Nafn skrár:SteSig-1873-08-31
Dagsetning:A-1873-08-31
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Hraungerði, 31. aug. 1873

sv 6/9 73 send medskiptabækurnr

Elskulegi föðurbróðir!

Hjartans þakklæti fyrir síðast og svo fyrir yðar góða brjef og svo sjer á parti fyrir fallega og góða kverið er því fylgdi, okkur þótti gaman að sja´það, því það er einsog von var á eptir þann mann, mjög falleg og vel valið alt sem þar er, það hefur nú svo lag leingi dreigist fyrir mjer að skrifa yður af þeim orsök að jeg á messudögum hef verið uppánýtt að reina að spurja upp "þórðarbænir" en hef hvurgi getað en spurt þær uppi eldri en fra 1836 og þær munað þjer nú ekki vilja, en svo ætla jeg samt að reina að halda áfram að leita að þeim._

það er nú af heiskapnum að seigja að hann geingur vel, að því leiti, hvað nítingu snertir, en tún og eingjar hafa verið með láng sneggsta móti, tilað minda, var einu kírfoðri minna af túni nú en í firra, eða 5td fimmta parti minna en í firra, en það bætir úr hvað nítingin á öllu er góð kín kír og fje görði dável gagn framanaf en það fór alt í kulda kastinu sem kom rjett fyrir sláttinn, svo það hefur vart verið í miðallagi, þá kem jeg nú frá búskapnum til heilsu= farsins og hefur það nú verið gott alt að þessu, og vo við hjóninn erum frísk, en dreingirnir Oli og Geir veiktust báðir í vikunni af Difti= rítis, en Oli er nú orðin að mestu góður, en g Geir en er veikur en

þó er jeg að vona að hann ætli að koma til, en fyrir það að hann er nú svona er jeg ekki vel yr upplögð að skrifa, enda sje jeg að altaf koma aðrir stafir og önnur orð en jeg vil, sem er ljós vottur þess að andin er á flökti, þó er sumt í mjer gróða= hyggja fyrir dreingina, og dettur mjer því í hug að kvabba á yður einsog vant er og biðja yður, gera svo vel, og koma nú þessum skildíngum þeirra í sparisjóðinn, sem þeim hefur inn= hentist í sumar, og sem okkur þikir heldur mikið til að bíða þartil að sumri, og eiga því að fylgja þessu blaði ásamt sparibókum þeirra, og greinilega skírteini um hvað mikið hvur þeirra á bækurnar mætti senda Bjarna bróðir austur á Bakka einhvurn tíma með sendimönnum sem opt

eru á ferð einkum um það leiti að póstskip eru á ferð um mjer þt þikir vest að gera yður ómak með þessu, en við eigum aunga von, að, í Re Reykjavík nema yður og vona að þjer forlátið mjer það einsog þetta brjef sem er í alla staði illa útbúið, Maðurinn minn og Bjarni bróðir biðja kærlega að heylsa yður og við hjónin húsbændum yðar a æ góði bróðir forlátið nú þetta alt yðar elskandi brdóttir

StSiggeirsdóttir

Af meðfylgjandi 11u-3ft á Ólafur 4 rd 3 ft Geir. 5-3 Jón. 1-3 = 11 rd= 3

Af meðfylgjandi 11 rd - 300 á Olafur 4 u - 3 00 _ Geir 5-3_ _Jon_ 1-3= 11 0 3 00

Reykjavík 18 7

Myndir:1234