist nú svo mikið af, um leið eiga þeir að færa yður þessar línur með besta þakklæti fyrir yðar góða brjef af 9 Jan og bókin0 einsog það kom með bestu skilum, ekki gefur hún um aðra handa Emil fyrstum =sinn, og á hjer með að fylgja borgunin fyrir þessa, ásamt kærri kveðju systir minnar, asamt kæru þakklæti fyrir út=

vegurnar, þó langt sje nú orðið síðan að jeg skrifaði yður seinast, þá er jeg samt mjög fátæk af frjett= um, því ekkert ber hjer til tíðinda tíðin er hjer einsog víst víðar svo góð, að haldi g Góa áfram einsog þorri þá færi óðum að grænka en svo mun hún ekki lit ef að vanda lætur, þó þikir eitt að þessari tíð nl: að hjer austan fjalls er aldrey komið á sjó, en marga farið að lánga í fiskin suma af þörf, en suma til tilbreitinga við kjötið, Nú er farinn að mínka hjá mjer mjólk því kvígan sem bar fyrir þorra getur ekki haft við að bæta það upp sem hinar kírnar geldar hún er kvíga og komst ekki nema í 9 merkur með mesta dekri en á einmánuðinum eiga nú 3 að bera í einum Boggli og þa hlakka jeg nu til og þá fárð þjer nú frjettir!!

Við erum öll frísk hjer, og heilsu far manna yfir höfuð, heldur gott nema hvað bólgu= sóttinn er altaf einhvurstaðnar að stínga sjer niður, þá hætti jeg nú og vísa til brjefberaranna skildi eitth= að vera eptir, Nú er Malla og hennar piltur búin að fá þægi legt kot hjerna rjett hjá, svo ekki mun það gl dragast lángt eptir lokin að þau giftast, hann rær í Þorlákshöfn, og ætlar að hafa hálfan hlutinn sinn í vetur í haust_ Maðurinn minn biður kærlega að heilsa yður og við bæði húsbændum yðar að endingu bið jeg yður að forlata þetta blað sem er skrifað í mesta flitir, guð gefi að yður líði altjend svo vel sem ann og óskar yður elskandi brdottir StSiggers

Myndir:12