Nafn skrár:BenHal-1880-02-23
Dagsetning:A-1880-02-23
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3081 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Benedikt Hálfdanarson
Titill bréfritara:vinnumaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1845-00-00
Dánardagur:1933-00-00
Fæðingarstaður (bær):Odda
Fæðingarstaður (sveitarf.):Mýrahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Skaft.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

23 Februar 1889 Davenport

Elskulegi Torfi minn!

Það er nú komið í bugsurnar fyrir mjer með að ná í firstu ferð að jeg held, enn þó ætla jeg að láta þennan miða fara á stað í þerri von að hann komist áður enn lokað verður, það kjemst þó altjent með 2 ferð, first og fremst þakka jeg þjer fyrir þitt góða brjef af 12. Nóv. „ 79 meðtekið á Jóladagin og var okkur það góð jóla gleði mjer að fá að lesa brjef frá þjer og Sigríði frá sistir sinni! þó svona sje nú lánt síðann jeg hef skrifað þjer þá er einhvernveginn lítið til að seiga því miður er hjer altaf á sama blett enn hvergi les eða talar svo mykið sem frjettum við víkur, við erum reindar bæði svo að við gjetum bjargað okkur í ensku í öllu daglegu tali og þikir okkur alt vera mykið ljettara að bjarga sjer eptir það er lært; enn lesturinn er smár; við erum 0 nærri búinn með 1. og 2. bók sem eru hjer á barnaskólum, brúkaðar og svo erum við að reina okkur þegar við sjáum dag blöðinn

við höfum hjer góða dreingi sem vilja seia okkur tal; og góða hús bændur þó kaupið sje lítið þaug gjefa okkur mart smávegis; mig minnir að jeg seia þjer firri að jeg rjeði mig hjer í 8 mánuði 12 dl á mánuð frítt hus mjólk og smá kvaðir aðrar; jeg kom hjer 8 Septemb.; vetrar vinnan hefur verið að hirða skepnur 50 fjár 20 naugripi 4 hross 12 svín og svo smá vegis fleira þegar jeg hef haft tíma; þetta gjekk nú alt vel og það líkaði vel, enn 19 Janúar vildi mjer það slis til að það skarst nokkuð af 3 fingrum mínum á vinstri hendi, vísi fingri langa f. og græði f., nokkuð af þessum naut gripum sem jeg passaði voru gjefnir 00000 sem first voru skornar niður á maskínu, enn þetta sinn var jeg heldur 0000 fyrir og var farið að rökkva enn jeg flítti mjer nóu mykið; snjeri með annari hendi enn tróð inní maskínuna með hinni, svo að tók af fista fingri að innanverðu helfing af beini upp að efri hnúa enn nöglin var eptir 2ar sniðskarst líka á hlið hálfur fremsti hnúi og nögl af, 3ji hálf nögl að framann og fæ jeg henn jafn góðann og firsta fingur því nær nema jeg gjet aldrei beigt firsta hnúa enn lángifingur lítur út fyrir sem firsti hnúi sje af; enn jeg vona samt að það standi mjer ekkert fyrir að vinna eins og áður! Jeg var fluttur samstundis inná Hospital og þar var jeg í 3 vikur og fór þar vel framm að

tala og þar las jeg þegar jeg gat, hús bondi minn vitjandi opt um mig og sótti mig svo það eru 61 mílur hjer frá ví fórst mykið 000 við Sigríði meðann jeg var í burtu og hjálpaði henni sem þurfti fyrir ekkert, fyrir þessar 3 vikur sem jeg á Hospítalinu þurfti að borga .6. 40 cent, ekkert gjet jeg gjert enn þá nema með annari hendi og gjet líkast til ekki firr enn eptir svo sem 30 og þigi mjer það æði lángur tími; ef jeg tabaði tíma, enn jeg held að jeg held að jeg tabi ekki tímanum. því mjer hefur verið sagt hjer að ef smiður er ráðinn og raði slis á þess vinnu að hann verði að gjefa eins á þann tíma sem sá meiddi ekki gjetur unnið til þess að hann sje betri, húsbóndi minn hefur ekkert minst á það, enn gjerir alt hvað hann gjetur að mjer batni sem first, og hefur farist mykið vel við mig þennan tíma, og jeg er nú farinn að hjalpa honum sem jeg gjet með annari hendi. Ekki gjet jeg sagt þjer um framtíð mína hjer því það er eins og maður hugsi hjer eitt í dag og annað á morgun og stundum er þessi staður sagður bestur stundum hinn og fólk er hjer á sífeldu ferða lagi þeir fara hjeðann til Manitóba og Winipeg og sumir koma aptur og seia að þar sje ekki lifandi

enn aðrir skrifa að þar sje gott og fjöldi flist þángað og nú er búist við að fjöldi flitist frá Einglandi á næsta vori því þar þikia svo hardir tímar, mjer þikir líkast til að jeg verði hjer kir næsta sumar; ef lifi því jeg sje að við lærum hjer betur og betur og það er skjemtilegra fyrir seinni tíð, ef maður flittist í ny lendu Jeg hugsa að fylgja þínum ráðum svo mykið sem jeg gjet, þó jeg sje hjer, jeg spai að jeg hefði þurft að finna þig hefði jeg verið heima 0 ekki síður enn gunnars sjálfs jeg er hættur að hugsa að flytja til minnióta því þeir skrifa mjer ekki svo gott þaðann og er nú að hugsa að flytja til Dakóta svo sem Jón Br. Björn S. Kristjan og Hafliði og sagt er að þeir taki sjer í staupi minnisota menn, Sturlaugur og Guðmundur hafa eignast sinn dreinginn hver enn að öðru leiti er gvendur ógiptur enn, Jon frá Brekku er hjer í Toronto, enn lítið held jeg að hann græði, jeg gjet sagt þjer það að bjarti geingur betur að græða hann er í góðum stað og er vel litinn, er reglu piltur og hefur vel farið framm við gjetum fundist svo að seia þegar við vilium jeg vona að þú fair brjef frá honum með firstu ferð heim og þá seir hann þjer greinilega fra sjer Sigríði og Stínu líður vel og hafa haft goða heilsu lof sje guði, og jeg hef haft goða heilsu fyrir utann það það sem jeg hef sagt

þetta er firsti vetur sem jeg hef sjeð sem jeg gjet valla kallað vetur að veðráttu til það hefur verið líkast og þegar var góð haust veðrátta hjá okkur heima, heiðríkur og sjaldann mykið frost og svo langir kaflar frostleisur svo sem var mest part af Januar þessi manuður er dálítið kaldur með köflum bændonum þikir þessi vetur of góður þeim líkar betur að hafa dálítið af snjo og sleðafærð á veturnar og svo þikir það betra fyrir hausthveitið að njór liggi á nokkuð yfir veturinn jeg hef 2ar sent póst kor til Lárus enn ekkert svar feingið það því jeg er viss um atressu hans, jeg er nú að ráðgjera að skrifa honum leingra brjef og skamma hann dálítið enn Sigríður seigir að jeg muni hafa sára lítið til af því tagi til að láta úti við hann sem jeg valla hafi sjeð og þó jeg þikist gjeta fundið mjer eitthvað til þá verður líkast til ekkert úr því að skrifa honum first um sinni hann á nú 50 ekrur af góðu landi gott hesta tún og alt sem því þarf að fylga svo hann er víst ekki að hugsa mykið um folk heim á yslandi 0 kanski jeg fari með tímanum til Nebraska. Jeg fælist flugurnar í nya yslandi og winipeg

gamnann þotti mjer að frjetta af fjenu þínu og hvað vel hrutarnir skárust vel þú hefðir feingið vel fyrir þá hjer þar sem sauða kjet fæst ekki minna enn frá 10 - 14 cent 0, Yndriði gamli þiki mjer hafa verið 00000 seigur við rjettinn á Kiðhóli það hefur líkast til verið stuttur vinskapur Guðbrands og Yndriða mjer þikir mikið gamann að frjetta að heimann og jafn vel meir af vestur landi enn austur. því þá eru meiri frjettir og fjör, Jeg verð nú að biðja þig að fyrirgjefa þennan ómindar miða jeg gáði ekki að á ætlun pósta fir of seint, ef guð lofar þá klóra jeg þjer með næstu ferð og altjent þegar jeg gjet jeg bið þig að heilsa öllum kunningunum það er seia heima hjá þjer kringum og hjartans kveðiu til Guðlaugar þinnar og allra sistginanna og gamann þókti mjer að tala dálítla stund við geira, guð gjefi þjer og þínum gott ár og gleðilegt og arðsamt sumar í jesu nafni og láti ykkur ætíð líða betur enn jeg fæ oskað, jeg er þinn elskandi einlægur vin

B. Hálfdansson

Sigríður biður hjartanlega að heilsa ykkur öllum

Myndir:1234