Nafn skrár:ValBjo-1862-03-23
Dagsetning:A-1862-03-23
Ritunarstaður (bær):Þingholti
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafnsins
Safnmark:ÍB. 102, fol. A
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðingur
Titill viðtakanda:bréfasafnari
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Valgerður Björnsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1805-00-00
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):Akranesi
Fæðingarstaður (sveitarf.):Akranes
Fæðingarstaður (sýsla):Borg.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Reíkjavík þan 23 Marts 1862.

Gódi kuningi! líði ydur ætíd vel

Hjartanlega þakka jeg ydur firir tilskrifið og sendínguna, jeg bið iður að forláta þó jeg ekki skrifaði yður til aftur. jeg verð nú að reina til að segja ydur eitthvad í frjettum, hjer hefur verid gód veðurátta í vetur, en fiskur heldur lítid, nú er samt farid ad fiskast sudur med sjó í net, Póstskipið kom hjer þann, 10a þ.m og fór hjedan. aftur í morgun það sagði góda tíd utanlands frá, korn lækkad í verdi en ekki veit jeg hvur gorís verdur á því hjer, er heirt hef jeg að kaúpmen ætli að setja þad nidur; Guðbrandur snikka sigldi til Færeíja snikkari fór með gufuskipinu, og ætlar han til Færeía og reína til hvurt han ekki gjetur feingid þar betri forþjónustu en hjer og sett sig þar nidur ymsir hafa dáið hjer í vetur, og þad flutt eingir, þara t a m Þorleífur Sigurðsson sem einusini var i Apotekinu og Skafti sonur Skafta læknis, og Arni sonur Alexíusar polití, þeir voru allir á besta aldri. jeg gjet nú ekki sagt ydur meira í frjettum, þjer verdid ad taka viljan firir verkið, enda veit jeg að bædi Tímaritin

og ymsir men adrir segja ydur alt þad markverdasta ef ad þjer yrdud á ferd í vor eda sumar gæti jeg kanskje lofad ydur ad vera nokkrar nætur, jeg óska ydur als góds og fel ydur Gudi á vald um Tima og Eílífd medan heiti

Valgjerdur Björnsdóttir.

Myndir:12