Nafn skrár:SmuJon-1867-05-01
Dagsetning:A-1867-05-01
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:Sæmundur var maður Stefaníu Siggeirsdóttur bróðurdóttur Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sæmundur Jónsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Postscriptum Það er langt frá því, að ég ætli mjer eða geti bætt upp, framandskrifaðan pistil; þó finnst mjer hefði mátt geta þess_ fyrst minnst var á kýr á annad bord_ að þær hafa ekki mjólkað eins vel og í vetur sídan 1860. En ekki þori jeg að halda áfram þeim hugleidingum, sem þær útaf gætu risið s: minnast á skyrsnafn eda smjörbyrgðir, svo ekki komist þad upp um mig, að jeg gangi um soðbúr, einsog talað er um, að einhver gamli biskup um hafi ekki gjört._ Annad var líka erindi mitt. þegar jeg í fyrrasumar kom til landfógeta, baud hann mjer ad hafa skipti á mínum gl. obligadiónum fyrir nýar; því miður hafði jeg þær ekki med mjer þá; spurði jeg hann þá; hvort þessi i Eydi gætu ekki gengid fyrir sig á næsta sumri, o: nú í sumar, en þad sagði hann væri óvíst, hann yrði máske búinn ad farga þeim þá. má eg nú ekki biðja yðr ad grennslast eptir fyrir mig, hvort hann í sumar á lestum muni geta skipt vid mig á 80000 yl. obl. fyrir nýar? þætti mjer æskilegt ad vita annadhvort fyrir útgöngu þessa mánadar._ Margur gleðst nú yfir balanum, sem kom med sumrinu, og er hann þó ekki enn orðinn til verulegs gagns hjer í sveit, því allar mýrar eru hjer enn undir klaka. Mikill og idusamur verðr heyskarturinn, því fjöldi manna er nú ad gefa ám frá kúnum; þad sannast, ad mörg skepnan fer úr hor á þessu vori, einkum ef kuldaköst koma; sem vid er ad búast. Jeg finn nú ekkert til þess, þó jeg eigi fáar skepnur því ánægjan yfirgnæfir yfir því, ad þær eru allar í góðu standi. Hvenær á ad veita Árnessýslu? Jeg hefi ekki getad sjed á Berlengi,ad henni sje slegið upp, og þó heyri jeg, ad L. Sveinbjörns. ætli hjeðan máske þegar í fardögum; máske verðr þá sendur hingað einhver inderrex._

Fyrirgefið þjer ónæðið yðra skuldbundn.

SæmrJónssyni.

Myndir:1