Nafn skrár:ThoTei-1861-03-07
Dagsetning:A-1861-03-07
Ritunarstaður (bær):Reykjavík
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafnsins
Safnmark:ÍB 102, fol. B
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðingur
Titill viðtakanda:bréfasafnari
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Þorkell Teitsson
Titill bréfritara:vinnumaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1837-08-26
Dánardagur:1866-01-21
Fæðingarstaður (bær):Litla-Kroppi
Fæðingarstaður (sveitarf.):Reykholtsdalshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Borg.
Upprunaslóðir (bær):Hvanneyri
Upprunaslóðir (sveitarf.):Andakílshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Borg.
Texti bréfs

Staddur í Reikjavík þann 7da Marts 1861.

ætíð sæll gamli góð kunningi

Næst þakklæti firir forna velvild mér auðsínda þakka eg þier firir til skrifið og 22 Januar n.l. til ad eins lita að borga það pára og linur þesar sem verda þá bædi fàar og frétta litlar. Eg birja þá á því ad tídin var æskileg í sumar og hefur haldist önðvegis bliða fram á þennan dag taugaveikin hefur á nefndu tíma bíli burt tekid marga hier siðra og siest það helsta af þvi í timaritunum

Hús bóndi min hefur mjög vesælli allan vetur en er nú farid að batna. Andreas ingri sigldi í Sumar til Skotlands með Pétri bædi til ad læra málid og Skípa midi (eg er hræddur um ad Islendingar verði fram kvæmta litlar til ad nota ver þann lær dóm) þar borgur hefur i vetur verid ad læra ad skrifa og lesa dönsku hjá Siera Jóni i Görðum. Gudní er hér i vík að læra ifir setu kvenna fræði hjá Dr hjaltalín, þad er sóma legt af föður þeirra hvað un hann lætur sier vera um ad menta börn sín firir mér sjálfum er hvör dagurin öðrum likur eins og þú gétur i mindað þier

Hvað kláða málinu vid víkur þá er litid gott af þvi ad seigia kládin hefur hjer i sudur sveitum Borgar fiardar "þar sem læknada féð á ad heita ad vera" brotist míkid meira út i vetur en i firra og hítted firra og hefur þó Teitur Díra læknir ekki látid sitt eftir liggia með bædi að berja niður ad kládin sie kallaður kláði

og þannig ad villa sjónir firir mönnum, og líka ad bruka sinar varalegu gódu í lækningar i munnínum samt eru Hvalfjardar strandar menn og adrir i at sveitunum búnir ad lofa skriflega ad hafa stránga vöktun á fie sinu áð sumri og iafn vel ad farga þvi ad hausti hvað sem af því verdur mér leidist ad geravera ad þrætta um óláns kláda malid þó madur gíeti aldrey út talað um þad og held íeg þó íeg skrifaði bladið ad fara ut þá væri ekki bíriað hvad þú endað, og legg eg því ekkert útí það ieg iminda míer líka ad þú síert eins og eg marg leidur á klaða tagtinu ámen

þess er sem helstu frétta gíetandi ad Okkur nesingar eru fírir til stilli Pjeturs Oddssonar (óttssens) á ítra Holmi "sem er vanur Há kall á veidi að vestan! farnir að stunda Hákalla veidi og hefur lukkast mæta vel. Pjetur á Hólmi er búin að fara i þrjár legur í vetur og br búin að fá milli fimtíu og segstján hákalla tveir adrir eru búnir ad fara í tvær og hafa aflað vel og fleiri eru ad undir búa sig. Þad má seigia um það að betra er seint en aldrei mikid er ad aungvum hjer sídra skuli firr hafa ordid að veigi ad reina þettad svona er með margt fleira fá tæktini er kjent um alt en mest gierir þó, held jeg' framkvæmda og Samtaka leinð og því allir mest að forgaunga menina vantar Pjetur á ad minu á liti míkla þökk firir að koma á jafn adsömum at vinnu veg og Hákalla veiðin er og vonandi er ad liáfar bændur hjer í kringum flóan færi sier þettad i nit og fari ad efna sjer uppá dug leg skip til að stunda afla þennan

eg verð nú held jeg ad fara ad koma vid brjefs efnid þítt

og giet eg bædi furðad mig og gladt ifir preti og árædi norðlendinga ad ætla ad flitja sig til Braulju eg var ádur af fleiga fréttum búin ad heira ad þeir ötluðu eitt hvað og imindadi eg mier að þar færi til vestur heims þar er mikid hóf legri hiti og tempraðra lofts lag en i Brasilju ad eg meina eg frelsi og Stjórnar hættir hið á giætasta sem til mun vera eg vildi annars af heilum hug óska að þeim lukkadist firirtækid þad giæti leidt i firir sjáan lega mikid gott af þvi, hvad Brasilju lisinguna snertir þá held jeg þú verdir ad úræda ad senda mier 6 eda 10 exempla af henni þegar hún er komin út ef eg tóri, og er bóka mín!

þad er ílt til þess ad vita ef prentsmidjan nordbakka veslast upp firir fram kvæmda leísi forstödu mans sins þad væri vist gott verk hvör sem giæti snúið honum frá rillu hans vegar "þad e sagt han sje farin ad drekka of mikid" eg er hræddur um ad sæld Norðra minki ef Svein fer ad gibta han ut i hestum þad er sam kvæmara til gángi timarita að koma sem oftast ut og er betra ad lifid siei einu mörgum er meinlitid til Nordra hjer hvad þá i nordur landi ieg held þær sie nú farid ad leidast mælgi min en margt giætum vid flejra fundid okkur til ef vid næðum saman en tími og rúm leifa mér ekki að hafa lángordara samt gét eg ekki með sani sagt ad hér sié pappirs laust Reikjavíkin er núna rik af mörg á góda þó þad sie ekki giefins sem ekki er heldur von

vertu nú asamt konu og börnum vinsamlegast kvaddur af þínum ungdóms kunningía

Þorkieli Teitssíni

frá Hvanneyri

S.T.

Herra Bókbindara Jóni Borgfiörð

á

Akureiri

Myndir:12