Nafn skrár:VigSig-1878-03-15
Dagsetning:A-1878-03-15
Ritunarstaður (bær):Vopnafirði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2755 4to
Nafn viðtakanda:Halldór Jónsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Vigfús Sigfússon
Titill bréfritara:kaupmaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1847-04-25
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Vopnafjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Múl.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Vopnafirði 15 Marts 1878

Elskul. vinur!

Hjartans þökk fyrir tilskrifið núna og um daginn samt alt gott. Því miður gét jeg ekki selt þér eins mikið af frímerkjum og þú biður um, því þó jeg biðji um

drjúgann slatta, fæ jeg aðeins fyrir 6-10 Kr í einu, svo jeg er strax búinn með það. Alt sem jeg á til er, þjónustufrím: fyrir 2,60Kr og alm:frím: 0,88 alls 3,48 Kr

og það sendi jeg þér heldur en ekkert. Eyólfur á Vindheimum skrifaði mér að hann væri búinn að fá afsalsbréfið frá mér, og lýsir hann ánægju sinni yfir því;

hann er nú loksins kominn á þá trú, að Margr muni hafa átt og erfti 1 ?? 50 al úr Vindh: en ekki Guðrún móðir hennar

Því miður hefi jeg (ekkert= enga afskript af afsalsbréfinu svo jeg gét ekki vitað hvort jeg hef skrifað 1 ? 50 al eða 150 al en líklegt er að

jeg hafi skrifað það fyrnefnda, því það stendu svo á lóðseðlinum. Jeg hefi verið að lát hreinsa dúninn okkar þessa dagana - í Kvöld verður komið nálægt 20

? og þó mun góður þriðjungur eptir, sem jeg læt hreinsa nærstu viku. Jeg hef þá víst ekkert að skrifa meira, nema kjærar kveður frá konu og

börnum til þín og þinna

þinn einl vinur

V Sigfússon

Myndir:12