Nafn skrár:SveJon-1903-03-08
Dagsetning:A-1903-03-08
Ritunarstaður (bær):Þverá
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafnið á Akureyri
Safnmark:
Nafn viðtakanda:Jakob V. Havsteen
Titill viðtakanda:kaupmaður á Akureyri
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Sveinn Jónsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1885-11-30
Dánardagur:1905-07-27
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Þverá
Upprunaslóðir (sveitarf.):Svarfaðardalshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Eyf.
Texti bréfs

Þverá 8/3 1903.

Herra Consul J. V. Havsteen Oddeyri

Eptir beiðni yðar hef eg fundið Óskar Rögnvaldsson og við höfum talað okkur saman um þetta sem við töluðum um syðast og okkur hefur komið saman um að

það væri óráð fyrir okkur að fara frammá það við menn að skrifa undir heldur að reina af fremsta migni að vera búinn að koma þeim á okkar mál áður en fundurinn

fer framm í vor því að Óskar gaf mjer það í skýn að það mundi kanski vera búið að koma þeim á annað band ?? heldur

en að kjósa Hannes. Það er komin svo mikill rómur á þessar kosningar að það er ekki hug sandi tel að róta því neitt sem stendur því það er betra að fara hægt í

þetta eins og þjer vitið

Aðal erindi ?l. Jónssonar syslumans vor það þegar að hann kom úti Svarfaðardal að hafa menn tel að

kjósa sig og hann lagði spursmál fyrr alla þá sem á fundinum voru hvað tel þess kjæmi að menn væru farnir að skrifa undir hjá Herra Consul J.V. Havsteen í þeim

telgangi að kjósa Hannes Havsteen - og hvað kæmi tel að þeir ekki veldu kjósa sig og Stefán eða þessa sömu menn sem hefdu verið kvort það kæmi tel af því

að þeir hefdu borið skagt eða illu þeirra mál. en þenir og af eingum tel svar því að þar var einginn sem að voru bunir að skrefa undir hjá yður.

En þá kom Herra Oddviti Gísli yðurs með það að hann sagdist ekki skilja í því að menn væru ekki frjálsir en gjöra hvað sem þeir vildu eða kjósa hvern sem þeir vildu

þótt þeir hefdu verið gintir eða narraðir tel að skrifa undir þ hjá yður. Eg skal gjöra svo mikið gott í þessu sem að eg get aður en þeir Svardælingar ríða a fundinn í vor.

Svo hef komist eptir því að Arskógsstrendingar munu allir vera á móti Hannes

Þar sem að þeir eru búnir að vita það að Stefán bíður sig framm svo er ekki

að tala um að allir verða mið honum. Eg get sagt yður af pöntunarfundi Svardælinga sem haldinn var 25 februar á hann kom Sigurdur Læknir Friðbjörn á Grítubakka

Stefán í Fagraskógi og Þorsteinn á Svínanesi þar var mikið rættum pöntu og voru þessir fyr greindu menn komnir á fundinn í Svarfadardal tel að koma alment pöntun

á í Svarfadardal svo nú hafa Svardæli pantað meira og minna Vallri saman þótt þeir fari hægt í það fyrst um sinn á meðan þeir eru að losa sig við skuldir sínar hjá

fagterum en syðar meir munu allir meira og minna fara í pöntun því að Friðbjörn hefur lofað að sjá um að allar vörur verði teknar í pöntun sem í kaupstað hafa gengið

lofað að kaupa eða bygga Hús í Hrísey fyrir svardælinga svo það verði hentugra fyrir þá að koma pöntuninni að sjer því lifið í pöntuninni v erða Svarfdælinga ef að þeir

fara alment í hana

Hefdi eg mátt bjóða 10-12 mönnum góð kjör hjá yður þá hefdi eg kanski getað Sleigið þeim saman í fjelagi tel að versla við yður en þegar

að eg lít á minn Reikning yfir þetta ár þá get eg ekki búist við að eg feingi betri kjör kþótt eg verslaði með meira þar sem eg hef gjört Reikning uppu næstum 4 50 krónur

og því tel eg með væntað um 40 kronur i i Reikninginn þegar að hann kom og ekki feingið 1 eyrir i upp bót og munt verð, voða legadyrt eg hef sent athuga semdir

úr Reikning minn inn eftir eg vonast eg að þjer gjörið svo vil og bætið eitthvað um þetta. Eg skal reinast yður trúr eptir megni um þetta sem við höfum talað um

Með Vinsemd

Sveinn Jónsson

Þverá

Myndir: