Nafn skrár:BenHal-1882-07-16
Dagsetning:A-1882-07-16
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3081 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Benedikt Hálfdanarson
Titill bréfritara:vinnumaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1845-00-00
Dánardagur:1933-00-00
Fæðingarstaður (bær):Odda
Fæðingarstaður (sveitarf.):Mýrahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Skaft.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Davenport Júlí 16 - 1882

Elskulegi Torfi

Jeg er nu loksins farinn að skammast mín fyrir hvað jeg er orðinn latur að skrifa vinum og vandamönnum heim a Froni þetta er víst fyrsta brjefið þetta ár og er jeg hjerumbil viss um að móðir og sistgin halda og að jeg sje dauður, enn jeg skal nú bráðum lata það vita hvað að mjer geingur, það er hjer um bil víst að ef jeg skrifa þjer ekki þá er jeg hættur að skrifa heim til Yslands, O vell eptir allan þennan drátt þa er eins og að jeg hafi ekket til að seiga, enn veit þó að þig vanar ekki brjefið eintomt, heldur allar þær frjettir sem í það irði hægt að lata, Jeg man nu hreint ekki hvað lant er síðann jeg skrifaði þjer, Jeg held þo að það sem jeg skrifaði síðast hefði átt að koma heim í December ferðinni, 81, síðann höfum við ekkert frjett af vesturlandi, Næst liðinn vetur var hjer mjög mildur, svo að hjer í kring sást aldrei sleði dreiinn (enn veturinn þar áður var góð sleða færð í 3ja mánuði) vorið hefur verið fremur kalt og lint eptir því sem hjer er vant að vera, svo alt er hjer frem seint, enn þó lítur alt vel ut núna og, farm eru vona eptir goðri uppskjeru, þo her vest verði svo sem 2 vikum seinni enn var í firra, það hafa verið bæði Vatns flóð mykil og stormar myklir sem hafa gjet skaða vatns floði í vinnipeg og minnisota, sem stoðu leingi yfir og gjurðu mykla skaða, Storm biljir með hagli hafa verið hjer og hvar til in States, eiðilagt akra tekið a veg hus brotið og bramlað alt hvað fyrir hefur orðið og deðt sumu, 0 Jeg sje opt í pappírnum

að það er flest stor kost legra bæði það sem er náttúrunnar öbl og eins mannverk, in the united states, enn er hjer í Canada, mjer finst nu að mjer þikti það of röff að sja folk á sunnudögum vera að slarka með flöskur í höndum, gjera alla vinnu eptir því sem hver er lindur til sem er nú jaft eptir því sem mennirnir eru, það sínist fyrir mjer sem það sje of frí í bandaríkjum, auðvitað er það að bandaríki er alt að á undann Canada, það er einsog Canada sje að repast við að halda sama stæl og er í Einglandi lata hafa sem mest við herra menn halda alþíðu niður 00pa því sem í mirkri, láta folk vinna fyrir semt minstu að hægt er, það er líka eins og þeir verði half hissa ef verkamaður veit eins mykið og húsbondi, það er lant síðann eins mykið hefur komið af emegrantum alstaðar fra, eins og þetta ár, í Apríl kom til Vinnipeg því nær 10.000 emegrantar Vinnipeg grær fast og er spað að verði stór bær jeg heiri suma seiga að þar sje mykill ólifnaður to og ef það fari í vögst þa sje það líkasti staður Chicago, o vell jeg hef ekki annað enn það sem jeg heiri og les, a0000 að sumir af yslendingum sem það eru skrifi heim, Björn Sæmundson er þar og Pall Sigurgeirson frá Vidalstungu, jeg hef sjeð svo lutandi brjef frá Vinnipeg, yslendingum þar líður nuna með langbesta moti og margir hafa grætt talsvert af pneingum í sumar á því að kaupa bægir læt hjer bygga á þeim og selja þaug aptur (þetta var næst liðið sumar) það hefur mindast hjer fjelag sem samanstendur af um 20 mans með um 2 20 þusund dollara innstæðu, svo hafa 3 menn verslað með þessa peninga í sumar og eru nu buið að á vagsta þa um 30 prosent af hundraði, utann kostnaðar

margir af lönd eiga hjer í bænum hús og lot sem þeir renta, yslendingafjelagið bigði sjer hjer í vor sem komu hus sem menn komu samann í a sunnud. og hafa þar um hönd huslestra, eirnig er haldnarinn þar barnaskoli, saungæfingar og fundir einusinni í viku og optar ef þorf gjerist Tombólur og sjonarleikir, Sigríður Eyjafjarðarsol hefur verið leikinn nokkrum sinnum og nú á gamlarsdaginn eða kveldið var leikinn Nyársnottinn í fyrsta sinn, Embættismenn fjelagsins eru forseti Sigtr Jonason Skrifari Kristjan Jonson fra Hjeðinsh. Bokavorður Björn Jonson fra loni, siðagætir Arni Friðrikson og hefur hann no að gjöra, fjehirðir Sigbjörn Stefanson, hann er af austurlandi, þeir hafa í fjelagi gufubát og sögunarmillu og verlsunar búð, Sigtr er kapteinn á batnum, Friðjon hefur umsjon við sogumilluna og heldur buðina og er brogað sem óviðkomandi maður og er borgað 75 dl um month, millann er við yslendingafljotið, Þorsteirn Einarson er Organisti kaup er þar Brikklerar hafa frá $4-6 á dag, algeing vinna frá $2-3ja á dag flestir þo sem hafa $ 2-25 cent fæði og rúm um viku er frá 5 dl til 7 dl, þar er alt dírt, algeing vinnulaun hjer eru við uti vinnu $125 til 150 byggingamenn $2 gott fæði rúm frá 3 til 4 dl og flest sem þarf að kaupa er með betra verði hjer, enn er annar staðar það jeg veit, pappírinn seiir að það líti vel ut með goða uppskjeru á Einglandi og á sinn mata vel með alt eins og það var fremur batt í fyrra fyrir of mykla vætu, enn þa voru hjer þurkar kansgi að hjer verði væta í sumar, nú spá þeir hjer hörðum hörðum vetri næst

Jeg vona að þið fai goða tíð í sumar eptir alla hroða ursinningana sem voru seinasta vetur að ysafold seigir

þu hefur víst frjett af Aðalbjarti sem for til Nebraska næst liðið haust, svo hann er nu buinn að sja Lárus þó hafa þeir ekki verið mykið samann, og hefði jeg vitað eins vel um kringumstæður Larusar eins og nu þá hefði jeg raðlagt bjarti að vera hjer kir hjer, enn hann ljetsvo liklega vel um hagi sína við hjeldum að hann hefði hús fyrir sig sjalfann og biggi á landi sínu við alsnægtir, svo við í minduðum okkur að þeir gætu haft það svo skjemtilegt sem hægt væri, það var þa alt auðru vísi það var ekkert hús utan hestus, og svo seldi hann hestana og rentaði landið, jeg held nú annars ekki mykið uppa Nebraska, Af sjalfum mjer er ekki mykið að seiga, lífið líður fræðgar lítið og jeg eldist furðu fljótt að mjer finst og líkast til fer svo í gröfina að lítið sjeðst eptir mig ligga, o vell jeg komst þo til amiríku og mart hef jeg sjeð og heirt enn fatt og lítið lært, við lifum í sama stað enn þa og sama húsi og höfum goða heilsu lof sie guði það er hjer um bil það besta sem maður gjetur feingið í þessum heimi, seinasta vetur vann jeg hjer sitt hja hverjum dag launa vinnu, og tapaði ekki myklum tíma fra vinnu daglaun að vetrinum er vanalega 75 C til $100 jeg hafði leingstan tíma 90 Cent enn 16. Mars birjaði jeg að vinna inni í blacksmiths shop að hjalpa til við jarnsmíði og hef $1,25 Cent á dag, jeg sa að það var stöðug vinna og var inni svo eingin tími tamast fyrir vætuveður að sumri eða frosti og snjo að vetri ef lifi svo leingi sem jeg er að vona að jeg eigi nokkur ár eptir, það er eins og mjer sínist að jeg altaf að jeg sjai einhverja bjarta skimu undann

eða eins og von um betri tíma, í rauninni ætti jeg ekki að vanþakka guði að hann hefur gjefið mjer goða heilsu, og altaf haft no til að lifa við svo sem fæði og klæði, enn það er eins og natturan gjeti ekki gjert sig á næða með lífið og margir sem ekki gjeta veriðið án þess að bera einhverja um hyggu fyrir morgundeginum ekki síðst ef þeir hafa fleiri til að sja um enn sig sjalfa, jeg veit að þið í mindið ykkur að við hefðum verið alt eins vel af þó við hefðum verið kir heima og það gjetur verið að sumu leiti við hefðum kansgi haft heimili eða sama stað fyrir okkur sjalf það sem ekki er hjer enn þá, því þo við lifum í sama stað þa er það eins og húsmensku líf það er eins og Egjert á Kleifum sagði um Kaupstaðar líf að sje findist það svo þraungt, maður hefur svo lítið undir hendi lítið að hugsa og sja um, það er bara að ganga til sinnar dalegrar vinnu og vera svo sem verkfæri í annars hendi, og það er það sem þreingir að mjer mest enn verður þo að vera svo til þess að jeg gjet lagt svo mykið fyrir að við gjetum keipt okkur land og farið að bua eins og menn, við eigum nuna á banka sem svarar 8.00 kronur, jeg vona að gjeta bætt nokkuð við það þetta ar ef alt geingur vel, við lifum svona að jeg held við soma samlega sparneitni til fæðis og klæðis, eptir því sem hjer er siður, þu þekkir að það tekur nokkuð hjer til að lifa við yfir árið þegar ekki er nema dag launavinna til að lifa af, all flestir seiga fra hvað mykið þeir hafa í kaup fyrir dag, viku eða manuð, enn ekki hvað mykið þeir gjeta sparað Jeg er hræddur að það sje æði lítið hja sumum þó hatt kaup hafi, það massast uppí kraga og líningar eða þa annað verra svo sem tóbak og ölfaung) það var það besta sem jeg gjörði aður enn jeg skyldi við ysland að vera buinn að

seiga skylið við það hver tveggja, og á jeg það að þakka samveru við þig sem mart fleir, þar sem jeg vinn nuna er the largest and most complete Reapes, Kowes and Horse Rake Factory in the Dominion of Canada, þar vinna yfir 300 menn, og manaðar borgun er yfir $ 11000, það var hugmind að komast inn sem jarn smiður eptir að jeg væri orðinn kunugur og so hvernin alt væri jarnsmiðir hafa á dag $ 150 til 2.00, yfir höfuð þa eru hjer miklu tímar núna enn þá við komum,

Ekki hef jeg neitt frjett nylega frá Minnsota Dakota eða Nebraska þeir eru latir að skrifa hafa no að gjera eða vilja ekki láta neitt vita um sig, Seinast þa jeg vissi um Jon Brandson í Dakóta þa hafði hann um 15an nautgripi og 15 ekrur plægt land á samt hús og áhöld og er hann víst vel af og ánægður, þó þikir mjer að hann vera of lant fra jarnbraut og víst ervitt fyrir hann að selja og kaupa, Jeg fer kansgi til Dakota þegar jarnbraut er kominn þar í gjegn Sigríður vill ekki fara til Vinnipeg, litla stulkann okkar er nu 2 ára og grær vel og talar töluvert Ensku enn þegar við tölum samann yslensku þa veit hun ekkert þu sjerð að jeg er orðin ráðalaus með frjettir, Hvað gjekk að Krsjan Hall, það lítur svo ut sem að lífið hafi verið honum of þungbært, því það eru síðustu ur ræði að taka af sjer lífið sjalfur, Jeg hugsaði að lifði í ánægulegu Hjonabandi, eða var hann ekki giptur, þa held jeg að folk hafi ekki hugsað að það irði endalok B. Gapriels að ganga til snörunnar, það er hörmulegt að heira þessar frjettir af yslandi af svo fa mennri þjóð verklegar frammfarir og andlegt fjör oska jeg eptir að mætti fara þar vögst, sem jeg hef sjeð í ysfold að er að riðja sjer til rums, hja ykkur, og mykið

gleður mig að heira hvað vel geingur hja þjer og jeg sæi víst nokkra breitingu ef jeg kæmi nuna að Olafsdal, Gísli Þorðarson er seirn að skrifa mjer og verður líkast því seirni að fa Hlaðhimar eins og að var að ráð gjera, Jeg hef heirt að Björn Sæmundson og P. Sigurgeirson sjeu að raðgjera að fara heim einhvern tíma næsta sumar, nu eru þeir í Minnisota og Dakota búnir að missa Prestinn sjera Pal, hann salaðist í vor og eru þeir að rað gjera að skrifa epir presti heim, aldrei hef jeg sagt þjer hvernin við höfum komist af að vera hjer án þess að hafa prest sem talar okkar tungu, það hefur nu verið vesöl af koma, við höfðum að vísu með okkur nokkuð af goðum bokum, svo sem Biblíuna Minster og Vítalín á samt nokkuð fleira sem við höfum lesið á sunnudaugum, og auðrum kvöld, þegar við höfum tíma, svo förum við til Methodists Church og líkar mjer það vel, jeg hef farið til English kirku líka enn líkar það ekki eins vel, svo það er aðal kirkan sem við sækjum, Methodists, sem þu gjetur nærri skyldum við lítið fyrst, enn dropinn holar steininn, Gamann þikir mjer að heira næst af vesturlandi hverninn alt geingur til, þið verðið víst buinn að fá niju men svo sem goðann og rjett vísan prest og Síslumann hvernin geingur milli Yndriða og Guðbrands, og er alt vel í Klifum lifir sjera Guðm. sjera Brandur for austur á land aftur og drekkur þar vel, að þeir seiga, Eru yslendingar hættir að hugsa um að flytja til amiríku, Jeg held það sje best fyrir þa að reina að bua um sig sem best að þeir gjeti heima það verður þeim drjúgast eptir alt raupið og blossann fra amiríku

Jeg verð þa að hætta þessu Klori og verð að biðja þig að fyrir gjefa þenann frjetta lausa miða ef guð lofar þa skrifa jeg þjer í haust og seigi þjer hvernin geingur í sumar. Sigríður biður að skyla kjærri kveðju til þín og biður þig að heilsa skyla kveðiu sinnar til þinnar goðu konu og sistgina á samt sistur sinnar, hun ætlar að skrifa þeim í haust ef guð lofar, jeg í sama mata bið að heilsa konu þinni og börnum, hinn alvaldi guð lati ykkur á valt líða betur enn jeg kann um að biðja þess oskar af hjarta þinn Elskandi vin

Benedikt Halfdanar

Jeg fjekk rjett nuna brjef fra bjarti og biður hann mig að seiga sjer frjettir að heimann einkum fra þjer, enn það næsta verður að jeg viti ekki meira um frjettir ur dalasíslu enn hann jeg vona að það komi nú braðum og vona að ykkur líði öllum vel hann seigir að sjer líði vel og að alt títi vel út í Nebraska nuna hann þikist hafa sjeð Larus fyrir 3 vikum og að hann vinni sem vinnumaður hafi ráð gjert að ganga á skola næsta vetur eða þá að taka land sitt aptur og fara að bigga sjer hús á því og taka sig a fjelega til að búa á landinu, mjer skylst á brjefinu sem það sje ekki mykið að treista því sem Larus seigir, og að hann hafi of fljott gleimt því sem hann hafi sjeð og gjetað lært af þjer, jeg vona að bjartur verði goður og staðfastur dreingur, og það orð fjekk hann á meðann hann var hjer, jeg fjekk líka brjef fra Kr Samuelssyni og seiir hann að öllu ysl. líði vel í Dakota og græði á tá og fingri hann hefur umráð yfir 320 ekrur og hefur rentað helminginn, Hafliði er sagt að hrúi samann peningum, enn ekkert veit hvernin að hann fer að því, jeg vildi bara að jeg kæmist í hrúuna og sja hvert jeg gæti ekki gjert holu í hana, það hefur verið stríð nuna á milli Einglendinga og Egypta ut af sues Canal a samt 0000 0000 það er ekki sjeð enn þa hvað verður ur þvi sumir spa að það standi lengi yfir

Myndir:12345