Nafn skrár:SteSig-1875-10-02
Dagsetning:A-1875-10-02
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 10 g 19 Oct

Hrg: 2 Októbr. 1875

Elskulegi Föðurbróðir!

Lángt er síðan jeg hafði ætlað mjer að skrifa yður og þakka yður fyrir okkur syðast, okkur hefur liðið vel síðann og dreingjum okkar, og þá heyskapurinn sje heldur lítill, 5 1/2 m því snöggt var, þá bætti nítinginn það upp, því í sumar einhvur sú hagstæðasta tíð sem maður gat óskað sjer, í því tilliti, enn malnita hefur aldry verið til líka lítil hjá mjer sem í sumar, og hafa fleyri kvartað yfir því, alt Skirsafnið mitt eptir sumarið var hálft þriðja tunna, en aptur eru kálgarðar betri en í fyrra heimtur er nu ekki að marka enn enda er ekki svo mikið kvartað um þær hjer en á Landmanna afrjetti er sagt að fjeð hafi leigið hronnum saman dý bitið dýrbitið, og mokkuð á okkar afrjetti það

er verið að gistka á að Tóa muni hafa flúið undan eldinum Uppum Túngu og hreppa hefur geingið leiðinda kvillir í sumar Blóðkreppusótt og uppköst með og nú um rjettirnar fluttist það hjer t.d. eru nú 6 búnir að vera vel vesælir og sumir að liggja af því, við hjóninn og dreyngirnir erum samt frí enn Nokkuð lángt er nú síðann að jeg hef feingið brjef frá Bjarna bróðir þegar hann skrifaði seinast leið honum mikið vel hann var þá á Spekulanst túr með Sehon á Djúpavog, hann var þá ekki farinn að sjá Stefan sjera, frænda okkar, og vissi því ekket hvurninn hann gerði sínarsakir hvorki sem prestur, nje bóndi, eða búmaður en jeg vona hann geri það alt vel bara hann taki ekki gamla Bakkus með í nein störf síns eða yfir höfuð ekki á sitt heimili._

Gistka menn ekkert á hvurninn Biskupi hafi orðið við, eða hvað hann muni gera við Grein sjera Þorv. á Reynivöll í Þjóðolfi? þá eru nú mennirnir að koma sem taka brjefið enda mun yður þika nóg komið af svo góðu, Maðurinn minn biður kærlega að heylsa yður, og dreingirnir einkum Páll hann hleypun hleypur nú eirn um alt, og talar nokkuð, hann er ólíkur ollum bornum í því einu að það versta sem uppí hann er látið er sikur Oli hefur nú orðið okkur að miklu gagni í sumar, bæði til að smala ánum og svo var hann fylgdar maður Pabba síns á óllum Visitasíuferðonum hann hefði annars þurft að kaupa sjer mann með sjer Geir er nú að birja níunda árið hann er ekki mikið fyrir vinnu, en fyrir bókina er hann meyra, hann er nú farinn að læra kverið og geingur það mikið vel einsog alt sem hann hefur borið við í því tilliti, þá er nú meyr en mál að hætta þessu og biðja yður bera kæra kveðju okkar húsbændum yðar og umfram alt óska jeg yður allrar blessunar á vetrinum sem nú nálægist jeg er yðar elskandi brdóttir

Stefanía Siggeirsdott

Myndir:12