Nafn skrár:SteTho-1915-12-23
Dagsetning:A-1915-12-23
Ritunarstaður (bær):Noregi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafnið á Akureyri
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Steinn D. Þórðarson
Titill bréfritara:rafvirki
Kyn:karl
Fæðingardagur:1894-04-30
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hnjúki
Upprunaslóðir (sveitarf.):Svarfaðardalshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Eyf.
Texti bréfs

IPorsgrund 23.-12. 1915.

Kæri vinur minn!

Hjartans þakkir fyrir alt gott, en þó sjerstaklega fyrir þitt góða brjef, sem jeg medtok í dag. Jeg fæ ekki lýst þakklæti mínu og gleði yfir brjefi þínu, það var fyrsta

brjefið sem jeg fjekk frá Íslandi; Að vísu fjekk jeg tvö önnur brjef jafnframt þínu, en jeg þekkti utaná skrift þína, og mjer varð því að lesa það fyrst. Þótt brjef þitt væri

ekki margar arkir var mjer það jafn kært fyrir það, þau fáu orð glöddu mig eins mikið, eins og tíu sinnum lengra brjef hefði geta gert. Mjer var farið að lengja eftir að

heyra að heiman, jeg gerði mjer svo sterka von um að fá brjef nú fyrir jólin, en nú var komið svo nærri jólunum að jeg var alveg orðin vonlaus, en einmitt þá fæ jeg

brjefin. Mjer er sönn ánæga að skrifa þessar línur heim til ykkar, ekki síst af því jeg get sagt að mjer líður vel og alt hefur gengið vel, og jeg veit líka að ykkur er það

gleði efni. Jeg gat þess víst í brjefi mínu að jeg fjekk góðar viðtökur af directör H.E.Kjölseth og af skólanum yfir höfuð. Jeg held að

place="topmargin">II Kjölseth hafi næstum geta daðst að því að jeg var komin svo langan veg, og það þvert á móti leyfi hans. En verst var hvað jeg kom of

seint, allri vóru komnir lengra enn jeg, allir búnir að fá sín fyrstu undirstöðu atriði; það hefur ollað mjer erfiðis en jeg vona að það hverfi nú þegar smátt og smátt. Af

kennurum skólans hefi jeg ekkert að segja nema gott, þó mum mörgum nemendum mjer þykja þeir strangir og miður skemtilegi. Eftirlyt með allri hegðun og framferði

er hið strangasta. Sjerstaklega hefi jeg haft góð kynni af einum kennara skólans, elektroingeniör B. Hånssen. Hann kom frá Þýskalandi síðastliðið haust og fjekk

stöðu hjer við skólan ;(sem Sikrektör) fjárhaldsmaður skólans og aðstoðar maður direktörs, en af því hann hafði það starf á hendi fjekk jeg kynni af honum. hann

hafði utvegaði mjer húsnæði, af því jeg óskaði eftir því af skólans hálfu keypti með mjer, eða fyrir mig, alt sem jeg þurfti til skólans, gekk með mjer um allan bæin

og sýndi mjer alt sem jeg óskaði eftir. nú um jólin er jeg velkomin heim til hans hvenær sem jeg vil, og höfum við ráðgert að taka okkur skíða"tur"

upp í landið! Norðmenn eru góðir skíða menn enda halda þeir mikið af þeirri list. Jeg get imyndað mjer að þú hafir gaman af að heyra um

="scribe" place="topmargin">III fyrirkomulag kenslunar hjer við skólann Frá kl. 8-12 fyrirmiðd. er (teoreti) bókleg kensla það er mest stærðfræði; almennur

reikningur sem kendur er í öllum æðri skólum. Svo er "Mekanik" (aflfræði) það er líka mest reikningur, en útafbrugðum af þvi leyti að hann er einungis um kraft eða

orku (reikningur sem viðkemur vjelum eða verkfræði) þar næst mun vera óhætt að telja teikning, hún er kend afar mikið, þar stóð jeg verst að vigi gagnvart því að

koma of seint. nú um jólin skal það vera mitt aðal verk að teikna. Svo er "mekanisk teknologi", bókleg verkfræði, hún er mest um vinnu á verkstæðun, eða járnsmíði.

Bókfærsla (dobbelt) er kend 1 tíma í viku, og sömuleiðis tekniskskrivning ---||--- Svo er uppihald frá kl. 12-2 þá fara allir heim og borða miðdag, en kl. 2 birjar kenslan

aftur og er frá kl. 2-6. Það kalla þeir "praktis", það er handavinna, járnsmíði og trjesmíði 3/4 járnsmíði og 1/4 trjesmiði,

af tímanum. Alt svo er kent 8 tímar á dag, það er lengur enn í öllum öðrum skólum, og maður hefur ekki mikin tíma til lesturs, og það eyðir líka tíma að ganga tvisvar

til skólans, hafa tvisvar fataskifti og þvo sjer tvisvar því ekki getur maður tekið á hvítum pappír og riðguðu járni í senn.

En þetta fyrirkomulag nær

IV aðeins til 1. beks, í 2. bekk er elektroteknik aðal fag og stærðfræði aukafag,

og annað verkstæði; Það er að segja fyrir rafm. deildina, jeg skrifa ekki meir um það nú jeg vona að fá tækifæri til þess síðar. Mjer hefur líkað vel við kensluna nú, en

þó mun hún langtum skemtilegri i 2. bekk. Í skólanum eru 160 nemendur og 10 kennarar það sem þú óskar eftir að jeg skrifi, er um kostnað þann sem leiðir af dvöl

minni hjer. Eins og áður er skrifað vísaði skólinn mjer á húsnæði af því jeg var ókunnugur, og óskaði eftir því. Jeg hafði herbergi með kvöld- og morgunmat á einumstað,

en middag á öðrum. Húsnæði með morgun og kvöldverði kostaði 55 krónur en miðdagur 26 kr. altsvo til samans 81 kr.-- Slígt var afar dýrt, eftir mánaðar dvöl, hafði

jeg því vistaskifti, og fjekk herbergi þar sem jeg áður hafði miðdag kostar það 73 kr. 65 krónur er allra ódýrast sem hægt er að fá, og fæst ekki nema 2 búisaman á

herbergi, en það gat jeg ekki fengið af því jeg kom, svo seint, og svo er það að mörguleyti verra. Svo verða allir nemendur að borga 10 kr. skólagjald. þar að auki má

reikna fata þvott 3-5 kr. mánaðarlega. Föst útgjöld mín mánaðarlega eru því um 90 kr. og svo eru mörg smá út gjöld sem ekki er hægt að fast á kveða, en sem vilja

oftast vera nokkuð drjúg á??

V metunun, án þess þó að óþörf yðsla sje brúkuð.

Jeg tek víst að þjer þyki þetta mikill kostnaður, enda er það, og mjer óar sjálfum við, að vera öreigi og verra enn það, á fullorðins aldri, en ef alt gengur vel kvíði jeg

ekki fjeleysi. Þessi kostnaður og kenslu fyrirkomulag er eins sumar sem vetur, en að sumrinu, í júlí og Águst er frí, þá meiga allir eiga sig. Ekki hefi jeg enn ákveðið

hvað jeg geri þá en mjer hefur dottið í hug að vera við "stærkstrámanleg" ef jeg gæti komist að því, og hefur ingeniör B. Hansen boðið mjer, að

sjá mjer fyrir því. Ekki hefi jeg margt að skrifa af lífinu hjer jeg er að mestuleyti utanvið stórborgarlífið, þó jeg búi hjer mitt í einni borginni, sem telur 5-6 þús. íb. og

sem liggur við hliðina á annari sem telur 12,000 íb, (sem er Skien). Lífið hjer er ein hrein mótsögn við það sem það var heima á Hnjúki og munt þú ekki þurfa útskyringar

á því; ekki veit jeg hver áhrif þetta nýja lif, hefur á mig, en það eitt veit jeg að mjer var þessi ferð nauðsynleg, að hverju sem mjer verður hú. Um tíðarfar hjer í Noregi

hefi jeg ekki margt að segja, og get jeg ekki dáðst að veðurblíðunni það var auðvitað gott og milt veður fyrsta mánuðinn sem jeg var hjer, stöðugar kyrrur, og þykt

loft. Eftir þryggja vikna veru hjer sá jeg fyrst sólina

VI og þá fanst mjer hún færa mjer kveðju frá

ykkur og jeg óskaði eftir að hún færði ykkur jafn hlýja kveðju frá mjer. Í okt. fór að verða kalt og síðan hefur verið reglulegt Íslands veður, og nú þessa daga, fyrir jólin

hafa verið hörku frost -20-25°C. og í Stokkh. vóru í gær -24°R. og yfir -50°í norðursvíþjóð. Þetta eru ekki vanaleg frost.

Vænt þótti mjer um að fá frjettir af foreldrum mínum og gat jeg af þeim fáu orðum sem þú skrifar um það, nokkurnvegin imyndað mjer kringumstæðurnar Jeg skrifaði

mömmu í haust örfá orð, sem jeg ljet innani brjef til Rögnv. bróður. Og vænt þætti mjer um ef þú gætir flutt henni mína heitustu kveðju. Jeg skrifa henni ekki nú, jeg

vona að þú getir látið hana vita um líðan mína, og að henni komi það jafn vel. Ef að þú veist að hún óskar eftir enhverju af mjer, treysti jeg þjer til að láta mig vita það.

Framvegis munu mjer kærkomnar frjettir af foreldrum mínum. Fyrir rúmri viku síðan var haldið próf hjer við skólann eða það sem norðmenn kalla "Lendsmen", Gjarnan

hefði jeg viljað gera það betur, en jeg gerði, en þó má jeg víst vera ánægður með það, þar sem það gerði mjer góðar vonir um að jeg kæmist í gengum skólan á tveim

árum, og er það betur en það sem Þorkell (frændi gerði mjer vonir um, honum leyst altaf svo illa á hvað jeg fór seint, og var það að nokkru leyti rjett Jeg gat ekki búist

við að fá einkunnir sem þei?

VII bestu sem eru margt vel lærðir menn sem verið hafa

á skólum mikið lengur en jeg, og margir þar aðauki á tekneskumkvöldskólum, og aðrir á verstæðum og s.fr. Jeg vona hins besta með alt hvað skólanum við vikur.

Og nú er jólafríið byrjað allir minir fjelagar eru farnir heim til foreldra sinna og vina. Jeg er vist sá eini sem eftir sit, en jeg ferðast lika heim til vina minna, og er mikið

fljótari enn þeir sem ferðast með járnbrautunum, mjer verður ósjálfrátt að huxa heim nú um þessi jól, jeg hef svo að segja ekki haft tíma til þess fyr, þó er ekki þar

með sagt að jeg hafi ekki munað eftir neinu heima á Íslandi. En þó jeg skrifi svo meigið þið ekki huxa að jeg hafi leiðinleg jól - langt frá - allir sem þekkja mig hjer, reyna

til að jeg hafi skemtilegt, og því til sönnunar, get jeg sagt að jeg er boðin til directör Kjölseth annað kvöl sem er jólanóttin, jeg finn mig tæpast færan til að sitja heimboð

hjá svo hálærðum mönnum sem directörinn er en ókurteisi væri af mjer að neita slíku mannuðarboði, og þótt jeg sje i heimboði hans þetta kvöld, er jeg enguaðsíður

í heimboði ykkar það sama kvöld, og jeg treysti mjer vel til að sjá ykkur öll í anda. Svo býst jeg við að jeg fari að enda þetta brjef. Jeg skrifa ekki frjettir af

umheiminum, því jeg þykist vita að þær frjettir (komi) komi til Islands, sem annara landa. Og svo vona jeg eftir að þú sendir

mjer línu síðar, það er sú mesta gleði sem þú

VIII getur veitt mjer meðan jeg er hjer. Utanáskriftin má

vera hin sama sem áður, en vissara er að þú skrifir Th. í staðin fyrir þ. norðmenn geta hvorki lesið eða framborið þ Jeg fjekk brjef þarsem póststjórnin hafði breytt

þ inu í H og lesið það síðan Harðarson en brjefið koms til skila fyrir skóla nafnið, og svo geng jeg undir nafninu Thordarson, það fanst öllum sjálfsagt að jeg hjeti,

norðmenn nota ætíð eftirnafn, eða ættarnafn. Svo enda jeg brjefið með míinum bestu óskum og bið Guð að láta friðarins og kærleikans engil búa á heimili ykkar,

og gefa ykkur gleðilegt og gott komandi ár.

Það skrifar þinn enl.

Steinn D Þórðarson.

Frúin sem jeg bý hjá, biður nnig að bera ykkur kveðju sína.

Myndir: