Nafn skrár:SteSig-1875-03-03
Dagsetning:A-1875-03-03
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 7 Mars

Hraungerði dag 3 Mars 1875

Elsku góði Föðurbroðir!

Einsog vant er hefur nú altof leingi dreigist fyrir mjer að skrifa yður, og þakk yðar góða brjef snemma í vetur, en nú eru piltar okkar að fara í verið og þá er jeg nú vön að reka letina á flótta enda er þá mesta annríkið frá fyrir okkur kvennfólkinu, Enn þó lángt sje nú síðann að jeg skrifaði verð jeg þó ekki frjetta fróð, okkur hjer skildfólkinu líuðr vel því við erum öll frísk, glöð, og ánægð, enda hjálpar, þessi blessuð tíð ekki lítið til að gera mönnum lífið ánægulegt = enn það liggur nú við að jeg sje orðinn = hissa á þessari góðu tíð, því slíku er jeg

óvön úr Þíngeyarsyslu, þó er nokkuð að fyrir okkur þareð eirn vinnumaðurin af þremur hefur leigið við rumið í allan vetur, og nú eitthvað fyrir mánuði alveg lagstur í innanveiki svo nú verða ekki nema tveir sem róa út, og það þikir okkur nú rækals bægi, því þeir hafa altjend fiskað heldur vel, Pestinn drap nú mikið minna enn í fyrra, það er nú ekki lángt síðan að Kusur mínar fóru að bera fyrir alvöru, en hvurnin sem við þær var dekrað gátu þær ekki komist í meir en 10 og 11 merkur það er nú ekki eptir óborið nema 1 kír og kvíga að 1sta kálfi, Nú hafa hestar ekki verið þúng ir á garðinum í vetur._ Bjarna bróðir líður vel í Höfninni, og það besta er að jeg held, að Hjónonum þar líkí vel við hann, enda held jeg að hann sje ekki olaglegur að seigja til börnum

þetta brjef bið jeg yður nú að forláta og lofa mjer nú sem allra fyrst að sjá línu frá yður, því okkur er fyir laungu farið að lánga eptir að frjetta af yður, og vita hvurninn þjer hafið verið til heilsu í vetur Berið kæra kveðju okkar hjóna Húsbændum yðar, og yður sjalfum á jeg að bera ástar kveðju frá Manninum mínum Guð gefi að þessar línur hitti yður frískan og glaðan þess ó af hjarta yðar elskandi broðurdóttir

StSiggeirsdottir

S. T. Herra Studiosus Páll Pálsson í Reykjavík

Myndir:12